Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24.9.2025 12:10
„Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. Innlent 24.9.2025 09:17
Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri. Innlent 23.9.2025 22:48
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. Innlent 20. september 2025 14:49
Sterkara framhaldsskólakerfi Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Skoðun 20. september 2025 11:00
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. Innlent 19. september 2025 16:20
Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Skoðun 19. september 2025 15:32
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Eftir langdregnar sameiningarþreifingar milli Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst á enn eftir að svara grundvallarspurningum um raunverulegan tilgang, fjárhagslegan grundvöll og menntapólitískar forsendur sameiningar. Skoðun 19. september 2025 10:30
Agaleysi bítur „Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Skoðun 19. september 2025 09:02
Börnin eru ekki tölur Menntun snýst ekki aðeins um árangur í prófum heldur fyrst og fremst um að rækta einstaklinga. Skólinn er samfélag þar sem börn læra að hugsa, skapa, vinna með öðrum og takast á við lífið sjálft. Skoðun 19. september 2025 08:02
Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Nemandi í 10. bekk í Lundarskóla mótmælir nýju fyrirkomulagi skólans í kosningum til nemendaráðs. Hann segir kosningarnar tækifæri til að kenna grunnskólanemum mikilvægi atkvæða þeirra. Innlent 18. september 2025 22:13
Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Innlent 18. september 2025 14:19
Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. Innlent 18. september 2025 14:10
„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18. september 2025 06:48
Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17. september 2025 23:33
Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Innlent 17. september 2025 20:32
Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Innlent 17. september 2025 18:36
Við hvað erum við hrædd? Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Skoðun 17. september 2025 14:31
Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16. september 2025 22:06
Börn sem skilja ekki kennarann Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg fjölgun á börnum og ungmennum á Íslandi sem hefja skólagöngu með engan grunn eða þekkingu á íslensku tungumáli. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur menntakerfið ekki náð að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Það á bæði við um þau sem flytja til landsins og þau sem fyrir eru. Skoðun 16. september 2025 07:32
Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Innlent 15. september 2025 22:18
Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst. Innlent 15. september 2025 13:11
Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Skoðun 15. september 2025 11:32
Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum. Skoðun 15. september 2025 10:33