Bílasagan mín 6. ágúst 2004 00:01 Daníel Hjálmtýsson er 18 ára og keypti sinn fyrsta bíl, Ford Escort blæjubíl árgerð ´84, í fyrrasumar. Síðan þá hefur hann verið að gera hann upp ásamt föður sínum. "Bíllinn var í frekar slæmu standi og útlit hans var ekki upp á marga fiska. Ég hef verið að lagfæra hann og betrumbæta með því að setja á hann hliðar-og afturlista og nýjar felgur og svo hef ég þurft að massa á honum lakkið. Það var ekkert stórvægilegt að vélinni heldur þurfti aðeins að skipta um nokkra hluti, láta stilla hann og þess háttar," segir hann. Daníel segist ekki hafa þurft að kosta miklu til í bílinn því pabbi hans, sem er bifvélavirki, hafi hjálpað honum. "Við erum báðir miklir bílakallar og höfum bara haft gaman af því að dunda í honum. "Ég keypti bílinn, sem var að drabbast niður, á 170 þúsund krónur af kunningja mínum. Við fengum ókeypis samskonar bíl sem var orðinn að hræi en gátum notað úr honum helling af varahlutum. Eftir smá lagfæringar er ég núna kominn með ágætis bíl í hendurnar," segir Daníel, hæstánægður með endurbæturnar á bílnum. "Mig langar bara að benda þeim ungu strákum sem hafa áhuga á bílum og bílaviðgerðum á, að það er miklu skemmtilegra að kaupa svona gamla bíla til að dunda sér við að gera upp heldur en að kaupa nýtt sem ekkert þarf að gera við. Þar að auki er líka gaman að eiga öðruvísi bíl en allir aðrir og í mínu tilviki er algjör undantekning á því að ég sjái eins bíl á götunum," segir hann. Á veturna stundar Daníel nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Sund og telur hann frekar ólíklegt að hann eigi eftir að leggja bílaviðgerðir fyrir sig í framtíðinni. "Ég held ég eigi frekar eftir að hafa þær að áhugamáli en atvinnu en maður veit aldrei," segir hann. halldora@frettabladid.is Bílar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Daníel Hjálmtýsson er 18 ára og keypti sinn fyrsta bíl, Ford Escort blæjubíl árgerð ´84, í fyrrasumar. Síðan þá hefur hann verið að gera hann upp ásamt föður sínum. "Bíllinn var í frekar slæmu standi og útlit hans var ekki upp á marga fiska. Ég hef verið að lagfæra hann og betrumbæta með því að setja á hann hliðar-og afturlista og nýjar felgur og svo hef ég þurft að massa á honum lakkið. Það var ekkert stórvægilegt að vélinni heldur þurfti aðeins að skipta um nokkra hluti, láta stilla hann og þess háttar," segir hann. Daníel segist ekki hafa þurft að kosta miklu til í bílinn því pabbi hans, sem er bifvélavirki, hafi hjálpað honum. "Við erum báðir miklir bílakallar og höfum bara haft gaman af því að dunda í honum. "Ég keypti bílinn, sem var að drabbast niður, á 170 þúsund krónur af kunningja mínum. Við fengum ókeypis samskonar bíl sem var orðinn að hræi en gátum notað úr honum helling af varahlutum. Eftir smá lagfæringar er ég núna kominn með ágætis bíl í hendurnar," segir Daníel, hæstánægður með endurbæturnar á bílnum. "Mig langar bara að benda þeim ungu strákum sem hafa áhuga á bílum og bílaviðgerðum á, að það er miklu skemmtilegra að kaupa svona gamla bíla til að dunda sér við að gera upp heldur en að kaupa nýtt sem ekkert þarf að gera við. Þar að auki er líka gaman að eiga öðruvísi bíl en allir aðrir og í mínu tilviki er algjör undantekning á því að ég sjái eins bíl á götunum," segir hann. Á veturna stundar Daníel nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Sund og telur hann frekar ólíklegt að hann eigi eftir að leggja bílaviðgerðir fyrir sig í framtíðinni. "Ég held ég eigi frekar eftir að hafa þær að áhugamáli en atvinnu en maður veit aldrei," segir hann. halldora@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira