Að hugsa í tækifærum og lausnum Ásgeir Marinó Rudolfsson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar