Seðlabankinn

Fréttamynd

Verðtryggð krafa á Íslandi orðin töluvert lægri en í Bandaríkjunum

Ávöxtunarkrafan á bandarísku verðtryggðu ríkisskuldabréfi til þriggja ára er orðin um 60 punktum hærri en krafan á íslensku verðtryggðu ríkisbréfi og ef horft er til fimm ára er krafan á svipuðu reiki. Eigi að takast að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum þarf „bálreiðan“ Seðlabanka og að lágmarki 100 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar, að mati skuldabréfamiðlara hjá Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu

Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignamarkaðurinn nálgast frostmark

Á sama tíma og lítið selst vex fjöldi þeirra fasteigna sem er til sölu ört. Núverandi fasteignaverð og vaxtastig hafa því leitt til pattstöðu á fasteignamarkaðnum. Það sem hefur komið í veg fyrir algjört frost á fasteignamarkaðnum undanfarna mánuði er möguleiki kaupenda til að skýla sér fyrir hækkandi greiðslubyrði með því að taka löng verðtryggð lán.

Umræðan
Fréttamynd

Fjár­festar búast við bröttum vaxta­hækkunum á næstunni

Óvænt verðbólgumæling leiddi til þess að ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði umtalsvert í gær. Hækkun kröfunnar gefur til kynna dvínandi trú fjárfesta á að Seðlabankinn nái að koma böndum á verðbólguna en viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði búast við því að Seðlabankinn bregðist við með verulegum vaxtahækkunum á næstunni.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir

Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið fýsi­legur kostur í litlu hag­kerfi

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrmætum tíma sóað í dellukenningar

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun var einkar forvitnilegur. Áhorfendur fengu ýtarleg svör frá seðlabankastjóra um ákvarðanir peningastefnunefndar en upplýsingagildi fundarins fólst ekki síður í því hvernig sumar spurningar afhjúpuðu dellukenningarnar sem hafa hreiðrað um sig á Alþingi.

Klinkið
Fréttamynd

Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið

Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug.

Innherji
Fréttamynd

Í varnarham á opnum fundi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiðslu­miðlun „ó­hag­kvæmari og ó­tryggari“ en á hinum Norður­löndunum

Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.

Innherji
Fréttamynd

Landsbankinn hækkar líka vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkar vexti vegna stýri­vaxta­hækkana Seðla­bankans

Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku.

Neytendur
Fréttamynd

Seðla­banki Ís­lands

Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­gerður tekur sæti Gylfa í peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgerði Pétursdóttur, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 21. febrúar næstomandi. Ásgerður er skipuð til næstu fimm ára. Hún tekur við sæti Gylfa Zoëga sem setið hefur í peningastefnunefnd frá árinu 2009 en hann hefur setið hámarksskipunartíma í nefndinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkandi álag á banka­bréfin „gróf veru­lega“ undan gjald­eyris­markaðinum

Seðlabankastjóri segjast hafa væntingar um að gengi krónunnar hafi náð lágmarki og það muni styrkjast þegar líður á árið. Mikil hækkun vaxtaálags á skuldabréf bankanna í erlendri mynt hafði talsverð neikvæð áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á síðustu mánuðum ársins 2022 en nú er útlit fyrir að sú staða sé að breytast til hins betra.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólga og aðrir uppvakningar

Kerfisumbætur eru á forræði hins opinbera og gætu lagt lóð á vogarskálarnar til að ná tökum á verðbólgunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins. Markmið nýrrar framboðsstefnu beinist að því að sameina hina hefðbundnu áherslu á að draga úr hömlum á atvinnulífinu, en leggja á sama tíma kraft í félagslega þætti vinnumarkaðarins til að efla atvinnu og atvinnuöryggi.

Umræðan
Fréttamynd

Aðal­­hag­­fræð­­ing­­ur Ari­­on: Seðl­­a­b­ank­­a­­stjór­­i tap­­að­­i mikl­um trú­v­erð­­ug­­leik­­a

Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.

Innherji