Má bera eiganda Gríska hússins út Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 11:30 Frá aðgerðum lögreglu í Gríska húsinu síðasta sumar. Vísir/Sigurjón Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms. Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.
Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira