Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar 13. apríl 2025 07:02 Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun