Innlent

Bein út­sending: Ráðherraskipti á ríkis­ráðs­fundi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Síðasti ríkisráðsfundur var 30. desember 2025. Nú halda ráðherrarnir aftur til Bessastaða.
Síðasti ríkisráðsfundur var 30. desember 2025. Nú halda ráðherrarnir aftur til Bessastaða. Vísir/Vilhelm

Ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum í dag. Þar mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, samþykkja breytingar í ráðherrahópi ríkisstjórnar Kristrúnar Forstadóttur.

Fundurinn hefst klukkan þrjú. Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Sýnar, er á staðnum og mun ræða við ráðherrana sem leggja leið sína á fundinn. Hægt er að lesa allar nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst.

Fyrir þremur dögum tilkynnti Guðmundur Ingi Kristinsson að hann ætlar að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Guðmundur gekkst undir hjartaskurðaðgerð fyrir áramót. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ætlar að taka við embætti Guðmundar og mun Ragnar Þór Ingólfsson taka við embætti Ingu sem félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Að fundi loknum fara fram lyklaskipti í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×