„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2023 09:02 Vilhjálmur Árnason segir grundvöllur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vera algerlega brostinn. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira