Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barna Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. september 2024 13:31 Á síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér. Það eitt og sér að börn gangi vopnuð, eða telji sig þurfa að gera það, er óásættanleg þróun. Hvort sem að ofbeldi barna og ungmenna hafi aukist eða sé orðið sýnilegra, þá er augljóst að staðan er alvarleg og nauðsynlegt er að grípa í taumana og gera allt sem í okkar valdi stendur. Foreldrar, félagsþjónustan og stjórnvöld þurfa öll að taka höndum saman og stoppa þessa þróun. Ofbeldi barna og ungmenna Undanfarin ár hafa stjórnendur innan skólakerfisins lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi m.a. innan skólalóðarinnar. Það á jafnvel við um börn á yngsta skólastigi. Það sama á við utan skólalóðarinnar og á samfélagsmiðlum. Foreldrar, lögreglan og skólayfirvöld benda öll á það að virðingarleysi barna gagnvart hvort öðru er sífellt meira áberandi þar sem ljót samskipti og líkamlegt ofbeldi færast í aukana. Hvað er verið að gera? Síðastliðinn júní kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, 14 aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í samvinnu við dómsmálaráðherra. Þar á að leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Þessar aðgerðir snúa að auknu forvarnarstarfi, inngripi og meðferð og varða ýmsa aðila innan ríkisins, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga. Viðfangsefnið er víðfeðmt og aðgerðirnar því margskonar og varða m.a. aukna þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna, að mynda verklag fyrir sakhæf og ósakhæf börn og úrræði fyrir þau sem beita alvarlegu ofbeldi, að efla samfélagslögreglu, að auka fræðslu og forvarnir og efla ungmennastarf. Aðgerðir þessar miða að því að fræða börn og ungmenni um afleiðingar, útvega þeim stað þar sem þau geta eflt samskipti í skipulögðu starfi og hvernig eigi að bregðast við þegar ofbeldi á sér stað. Allar þessar aðgerðir eru nauðsynleg skref sem þarf sífellt að endurskoða og meta á meðan á þeim stendur. Hins vegar er ofbeldi barna og ungmenna samfélagslegt mein sem allt samfélagið verður að taka höndum saman við að vinna bug á. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Við erum öll uggandi yfir framangreindri þróun ofbeldis, enda varðar hún okkur öll. Vörumst það að leggjast í skotgrafir og leita að sökudólgum. Þó þurfum við að komast til botns í það hvað veldur, hvar við erum að bregðast og gangast við þeirri ábyrgð. Foreldraeftirlit hvers foreldris fyrir sig með sínu barni og öðrum í sínu nærumhverfi verður að vera öflugt. Samfélagið allt verður að koma saman og vinna að því að kynna börnum okkar fyrir þeim hættum sem stafa af ofbeldi af því tagi sem við heyrum af nánast vikulega. Við þurfum að gangast að okkar ábyrgð sem foreldrar og þar komum við aftur að því að samvera er besta forvörnin eins og okkur hefur verið tíðrætt um undanfarin ár. Foreldrasamfélagið þarf að virkja vel í þessum aðgerðum og hér á landi höfum við góða reynslu af öflugu forvarnarstarfi og aðgerðum til að vinda ofan af óæskilegri hegðun. Við berum öll ábyrgð á því að koma börnunum okkar vel til manns og kenna þeim samfélagsreglurnar, það gerum við ekki með því að vera fjarverandi sem foreldrar og setja ábyrgðina á aðrar stofnanir eða jafnvel að skella skuldinni á menntakerfið eða heilbrigðiskerfið. Auðvitað þurfum við að hafa öflugt geðheilbrigðiskerfi sem kemur í veg fyrir alvarlegan hegðunarvanda eða vanlíðan meðal barna og ungmenna en það verður ekki fram hjá því litið hver ábyrgð okkar er sem foreldrar. Við eigum að hafa vökult auga fyrir ofbeldi í okkar nærumhverfi, eiga samtal við ungmennin okkar og grípa einstaklinga í áhættuhópum sem gætu beitt eða lent í ofbeldi. Þegar kemur að velferð barnanna í okkar samfélagi er okkur sem ætlum að vera virkir og góðir þátttakendur í samfélaginu ekkert óviðkomandi, og við eigum að sjá til þess að börnin okkar mótist í rétta átt til framtíðar. Undirrituð er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Alþingi Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér. Það eitt og sér að börn gangi vopnuð, eða telji sig þurfa að gera það, er óásættanleg þróun. Hvort sem að ofbeldi barna og ungmenna hafi aukist eða sé orðið sýnilegra, þá er augljóst að staðan er alvarleg og nauðsynlegt er að grípa í taumana og gera allt sem í okkar valdi stendur. Foreldrar, félagsþjónustan og stjórnvöld þurfa öll að taka höndum saman og stoppa þessa þróun. Ofbeldi barna og ungmenna Undanfarin ár hafa stjórnendur innan skólakerfisins lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi m.a. innan skólalóðarinnar. Það á jafnvel við um börn á yngsta skólastigi. Það sama á við utan skólalóðarinnar og á samfélagsmiðlum. Foreldrar, lögreglan og skólayfirvöld benda öll á það að virðingarleysi barna gagnvart hvort öðru er sífellt meira áberandi þar sem ljót samskipti og líkamlegt ofbeldi færast í aukana. Hvað er verið að gera? Síðastliðinn júní kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, 14 aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í samvinnu við dómsmálaráðherra. Þar á að leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Þessar aðgerðir snúa að auknu forvarnarstarfi, inngripi og meðferð og varða ýmsa aðila innan ríkisins, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga. Viðfangsefnið er víðfeðmt og aðgerðirnar því margskonar og varða m.a. aukna þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna, að mynda verklag fyrir sakhæf og ósakhæf börn og úrræði fyrir þau sem beita alvarlegu ofbeldi, að efla samfélagslögreglu, að auka fræðslu og forvarnir og efla ungmennastarf. Aðgerðir þessar miða að því að fræða börn og ungmenni um afleiðingar, útvega þeim stað þar sem þau geta eflt samskipti í skipulögðu starfi og hvernig eigi að bregðast við þegar ofbeldi á sér stað. Allar þessar aðgerðir eru nauðsynleg skref sem þarf sífellt að endurskoða og meta á meðan á þeim stendur. Hins vegar er ofbeldi barna og ungmenna samfélagslegt mein sem allt samfélagið verður að taka höndum saman við að vinna bug á. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Við erum öll uggandi yfir framangreindri þróun ofbeldis, enda varðar hún okkur öll. Vörumst það að leggjast í skotgrafir og leita að sökudólgum. Þó þurfum við að komast til botns í það hvað veldur, hvar við erum að bregðast og gangast við þeirri ábyrgð. Foreldraeftirlit hvers foreldris fyrir sig með sínu barni og öðrum í sínu nærumhverfi verður að vera öflugt. Samfélagið allt verður að koma saman og vinna að því að kynna börnum okkar fyrir þeim hættum sem stafa af ofbeldi af því tagi sem við heyrum af nánast vikulega. Við þurfum að gangast að okkar ábyrgð sem foreldrar og þar komum við aftur að því að samvera er besta forvörnin eins og okkur hefur verið tíðrætt um undanfarin ár. Foreldrasamfélagið þarf að virkja vel í þessum aðgerðum og hér á landi höfum við góða reynslu af öflugu forvarnarstarfi og aðgerðum til að vinda ofan af óæskilegri hegðun. Við berum öll ábyrgð á því að koma börnunum okkar vel til manns og kenna þeim samfélagsreglurnar, það gerum við ekki með því að vera fjarverandi sem foreldrar og setja ábyrgðina á aðrar stofnanir eða jafnvel að skella skuldinni á menntakerfið eða heilbrigðiskerfið. Auðvitað þurfum við að hafa öflugt geðheilbrigðiskerfi sem kemur í veg fyrir alvarlegan hegðunarvanda eða vanlíðan meðal barna og ungmenna en það verður ekki fram hjá því litið hver ábyrgð okkar er sem foreldrar. Við eigum að hafa vökult auga fyrir ofbeldi í okkar nærumhverfi, eiga samtal við ungmennin okkar og grípa einstaklinga í áhættuhópum sem gætu beitt eða lent í ofbeldi. Þegar kemur að velferð barnanna í okkar samfélagi er okkur sem ætlum að vera virkir og góðir þátttakendur í samfélaginu ekkert óviðkomandi, og við eigum að sjá til þess að börnin okkar mótist í rétta átt til framtíðar. Undirrituð er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun