Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2023 20:10 Á meðan að viðtalið átti sér stað óku nokkrir bílar yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. vísir/samsett Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“ Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Göngustígurinn sem sést í fréttinni er fyrir framan World Class í Laugum og liggur í gegnum Laugarneshverfið en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. „Og hann er hérna rofinn í tvígang af inn og útkeyrslu World class og það er keyrt inn um þessar tvær keyrslur í báðar áttir,“ segir Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur en þegar hún er í miðri setningu ekur bíll yfir göngustíginn. Eins og núna? „Já þið sjáið. Þarna eru tvö skilti sem sýna að þetta er óheimilt. Það hunsa allir þessi tvö skilti.“ Haustið 2018 var keyrt á son Sóleyjar þegar hann var að hjóla á göngustígnum heim af fótboltaæfingu. Hún ákvað þá í samvinnu við aðra að senda formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óska eftir fundi um málið og krefjast þess að eitthvað yrði aðhafst. Sóley segir að Reykjavíkurborg hafi tekið vel í erindið, sögðust þekkja vandamálið og að úrbóta væri að vænta. „Það leið svo mjög langur tími áður en eitthvað var gert en svo var ráðist í framkvæmdir og niðurstaða þeirra voru þessi tvö skilti, það er allt of sumt. Þarna sjáið þið annan bíl brjóta þessa reglu. Hraðahindranirnar þarna eru alltaf teknar upp jafn óðum og þær eru settar niður enda skila þær líka litlum árangri þar sem þær eru fyrir innan göngustíginn. Hérna er keyrt beint af Reykjavegi, niður götuna og bara rakleitt yfir göngustíginn sem er mjög fjölfarinn og mikið notaður, sérstaklega af börnum, mikið í ljósaskiptum í skammdegi.“ Tæp þrjú ár eru síðan borgin ætlaði að loka fyrir hringakstur á bílastæðið næst Laugum en það hefur ekki enn gerst. Sóley kallar eftir því að hindrun verði sett upp fyrir almenna bílaumferð enda sé búið að reyna að höfða til löghlýðni með skiltum. „Afleiðingarnar geta verið allt frá því að það sé smá skeina og upp í dauðsfall, ætlum við að bíða eftir því?“
Umferðaröryggi Borgarstjórn Reykjavík Bílar Samgöngur Umferð Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira