Hægjum á okkur fyrir framtíðina Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun