Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 12:24 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Hægt sé að velja milli þess að vera með kerfi þar sem nafnlaun hækka hóflega, með svipuðum hætti og í öðrum þjóðum, og þá getum verið með lága vexti. Eða hafa kerfi þar sem það eru miklar launahækkanir og sömuleiðis háa vexti. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ásgeir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásgeir sagðist hafa áhyggjur af því að háir vextir fari að koma meira niður á þjóðinni á komandi mánuðum Þörf sé á meiri samstöðu og trausti í íslensku samfélagi. Ásgeir segir að ef launafólk samþykki launahækkanir sem séu minni en verðbólga sé það í raun launaminnkun. Þá verði fólk að geta vænst þess að verðbólgan sé að ganga niður. Að atvinnurekendur svari ekki launahækkunum með því að færa þær inn í verðlagið. „Af þeim ástæðum hefur ég í þau þrettán skipti sem við höfum hækkað vexti, talað um þjóðarsátt,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagðist skilja að fólk væri lítið tilbúið til að semja um lækkun raunlauna, því væri þetta ekki hægt nema allir væru í sama báti og það ríkti sæmilegt traust og agi meðal atvinnurekanda varðandi það að halda aftur af verðhækkunum. „Um leið og verðbólgan fer niður, þá mun Seðlabankinn lækka vexti,“ sagði Ásgeir meðal annars í þættinum. Hann sagði að líka þyrfti sátt um að reyna að tryggja að þeir tekjulægstu yrðu ekki illa úti vegna verðbólgu og vaxtahækkun. Seðlabankinn hefði ekki tæki til þess heldur virkuðu þau jafnt yfir alla. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns og Ásgeirs í spilaranum hér að neðan. Ásgeir tók fram að það yrði að horfast í augu við það að allir þyrftu að taka ábyrgð. Seðlabankinn og hann sjálfur myndu gera það varðandi það sem að þeim kæmi. „Við hefðum ekkert þurft að hækka vexti svona hátt,“ sagði Ásgeir. „Ef við hefðum unnið betur saman.“ Hann sagði þjóðinni vera að fjölga mjög hratt og fjölgunin væri eiginlega fordæmalaus. Það setti þrýsting á margt í íslensku samfélagi. Þar á meðal væri húsnæðismarkaðurinn, leikskólar og aðrir skólar, það vantaði skóla og kennara og sagði hann þrýsting vera á mörgu öðru. „Vaxtahækkanir eru ekkert sérstaklega gott meðal við þessu öllu saman,“ sagði Ásgeir. Kristján greip þá inni í og spurði hvort vaxtahækkanir væru í rauninni eina meðalið í boði. Hann sæi ekki betur en það væri eina tólið sem verið væri að beita og markmiðið með vaxtahækkunum væri að kæfa fasteignamarkaðinn. Ásgeir sagðist vilja gefa aðilum vinnumarkaðarins og ríkisstjórninni tíma til að bregðast við. Seðlabankinn hefði meiri valdheimildir og gæti sett efnahagslífið í niðursveiflu. Það væri hins vegar ekki æskilegt. „Ég á engan annan kost en þann, sem seðlabankastjóri og með þá ábyrgð sem ég er með, að undirbúa þjóðina og bankann að við þurfum að fara inn í þann tíma að það verði ekki þessi sátt. Að það verði áfram höfrungahlaup, verkföll og svo framvegis. Þá eru verðtryggð lán að koma aftur,“ sagði Ásgeir. Hann sagði verið væri að leggja línurnar fyrir bankana að þar eigi að bregðast við of hárri greiðslubyrði. Fólk þurfi að gera það einnig. Fari allt á versta veg, verði fólk að vera undirbúið. Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Hægt sé að velja milli þess að vera með kerfi þar sem nafnlaun hækka hóflega, með svipuðum hætti og í öðrum þjóðum, og þá getum verið með lága vexti. Eða hafa kerfi þar sem það eru miklar launahækkanir og sömuleiðis háa vexti. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ásgeir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásgeir sagðist hafa áhyggjur af því að háir vextir fari að koma meira niður á þjóðinni á komandi mánuðum Þörf sé á meiri samstöðu og trausti í íslensku samfélagi. Ásgeir segir að ef launafólk samþykki launahækkanir sem séu minni en verðbólga sé það í raun launaminnkun. Þá verði fólk að geta vænst þess að verðbólgan sé að ganga niður. Að atvinnurekendur svari ekki launahækkunum með því að færa þær inn í verðlagið. „Af þeim ástæðum hefur ég í þau þrettán skipti sem við höfum hækkað vexti, talað um þjóðarsátt,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagðist skilja að fólk væri lítið tilbúið til að semja um lækkun raunlauna, því væri þetta ekki hægt nema allir væru í sama báti og það ríkti sæmilegt traust og agi meðal atvinnurekanda varðandi það að halda aftur af verðhækkunum. „Um leið og verðbólgan fer niður, þá mun Seðlabankinn lækka vexti,“ sagði Ásgeir meðal annars í þættinum. Hann sagði að líka þyrfti sátt um að reyna að tryggja að þeir tekjulægstu yrðu ekki illa úti vegna verðbólgu og vaxtahækkun. Seðlabankinn hefði ekki tæki til þess heldur virkuðu þau jafnt yfir alla. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns og Ásgeirs í spilaranum hér að neðan. Ásgeir tók fram að það yrði að horfast í augu við það að allir þyrftu að taka ábyrgð. Seðlabankinn og hann sjálfur myndu gera það varðandi það sem að þeim kæmi. „Við hefðum ekkert þurft að hækka vexti svona hátt,“ sagði Ásgeir. „Ef við hefðum unnið betur saman.“ Hann sagði þjóðinni vera að fjölga mjög hratt og fjölgunin væri eiginlega fordæmalaus. Það setti þrýsting á margt í íslensku samfélagi. Þar á meðal væri húsnæðismarkaðurinn, leikskólar og aðrir skólar, það vantaði skóla og kennara og sagði hann þrýsting vera á mörgu öðru. „Vaxtahækkanir eru ekkert sérstaklega gott meðal við þessu öllu saman,“ sagði Ásgeir. Kristján greip þá inni í og spurði hvort vaxtahækkanir væru í rauninni eina meðalið í boði. Hann sæi ekki betur en það væri eina tólið sem verið væri að beita og markmiðið með vaxtahækkunum væri að kæfa fasteignamarkaðinn. Ásgeir sagðist vilja gefa aðilum vinnumarkaðarins og ríkisstjórninni tíma til að bregðast við. Seðlabankinn hefði meiri valdheimildir og gæti sett efnahagslífið í niðursveiflu. Það væri hins vegar ekki æskilegt. „Ég á engan annan kost en þann, sem seðlabankastjóri og með þá ábyrgð sem ég er með, að undirbúa þjóðina og bankann að við þurfum að fara inn í þann tíma að það verði ekki þessi sátt. Að það verði áfram höfrungahlaup, verkföll og svo framvegis. Þá eru verðtryggð lán að koma aftur,“ sagði Ásgeir. Hann sagði verið væri að leggja línurnar fyrir bankana að þar eigi að bregðast við of hárri greiðslubyrði. Fólk þurfi að gera það einnig. Fari allt á versta veg, verði fólk að vera undirbúið.
Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira