Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar 13. september 2024 11:01 Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun