Hægferð Björn Már Ólafsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Við lifum á tímum byltinga. Það sem áður kallaðist þroski og reynslurök kallast nú byltingar. Einn sniðugur Íslendingur fær þá flugu í hausinn að elda mat í sjö klukkustundir í stað hinna hefðbundnu og alveg hæfilega löngu 30 mínútna og tveimur árum síðar yfirgefur hálft Ísland síðasta starfsmannafundinn fyrir jól með sous-vide tæki í höndunum. Tveimur minimalískum lífsstílsbyltingum síðar þurfa starfsmenn Sorpu að vísa þessu sama fólkinn veginn í raftækjagáminn. Nokkrir hugsjónarmenn ákveða síðan að Ísland geti orðið paradís hjólreiðamanna. Sem er reyndar dagsatt, þann skamma tíma sem þú hefur vindinn í bakið, en eins og í lífinu sjálfu brýst sannleikurinn fram þegar á móti blæs. Einni samgöngubyltingu síðar þurfa starfsmenn Sorpu fjölga brotajárnsgámum eftir að Íslendingar föttuðu að það er ekkert sérstaklega þægilegt að ferðast allra sinna ferða á rándýrum racer með straumlínulöguðum hnakki. Sorpa er kirkjugarður byltinga og hjólahnakkarnir hafa brátt mölvað sín síðustu vaselínsmurðu eistu. Það hefur lengi blundað í sjálfum mér að boða til byltingar. Reka upp angistarfullt heróp (bara á netinu samt) og sverfa til stáls. En mig hefur bara alltaf skort tilefnið. Eða það hélt ég. Þar til ég fyrir nokkrum árum lagði grunninn að gríðarlegri samgöngubyltingu sem ég ætla nú að reyna að dreifa um þjóðfélagið og hyggst ég fá í lið með mér helstu áhrifavalda landsins. Eftir að hafa treyst á strætisvagninn alla mína mennta- og háskólagöngu lauk misfarsælu samstarfi mínu við gulu drossíuna einn góðan veðurdag fyrir örfáum árum síðan. Á þessum tíma vann ég á Morgunblaðinu uppi í Hádegismóum og húkkaði mér far með Strætó í og úr vinnu. Byltingin hófst á hefðbundnum vinnudegi þegar Strætó kom ekki á stoppistöðina. Ég hef þurft að þola ýmsar seinkanir og vandamál með Strætó í gegnum árin en ég hafði aldrei lent í því áður að strætó hafi bara gufaði upp og ekki komið á stoppistöðina okkar. Okkur blaðamönnunum á biðstöðinni var ekki skemmt. Einn blaðamannanna fór með brandara og sagði að stríðið á milli Hádegismóa og ráðandi afla í ráðhúsi Reykjavíkur hefði náð nýjum hæðum. Sá blaðamaður gæti hafa verið ég. En þegar hlátrasköllin og þreföldu húrrahrópin þögnuðu (svona þremur korterum síðar) og kyrrðin lagðist aftur yfir Rauðavatn stóðum við enn á stoppistöðinni og ekkert bólaði á strætisvagninum. Þetta kom ítrekað fyrir næstu daga og að lokum tók ég upp á því í fússi að labba bara af stað heim til mín. Ég bjó þá í miðborginni og ætlaði eiginlega bara að labba á næstu stoppistöð en rankaði ekki við mér fyrr en heim var komið. Ef það kom ekki nægilega skýrt fram að ofan, þá var þetta byltingin mín. Að nota fæturnar. Jafnfljóta. Á hægferð, ekki hraðferð. Þetta sumar gekk ég nær alltaf heim úr vinnunni og fékk út úr því vellíðan, hugarró og stóra og sterka kálfa. Elliðaárdalurinn er ekki bara skrýtinn staður þar sem Breiðholtsunglingar byggðu dúfnakofa á níunda áratugnum heldur einn fallegasti staður borgarinnar. Tónlistin í símanum mínum var skárri en Útvarp Saga í Strætisvagninum og kanínurnar í Elliðaárdalnum voru ekki síðri félagsskapur en háværir menntaskólanemar á stöðugum fengitíma. Gangan tók auðvitað langan tíma en ég átti auðveldara með að skipuleggja tíma minn út frá göngunni heldur en út frá strætisvagni sem kom stundum ekki með tilheyrandi fússi og pirringi.Vísir/VilhelmMeð þessu fékk ég annað sjónarhorn á fjarlægðir á höfuðborgarsvæðinu. Er langt úr Garðabæ upp í Breiðholt? Úr Vesturbæ í Hafnarfjörð? Ekki ef þú gengur þessa vegalengd daglega. Sá kostur fylgir líka göngunni fram yfir til dæmis hjólreiðar að þú svitnar ekki nærri því jafn mikið á göngu og þarft því ekki að taka með þér föt til skiptana eða bíða í röð eftir einu litlu sturtunni á vinnustaðnum þínum. Gangan veitir öryggi sem þú finnur ekki með öðrum samgöngumátum. Ég átti eitt sinn bíl í sex mánuði en gafst upp á því eftir að druslan gaf upp öndina í annað sinn á ferð á umferðaþungum gatnamótum á háannatíma. Það er adrenalínupplifun sem ég get vel verið án. Gangan toppar allt. Til að eyða öllum vafa þá hef ég einnig prófað óhefðbundna samgöngumáta en enginn þeirra stenst samanburð. Eitt sinn mætti ég í partý á gönguskíðum eftir að smá fönn lá yfir hverfinu eitt fallegt vetrarkvöld í Garðabænum. En gönguskíðapælingin var andvana fædd því undir lok kvölds var fönnin horfin og ég þurfti að ganga skömmustulegur heim til mín í gönguskíðaklossum. Þá hef ég mætt á knattspyrnuæfingu á hjólaskíðum en þau vöktu svo mikla furðu meðal liðsfélaga minna að ég þurfti þurfti í kjölfarið að berjast hetjulega gegn félagslegri útskúfun. Hjólaskíðabyltingin verður að bíða betri tíma. Hvert sem litið er í samfélaginu erum við Vesturlandabúar að leita að afþreyingu sem veitir okkur hugarró og tímaeyðslu. Sjónvarpsstöðvar í Skandinavíu hafa fikrað sig áfram í sólarhringslöngum Slow-TV útsendingum án þess að nokkur maður hafi beðið um það en undirtektirnar hafa verið stórkostlegar og lágmarks eldunartími matar má ekki vera minni en fimm klukkustundir ef þú ætlar að bjóða vinum í mat því minna mætti kalla skyndibita. Færum þessa samfélagsþróun yfir á samgöngur okkar. Vandamálið er ekki að við erum of lengi á leiðinni í og úr vinnu. Vandamálið er að við erum ekki nógu lengi. Leggjum hjólunum, förgum bílnum og reimum á okkur skóna. Byltingin er hér með hafin. Höfundur er lögfræðingur sem býr og starfar í Danmörku.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Reykjavík Rómur Samgöngur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum byltinga. Það sem áður kallaðist þroski og reynslurök kallast nú byltingar. Einn sniðugur Íslendingur fær þá flugu í hausinn að elda mat í sjö klukkustundir í stað hinna hefðbundnu og alveg hæfilega löngu 30 mínútna og tveimur árum síðar yfirgefur hálft Ísland síðasta starfsmannafundinn fyrir jól með sous-vide tæki í höndunum. Tveimur minimalískum lífsstílsbyltingum síðar þurfa starfsmenn Sorpu að vísa þessu sama fólkinn veginn í raftækjagáminn. Nokkrir hugsjónarmenn ákveða síðan að Ísland geti orðið paradís hjólreiðamanna. Sem er reyndar dagsatt, þann skamma tíma sem þú hefur vindinn í bakið, en eins og í lífinu sjálfu brýst sannleikurinn fram þegar á móti blæs. Einni samgöngubyltingu síðar þurfa starfsmenn Sorpu fjölga brotajárnsgámum eftir að Íslendingar föttuðu að það er ekkert sérstaklega þægilegt að ferðast allra sinna ferða á rándýrum racer með straumlínulöguðum hnakki. Sorpa er kirkjugarður byltinga og hjólahnakkarnir hafa brátt mölvað sín síðustu vaselínsmurðu eistu. Það hefur lengi blundað í sjálfum mér að boða til byltingar. Reka upp angistarfullt heróp (bara á netinu samt) og sverfa til stáls. En mig hefur bara alltaf skort tilefnið. Eða það hélt ég. Þar til ég fyrir nokkrum árum lagði grunninn að gríðarlegri samgöngubyltingu sem ég ætla nú að reyna að dreifa um þjóðfélagið og hyggst ég fá í lið með mér helstu áhrifavalda landsins. Eftir að hafa treyst á strætisvagninn alla mína mennta- og háskólagöngu lauk misfarsælu samstarfi mínu við gulu drossíuna einn góðan veðurdag fyrir örfáum árum síðan. Á þessum tíma vann ég á Morgunblaðinu uppi í Hádegismóum og húkkaði mér far með Strætó í og úr vinnu. Byltingin hófst á hefðbundnum vinnudegi þegar Strætó kom ekki á stoppistöðina. Ég hef þurft að þola ýmsar seinkanir og vandamál með Strætó í gegnum árin en ég hafði aldrei lent í því áður að strætó hafi bara gufaði upp og ekki komið á stoppistöðina okkar. Okkur blaðamönnunum á biðstöðinni var ekki skemmt. Einn blaðamannanna fór með brandara og sagði að stríðið á milli Hádegismóa og ráðandi afla í ráðhúsi Reykjavíkur hefði náð nýjum hæðum. Sá blaðamaður gæti hafa verið ég. En þegar hlátrasköllin og þreföldu húrrahrópin þögnuðu (svona þremur korterum síðar) og kyrrðin lagðist aftur yfir Rauðavatn stóðum við enn á stoppistöðinni og ekkert bólaði á strætisvagninum. Þetta kom ítrekað fyrir næstu daga og að lokum tók ég upp á því í fússi að labba bara af stað heim til mín. Ég bjó þá í miðborginni og ætlaði eiginlega bara að labba á næstu stoppistöð en rankaði ekki við mér fyrr en heim var komið. Ef það kom ekki nægilega skýrt fram að ofan, þá var þetta byltingin mín. Að nota fæturnar. Jafnfljóta. Á hægferð, ekki hraðferð. Þetta sumar gekk ég nær alltaf heim úr vinnunni og fékk út úr því vellíðan, hugarró og stóra og sterka kálfa. Elliðaárdalurinn er ekki bara skrýtinn staður þar sem Breiðholtsunglingar byggðu dúfnakofa á níunda áratugnum heldur einn fallegasti staður borgarinnar. Tónlistin í símanum mínum var skárri en Útvarp Saga í Strætisvagninum og kanínurnar í Elliðaárdalnum voru ekki síðri félagsskapur en háværir menntaskólanemar á stöðugum fengitíma. Gangan tók auðvitað langan tíma en ég átti auðveldara með að skipuleggja tíma minn út frá göngunni heldur en út frá strætisvagni sem kom stundum ekki með tilheyrandi fússi og pirringi.Vísir/VilhelmMeð þessu fékk ég annað sjónarhorn á fjarlægðir á höfuðborgarsvæðinu. Er langt úr Garðabæ upp í Breiðholt? Úr Vesturbæ í Hafnarfjörð? Ekki ef þú gengur þessa vegalengd daglega. Sá kostur fylgir líka göngunni fram yfir til dæmis hjólreiðar að þú svitnar ekki nærri því jafn mikið á göngu og þarft því ekki að taka með þér föt til skiptana eða bíða í röð eftir einu litlu sturtunni á vinnustaðnum þínum. Gangan veitir öryggi sem þú finnur ekki með öðrum samgöngumátum. Ég átti eitt sinn bíl í sex mánuði en gafst upp á því eftir að druslan gaf upp öndina í annað sinn á ferð á umferðaþungum gatnamótum á háannatíma. Það er adrenalínupplifun sem ég get vel verið án. Gangan toppar allt. Til að eyða öllum vafa þá hef ég einnig prófað óhefðbundna samgöngumáta en enginn þeirra stenst samanburð. Eitt sinn mætti ég í partý á gönguskíðum eftir að smá fönn lá yfir hverfinu eitt fallegt vetrarkvöld í Garðabænum. En gönguskíðapælingin var andvana fædd því undir lok kvölds var fönnin horfin og ég þurfti að ganga skömmustulegur heim til mín í gönguskíðaklossum. Þá hef ég mætt á knattspyrnuæfingu á hjólaskíðum en þau vöktu svo mikla furðu meðal liðsfélaga minna að ég þurfti þurfti í kjölfarið að berjast hetjulega gegn félagslegri útskúfun. Hjólaskíðabyltingin verður að bíða betri tíma. Hvert sem litið er í samfélaginu erum við Vesturlandabúar að leita að afþreyingu sem veitir okkur hugarró og tímaeyðslu. Sjónvarpsstöðvar í Skandinavíu hafa fikrað sig áfram í sólarhringslöngum Slow-TV útsendingum án þess að nokkur maður hafi beðið um það en undirtektirnar hafa verið stórkostlegar og lágmarks eldunartími matar má ekki vera minni en fimm klukkustundir ef þú ætlar að bjóða vinum í mat því minna mætti kalla skyndibita. Færum þessa samfélagsþróun yfir á samgöngur okkar. Vandamálið er ekki að við erum of lengi á leiðinni í og úr vinnu. Vandamálið er að við erum ekki nógu lengi. Leggjum hjólunum, förgum bílnum og reimum á okkur skóna. Byltingin er hér með hafin. Höfundur er lögfræðingur sem býr og starfar í Danmörku.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun