Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2025 12:27 Kópavogsbær var ekki talinn bera ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem lenti í átökum við nemanda sem hann ætlaði að vísa úr skólastofu árið 2020. Vísir Kópavogsbær var sýknaður af kröfu stuðningsfulltrúa í grunnskóla um skaðabótaskyldu vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu nemanda í 4. bekk. Stuðningsfulltrúinn sagði að starfsgeta sín hefði verið skert eftir uppákomuna. Kona sem vann sem stuðningsfulltrúi við grunnskóla í Kópavogi höfðaði mál gegn bænum til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar nemandi beit hana, sparkaði í hana og togaði í hár hennar fyrir rúmum fjórum árum. Fyrir dómi byggði konan á því að hún hefði búið við skerta starfsgetu eftir atvikið. Hún hefði orðið fyrir miklu áfalli og fundið fyrir miklum verkjum. Hún hefði meðal annars leitað til sálfræðings og tekið kvíðastillandi lyf í kjölfarið. Hún var síðar metin með örorku en hún var að hluta til rakin til umferðarslyss árið 2010. Vildi konan að bótaskylda bæjarins gagnvart sér væri viðurkennd. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði bæinn af kröfu konunnar í síðustu viku. Reytti hár hennar og beit Nokkur munur var á lýsingum stuðningsfulltrúans annars vegar og fulltrúa bæjarins á atvikunum sem áttu sér stað í desember árið 2020. Uppákoman varð þegar stuðningsfulltrúinn ætlaði að vísa nemenda í 4. bekk úr skólastofu vegna slæmrar hegðunar. Í dómnum kom fram að nemandinn, sem átti við hegðunarvandamál að stríða og hafði sýnt af sér ofbeldisfýsn, hefði verið orðljótur og ógnandi gagnvart starfsfólki og nemendum. Hann hefði meðal annars hent hlutum í átt að þeim. Konan sagðist hafa nálgast nemandann rólega og reynt að róa hann niður. Hann hefði þá orðið hamslaus, sparkað í hana, tekið upp stól og hent í áttina að öðrum starfsmanni. Þegar konan hefði ætlað að skakka leikinn hefði nemandinn ráðist á hana, sparkað ítrekað í sköflung hennar, rifið í hár hennar og hárreytt og bitið hana illa í framhandlegg. Ákvað að fjarlægja nemandann með valdi Bærinn byggði aftur á móti því að konan hefði komið æst inn á setustofu þangað sem nemendum var þyrftu að róa sig eða fá aðstoð væri boðið að fara. Hún hefði beðið starfsfólk um að koma að sækja nemandann þar sem hann vildi ekki vinna. Þegar konan og annar starfsmaður hefðu komið inn í skólastofuna hafi nemandinn rokið afast í bekkinn, látið illa og ekki hlýtt konunni. Þau hafi þá átt í orðaskaki. Samskiptin hefðu verið komin í algert óefni og starfsmenn misst alla stjórn á aðstæðum. Nemandinn hefði ekki látið sér segjast að yfirgefa stofnuna en þá hefði konan ákveðið að taka málin í sínar hendur og fjarlægja nemandann úr stofnunni með valdi. Hún hefði farið aftan að nemandanum þar sem hann hefði setið á stól, tekið utan um hann, haldið honum og reynt að rúlla honum á stólnum út. Við þetta hefði nemandinn bitið konuna í handlegginn og rifið í hár hennar. Þannig hefðu átök þeirra hafist. Héraðsdómur Reykjaness byggði á framburði stuðningsfulltrúans frekar en Kópavogsbæjar vegna þess að skólinn tilkynnti Vinnueftirlitinu ekki strax um atvikið með nemandanum.Vísir/Vilhelm Framkoma konunnar óeðlileg og gegn viðurkenndu verklagi Skólayfirvöld hefðu ekki gert neina kröfu um að konan setti sig í þær aðstæður sem hún gerði. Ekki hafi verið skilyrði fyrir því að beita líkamlegu inngripi í þeim aðstæðum sem voru uppi. Væri öryggi nemenda ógnað væri öryggi tryggt með því að gefa öðrum færi á að yfirgefa aðstæður á meðan nemandi fengi næði til þess að róa sig. Þess í stað hefði konan beitt stærðar- og aflsmun til þess að þvinga nemandann með valdi úr skólastofunni. Þau viðbrögð hefðu verið fullkomlega óeðlileg og brotið gegn viðurkenndu verklagi og skráðum hátternisreglum við meðhöndlum á nemendum sem sýni ógnandi hegðun eða ofbeldi. Konan hefði þar að auki ekki beitt valdi til þess að stöðva ofbeldi í garð einhvers eða að nemandinn skaðaði sig eða aðra heldur því hann hefði hegðað sér illa og neitað að hlýða fyrirmælum. Engin bæn hætta hefði verið til staðar sem réttlætti líkamlegt inngrip konunnar. Starfsfólki væri alls óheimilt að beita líkamlegu inngripi í refsingarskyni. Röng viðbrögð konunnar og gáleysi hefði þannig verið frumorsök tjóns hennar. Hefði hún ekki beitt nemandann líkamlegu inngripi eins og hún gerði hefði atburðarásin ekki átt sér stað. Þannig hefði konan fyrirgert bótarétti sínum. Dómurinn lagði engu að síður framburð konunnar til grundvallar í málinu vegna þess að skólinn tilkynnti atvikið ekki strax til Vinnueftirlitsins eins og honum bar að gera. Tilkynningin barst ekki Vinnueftirlitinu fyrr en um mánuði eftir að atvikið átti sér stað og var því ekki rannsakað. Bærinn ekki sekur um vanrækslu Krafa konunnar um bótaskyldu bæjarins byggði á ákvæði í kjarasamningi hennar við bæinn um að starfsmaður ætti rétt á að beina bótakröfu að bænum ef hann sinnir einstaklingi sem getur að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Hafnaði héraðsdómur þeim rökum. Kjarasamningsákvæðið ætti ekki við háttsemi barna sem gætu ekki borið ábyrgð sökum æsku. Þá væri heldur ekki nóg að einstaklingur væri með ADHD eða hegðunarvandamál til þess að bærinn gæti talist bótaskyldur. Dómurinn féllst heldur ekki á að bærinn hefði gert sekur um saknæma vanrækslu með því að tryggja ekki öryggi konunnar. Hún hélt því fram að drengurinn hefði ekki fengið viðeigandi úrræði og eftirlit sem hefði getað komið í veg fyrir tjón hennar. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að engin ástæða hefð iverið til að ætla að slík hætta hefði stafað af drengnum að þörf hefði verið á meiri stuðningi eða eftirlit með honum í aðdraganda atviksins. Öryggi hefði þannig ekki verið ábótavant. Kópavogsbær var því sýknaður af kröfu konunnar. Hún fékk gjafsókn og greiddi ríkissjóður því allan málskostnað. Dómsmál Grunnskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Kona sem vann sem stuðningsfulltrúi við grunnskóla í Kópavogi höfðaði mál gegn bænum til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar nemandi beit hana, sparkaði í hana og togaði í hár hennar fyrir rúmum fjórum árum. Fyrir dómi byggði konan á því að hún hefði búið við skerta starfsgetu eftir atvikið. Hún hefði orðið fyrir miklu áfalli og fundið fyrir miklum verkjum. Hún hefði meðal annars leitað til sálfræðings og tekið kvíðastillandi lyf í kjölfarið. Hún var síðar metin með örorku en hún var að hluta til rakin til umferðarslyss árið 2010. Vildi konan að bótaskylda bæjarins gagnvart sér væri viðurkennd. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði bæinn af kröfu konunnar í síðustu viku. Reytti hár hennar og beit Nokkur munur var á lýsingum stuðningsfulltrúans annars vegar og fulltrúa bæjarins á atvikunum sem áttu sér stað í desember árið 2020. Uppákoman varð þegar stuðningsfulltrúinn ætlaði að vísa nemenda í 4. bekk úr skólastofu vegna slæmrar hegðunar. Í dómnum kom fram að nemandinn, sem átti við hegðunarvandamál að stríða og hafði sýnt af sér ofbeldisfýsn, hefði verið orðljótur og ógnandi gagnvart starfsfólki og nemendum. Hann hefði meðal annars hent hlutum í átt að þeim. Konan sagðist hafa nálgast nemandann rólega og reynt að róa hann niður. Hann hefði þá orðið hamslaus, sparkað í hana, tekið upp stól og hent í áttina að öðrum starfsmanni. Þegar konan hefði ætlað að skakka leikinn hefði nemandinn ráðist á hana, sparkað ítrekað í sköflung hennar, rifið í hár hennar og hárreytt og bitið hana illa í framhandlegg. Ákvað að fjarlægja nemandann með valdi Bærinn byggði aftur á móti því að konan hefði komið æst inn á setustofu þangað sem nemendum var þyrftu að róa sig eða fá aðstoð væri boðið að fara. Hún hefði beðið starfsfólk um að koma að sækja nemandann þar sem hann vildi ekki vinna. Þegar konan og annar starfsmaður hefðu komið inn í skólastofuna hafi nemandinn rokið afast í bekkinn, látið illa og ekki hlýtt konunni. Þau hafi þá átt í orðaskaki. Samskiptin hefðu verið komin í algert óefni og starfsmenn misst alla stjórn á aðstæðum. Nemandinn hefði ekki látið sér segjast að yfirgefa stofnuna en þá hefði konan ákveðið að taka málin í sínar hendur og fjarlægja nemandann úr stofnunni með valdi. Hún hefði farið aftan að nemandanum þar sem hann hefði setið á stól, tekið utan um hann, haldið honum og reynt að rúlla honum á stólnum út. Við þetta hefði nemandinn bitið konuna í handlegginn og rifið í hár hennar. Þannig hefðu átök þeirra hafist. Héraðsdómur Reykjaness byggði á framburði stuðningsfulltrúans frekar en Kópavogsbæjar vegna þess að skólinn tilkynnti Vinnueftirlitinu ekki strax um atvikið með nemandanum.Vísir/Vilhelm Framkoma konunnar óeðlileg og gegn viðurkenndu verklagi Skólayfirvöld hefðu ekki gert neina kröfu um að konan setti sig í þær aðstæður sem hún gerði. Ekki hafi verið skilyrði fyrir því að beita líkamlegu inngripi í þeim aðstæðum sem voru uppi. Væri öryggi nemenda ógnað væri öryggi tryggt með því að gefa öðrum færi á að yfirgefa aðstæður á meðan nemandi fengi næði til þess að róa sig. Þess í stað hefði konan beitt stærðar- og aflsmun til þess að þvinga nemandann með valdi úr skólastofunni. Þau viðbrögð hefðu verið fullkomlega óeðlileg og brotið gegn viðurkenndu verklagi og skráðum hátternisreglum við meðhöndlum á nemendum sem sýni ógnandi hegðun eða ofbeldi. Konan hefði þar að auki ekki beitt valdi til þess að stöðva ofbeldi í garð einhvers eða að nemandinn skaðaði sig eða aðra heldur því hann hefði hegðað sér illa og neitað að hlýða fyrirmælum. Engin bæn hætta hefði verið til staðar sem réttlætti líkamlegt inngrip konunnar. Starfsfólki væri alls óheimilt að beita líkamlegu inngripi í refsingarskyni. Röng viðbrögð konunnar og gáleysi hefði þannig verið frumorsök tjóns hennar. Hefði hún ekki beitt nemandann líkamlegu inngripi eins og hún gerði hefði atburðarásin ekki átt sér stað. Þannig hefði konan fyrirgert bótarétti sínum. Dómurinn lagði engu að síður framburð konunnar til grundvallar í málinu vegna þess að skólinn tilkynnti atvikið ekki strax til Vinnueftirlitsins eins og honum bar að gera. Tilkynningin barst ekki Vinnueftirlitinu fyrr en um mánuði eftir að atvikið átti sér stað og var því ekki rannsakað. Bærinn ekki sekur um vanrækslu Krafa konunnar um bótaskyldu bæjarins byggði á ákvæði í kjarasamningi hennar við bæinn um að starfsmaður ætti rétt á að beina bótakröfu að bænum ef hann sinnir einstaklingi sem getur að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Hafnaði héraðsdómur þeim rökum. Kjarasamningsákvæðið ætti ekki við háttsemi barna sem gætu ekki borið ábyrgð sökum æsku. Þá væri heldur ekki nóg að einstaklingur væri með ADHD eða hegðunarvandamál til þess að bærinn gæti talist bótaskyldur. Dómurinn féllst heldur ekki á að bærinn hefði gert sekur um saknæma vanrækslu með því að tryggja ekki öryggi konunnar. Hún hélt því fram að drengurinn hefði ekki fengið viðeigandi úrræði og eftirlit sem hefði getað komið í veg fyrir tjón hennar. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að engin ástæða hefð iverið til að ætla að slík hætta hefði stafað af drengnum að þörf hefði verið á meiri stuðningi eða eftirlit með honum í aðdraganda atviksins. Öryggi hefði þannig ekki verið ábótavant. Kópavogsbær var því sýknaður af kröfu konunnar. Hún fékk gjafsókn og greiddi ríkissjóður því allan málskostnað.
Dómsmál Grunnskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira