Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal skrifa 3. apríl 2025 14:01 Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti. Staðreyndin er sú að mörg hverfi og staðir glíma við sambærileg vandamál. Þrátt fyrir það virðist sem fjölmiðlar vilji einblína sérstaklega á Breiðholtið og draga fram neikvæða mynd af hverfinu. Þegar við ræðum við unglinga úr öðrum hverfum rekumst við iðulega á fordómafull viðhorf og undrun yfir því að í Breiðholti séu líka venjuleg börn og öflug samfélagsmenning. Þessi fyrirframgefna hugmynd um Breiðholtið byggist oft á einhliða og neikvæðri umfjöllun. Það er erfitt að horfa upp á hvernig ráðist er að stolti hverfisins og orðspor þess skaðað í gegnum markvissan fréttaflutning. Það er eins og gleymist að í öllu þessu sé verið að fjalla um börn – börn sem búa í Breiðholti, börn sem eiga rétt á því að vaxa úr grasi við virðingu og stuðning, en ekki fordóma og dómhörku. Það að ýta undir fordóma er ekki leið til þess að stuðla að betra samfélagi. Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal, fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti. Staðreyndin er sú að mörg hverfi og staðir glíma við sambærileg vandamál. Þrátt fyrir það virðist sem fjölmiðlar vilji einblína sérstaklega á Breiðholtið og draga fram neikvæða mynd af hverfinu. Þegar við ræðum við unglinga úr öðrum hverfum rekumst við iðulega á fordómafull viðhorf og undrun yfir því að í Breiðholti séu líka venjuleg börn og öflug samfélagsmenning. Þessi fyrirframgefna hugmynd um Breiðholtið byggist oft á einhliða og neikvæðri umfjöllun. Það er erfitt að horfa upp á hvernig ráðist er að stolti hverfisins og orðspor þess skaðað í gegnum markvissan fréttaflutning. Það er eins og gleymist að í öllu þessu sé verið að fjalla um börn – börn sem búa í Breiðholti, börn sem eiga rétt á því að vaxa úr grasi við virðingu og stuðning, en ekki fordóma og dómhörku. Það að ýta undir fordóma er ekki leið til þess að stuðla að betra samfélagi. Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal, fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar