„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2023 09:02 Vilhjálmur Árnason segir grundvöllur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vera algerlega brostinn. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira