Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum. Innlent 9.11.2025 18:44
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9.11.2025 18:31
Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Innlent 9.11.2025 18:10
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9.11.2025 13:04
„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Innlent 9.11.2025 12:29
Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna hefur gengið vonum framar. Landsmenn virðast margir hafa sópað til sín köllum í kjölfar frétta af niðrandi athugasemdum um húðlit Neyðarkallsins. Síðasti söludagurinn er í dag. Innlent 9.11.2025 12:00
Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu á milli vinstrisins og hægrisins. Þetta segir stjórnmálafræðingur eftir yfirhalningarfund flokksins í gær, þar sem engar breytingar voru kynntar á stefnu flokksins. Hann segir stórsigur í borgarstjórnarkosningum lífsnauðsynlegan fyrir flokkinn. Innlent 9.11.2025 11:41
Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 9.11.2025 11:38
Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Hanna Guðrún Halldórsdóttir segir engan hafa vitað hvað hrjáði hana sem barn. Hún fékk loks greiningu á unglingsaldri en ekki rétta meðferð fyrr en fyrir tíu árum. Þá hafði hún lent á vegg og ekki farið út úr húsi án fylgdar. Hún segist ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum áráttu- og þráhyggjuröskun. Innlent 9.11.2025 11:01
Þriggja stiga skjálfti í Öskju Jarðskjálfti í Öskju að stærðinni 3,5 mældist í Öskju í morun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir á eldstöðinni. Innlent 9.11.2025 11:00
Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. Erlent 9.11.2025 10:08
Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Á ríkislögreglustjóri að segja af sér? Eiga Íslendingar að taka upp evruna? Horfa Bandaríkjamenn fram á efnahagshrun? Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. Innlent 9.11.2025 10:04
Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Veður 9.11.2025 09:34
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. Innlent 9.11.2025 09:11
Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 9.11.2025 09:01
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9.11.2025 07:51
Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. Erlent 9.11.2025 07:37
Réðst á lögreglumann í miðbænum Maður var í gærkvöldi handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fréttir 9.11.2025 07:23
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. Erlent 8.11.2025 23:58
Engin ástæða til að breyta neinu Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Innlent 8.11.2025 23:12
Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast. Innlent 8.11.2025 22:31
Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst útkall á timmta tímanum vegna rútu sem hafði lent utan vegar á Skarðsströnd skammt frá bænum Klifmýri. Innlent 8.11.2025 21:00
Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Minnst sex féllu í eldflauga- og drónaárásum Rússa á orkuinnviði og íbúðarhús í Úkraínu í dag. Erlent 8.11.2025 20:34
Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir gott að geta haft neyslurýmið Ylju opið um helgar í vetur, en fjármagn til þess kemur frá samtökunum sjálfum. Bráðum þarf að finna rýminu nýja staðsetningu, vegna framkvæmda í grenndinni. Innlent 8.11.2025 19:40