Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 09:00 Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun