Aðgerðir sem bitna á láglaunafólki Lenya Rún Taha Karim skrifar 1. júní 2023 14:31 Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra. Við tökum litlu sigrunum. Hins vegar er ástandið sem blasir við á húsnæðismarkaðnum ekki að skána. Húsnæðisverð er vissulega að hækka sem skilar sér vel á pappír fyrir þau sem eiga íbúðir og hyggjast endurfjármagna lánin sín. Það er hins vegar annað mál hvað þau gera ef þau ákveða að selja eignina sína og raungera ágóðann þar sem allt annað húsnæði hefur þá hækkað sömuleiðis og umræddur ágóði núllast út frekar hratt. Einnig er vert að nefna að fasteignamat er notað sem stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir hér á landi, sem þýðir einfaldlega að með hærra fasteignamati fylgir hærri fasteignaskattur. Ástandið á húsnæðismarkaðnum Til að byrja með, þykir mér varhugavert að ríkisstjórnin sé ekki að grípa til neinna markvissra aðgerða til að ná tökum á ástandinu á húsnæðismarkaðnum. Það verður því sífellt erfiðara að safna sér fyrir fyrstu útborguninni og dvölin á leigumarkaði, þar sem leigan hækkar með hverju nýju fasteignamati, lengist bara og lengist. Ekki bætir síðan úr skák að Seðlabankinn hækki stýrivexti og hafi ákveðið að þrengja frekar að fyrstu kaupendum með því að krefja þá um 15% af kaupverði eignar í útborgun, í stað 10% áður. Loks er vert að nefna hertari skilyrði greiðslumats, sem gerir kröfu um hærri tekjur til að taka jafn hátt lán á sömu kjörum og voru í boði fyrir þessa breytingu. Þetta á auðvitað að kæla fasteignamarkaðinn, en fyrir fjölmörgum þjóðfélagshópum var fasteignamarkaðurinn þegar í frosti. Hvort sem það eru fyrstu kaupendur, námsmenn eða lágtekjufólk þá hafa stórir hópar fólks orðið úti. Ég þarf ekki að fara út í smáatriðin um vítahringinn sem skapast þegar menn festast á almennum leigumarkaði í tíma og ótíma en ég skal segja eitt: Staðan er alvarleg. Bæði fyrir fólk sem hafði tök á því að kaupa sér íbúð áður en markaðurinn rauk upp, enda hefur greiðslubyrðin á venjulegum lánum aukist um tvöfalt frá því lánin voru sem lægst, þ.e. í mars 2021, og annars vegar fyrir fólk sem er fast á leigumarkaði því það hefur einfaldlega ekki tök á því að ganga að skilyrðunum sem eru sett fyrir greiðslumati. Lausnir? En hvernig ætlar ríkisstjórnin að leysa þennan gífurlega húsnæðisvanda? Það er almennt mjög óljóst. Við þurfum að byggja mjög margar íbúðir á næstunni til þess að mæta eftirspurn, og eins og við vitum vel er verðbólga að miklu leyti drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði – ýmsar greiningar hagfræðinga hafa sýnt fram á þetta trekk í trekk. Það er hægt að leysa verðbólgu á tvo vegu: annars vegar með því að framleiða meira af varningi eða hins vegar með því að minnka eftirspurn fyrir varningi. Nú eru stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans miðaðar að því að takmarka lánaframboð, gera fólki erfiðara fyrir með að fá lán fyrir íbúð, en er það nóg? Hvar lenda stýrivextir? Til að byrja með er verðbólgan búin að lenda á fólki með verðtryggð lán. Þegar stýrivextir eru hækkaðir lendir sú hækkun á lánum fólks með breytilega vexti - og í þessu tilfelli er hækkun á stýrivöxtum viðbrögð við verðbólgu þannig að það má í raun segja að lán á breytilegum vöxtum séu ekkert annað en verðtryggð lán, þegar allt kemur til alls, bara með aðeins meiri fínstillingum. Stýrivaxtaaðgerðir snúa að eftirspurnarhliðinni – en aukin uppbygging á húsnæðismarkaði er hin hliðin, og það er sú hlið sem hefur verið vanrækt síðasta áratug, ef ekki lengur aftur í tímann. Að lokum þá er nauðsynlegt að nefna að þessi húsnæðisvandi hefur orðið til undir forystu þriggja flokka sem hafa ekki gripið til neinna markvissa aðgerða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Núverandi ástand sem blasir við ungu fólki, fyrstu kaupendum og lágtekjufólki er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra. Við tökum litlu sigrunum. Hins vegar er ástandið sem blasir við á húsnæðismarkaðnum ekki að skána. Húsnæðisverð er vissulega að hækka sem skilar sér vel á pappír fyrir þau sem eiga íbúðir og hyggjast endurfjármagna lánin sín. Það er hins vegar annað mál hvað þau gera ef þau ákveða að selja eignina sína og raungera ágóðann þar sem allt annað húsnæði hefur þá hækkað sömuleiðis og umræddur ágóði núllast út frekar hratt. Einnig er vert að nefna að fasteignamat er notað sem stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir hér á landi, sem þýðir einfaldlega að með hærra fasteignamati fylgir hærri fasteignaskattur. Ástandið á húsnæðismarkaðnum Til að byrja með, þykir mér varhugavert að ríkisstjórnin sé ekki að grípa til neinna markvissra aðgerða til að ná tökum á ástandinu á húsnæðismarkaðnum. Það verður því sífellt erfiðara að safna sér fyrir fyrstu útborguninni og dvölin á leigumarkaði, þar sem leigan hækkar með hverju nýju fasteignamati, lengist bara og lengist. Ekki bætir síðan úr skák að Seðlabankinn hækki stýrivexti og hafi ákveðið að þrengja frekar að fyrstu kaupendum með því að krefja þá um 15% af kaupverði eignar í útborgun, í stað 10% áður. Loks er vert að nefna hertari skilyrði greiðslumats, sem gerir kröfu um hærri tekjur til að taka jafn hátt lán á sömu kjörum og voru í boði fyrir þessa breytingu. Þetta á auðvitað að kæla fasteignamarkaðinn, en fyrir fjölmörgum þjóðfélagshópum var fasteignamarkaðurinn þegar í frosti. Hvort sem það eru fyrstu kaupendur, námsmenn eða lágtekjufólk þá hafa stórir hópar fólks orðið úti. Ég þarf ekki að fara út í smáatriðin um vítahringinn sem skapast þegar menn festast á almennum leigumarkaði í tíma og ótíma en ég skal segja eitt: Staðan er alvarleg. Bæði fyrir fólk sem hafði tök á því að kaupa sér íbúð áður en markaðurinn rauk upp, enda hefur greiðslubyrðin á venjulegum lánum aukist um tvöfalt frá því lánin voru sem lægst, þ.e. í mars 2021, og annars vegar fyrir fólk sem er fast á leigumarkaði því það hefur einfaldlega ekki tök á því að ganga að skilyrðunum sem eru sett fyrir greiðslumati. Lausnir? En hvernig ætlar ríkisstjórnin að leysa þennan gífurlega húsnæðisvanda? Það er almennt mjög óljóst. Við þurfum að byggja mjög margar íbúðir á næstunni til þess að mæta eftirspurn, og eins og við vitum vel er verðbólga að miklu leyti drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði – ýmsar greiningar hagfræðinga hafa sýnt fram á þetta trekk í trekk. Það er hægt að leysa verðbólgu á tvo vegu: annars vegar með því að framleiða meira af varningi eða hins vegar með því að minnka eftirspurn fyrir varningi. Nú eru stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans miðaðar að því að takmarka lánaframboð, gera fólki erfiðara fyrir með að fá lán fyrir íbúð, en er það nóg? Hvar lenda stýrivextir? Til að byrja með er verðbólgan búin að lenda á fólki með verðtryggð lán. Þegar stýrivextir eru hækkaðir lendir sú hækkun á lánum fólks með breytilega vexti - og í þessu tilfelli er hækkun á stýrivöxtum viðbrögð við verðbólgu þannig að það má í raun segja að lán á breytilegum vöxtum séu ekkert annað en verðtryggð lán, þegar allt kemur til alls, bara með aðeins meiri fínstillingum. Stýrivaxtaaðgerðir snúa að eftirspurnarhliðinni – en aukin uppbygging á húsnæðismarkaði er hin hliðin, og það er sú hlið sem hefur verið vanrækt síðasta áratug, ef ekki lengur aftur í tímann. Að lokum þá er nauðsynlegt að nefna að þessi húsnæðisvandi hefur orðið til undir forystu þriggja flokka sem hafa ekki gripið til neinna markvissa aðgerða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Núverandi ástand sem blasir við ungu fólki, fyrstu kaupendum og lágtekjufólki er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun