Þetta er ekki hjálplegt, Ásgeir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 9. júní 2023 08:30 „Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa undir kjarasamninga og hækka verðið daginn eftir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni. Þessum ummælum fagnaði BHM, enda höfum við lengi kallað eftir því að forystufólk peningastefnunnar tali um ábyrgð fyrirtækjanna á verðlagi. Líkt og Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu hefur gert og Andrew Bailey hjá Seðlabanka Bretlands. „Hrós til Seðlabankans “ hétu enda fyrstu drög þessarar greinar. Titlinum var hins vegar snarlega breytt eftir útspil seðlabankastjóra í viðtali í Morgunblaðinu í vikunni. Þar sneri hann hraustlega við blaðinu og varpaði ábyrgðinni á verðbólgunni nær alfarið á verkalýðshreyfinguna. Hreyfingu sem hann virðist telja óábyrga og vinna gegn hagsmunum almennings. Málflutningur af þessu tagi drepur á dreif allri málefnanlegri umfjöllun um flókið samspil efnahags- og kjaramála, sérstaklega í ljósi þess hver talar. Þar að auki bera ummælin vott um vanvirðingu gagnvart því góða fólki sem starfar hjá verkalýðshreyfingunni. Það er ekki hjálplegt, hvorki fyrir Seðlabankann né hagkerfið í heild sinni. Óbærilegar einfaldanir um verðmyndun og vexti Úr viðtali við Seðlabankastjóra: „Fólk spyr: Af hverju eru stýrivextir á Íslandi hærri en annars staðar? Þá þarf að spyrja á móti: Af hverju eru laun á Íslandi að hækka helmingi meira en annars staðar? Það eru tengsl þarna á milli. Vextir á Íslandi eru helmingi hærri en annars staðar vegna þess að nafnlaunahækkanir eru helmingi meiri en annars staðar. Þetta er ekkert flókið.“… Og þú heldur að þau skilji þetta núna (verkalýðshreyfingin)? „Ég á von á því.“ Þessi einföldun á samhengi verðmyndunar og vaxta vekur furðu og er um margt óbærileg. Launahækkanir eru vissulega líklegar til að rata í verðlag á tímum framleiðsluspennu og hárra verðbólguvæntinga. Um það er engum blöðum að fletta. Seðlabankastjóri skautar hér hins vegar fram hjá þeirri staðreynd að verðbólguþrýstingur undanfarið hefur að miklu leyti verið drifinn áfram af innfluttri verðbólgu, auknu peningamagni í umferð, vaxtalækkunum, sparnaði í kjölfar heimsfaraldurs og ósjálfbærum margföldum hagvexti á við önnur lönd. Verðbólgan hefur einnig verið hagnaðardrifin. Þessi verðbólguþrýstingur hefur myndast nær óháð niðurstöðum kjarasamninga. Launahækkanir þær sem samið var um á liðnum vetri voru að mestu viðbragð við miklum hagvexti. Laun hafa þá almennt hækkað meira hér á landi síðasta áratug vegna þess að hér hefur hagvöxtur verið meiri en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Þetta veit seðlabankastjóri og einnig að launahækkanir leika minna hlutverk í verðlagsþróun og vaxtahækkunum nú um stundir en hann lætur í veðri vaka. Í raun virðist sem launahækkanirnar séu ekki sérlega íþyngjandi fyrir fyrirtækin hvað sem verðákvörðunum líður. Verðmætasköpun á vinnustund jókst um 8% milli fyrsta ársfjórðungs áranna 2022 og 2023, nokkurn veginn í takt við hækkun launavísitölunnar. Stöðugleikinn og verkalýðshreyfingin Verkalýðshreyfingin og metþátttaka launafólks í verkalýðsfélögum varð ekki til í tómarúmi heldur er hún að miklu leyti afleiðing af óstöðugu auðlindadrifnu hagkerfi. Það er ómálefnanlegt af seðlabankastjóra að tala eins og óstöðugleikann megi rekja til skammsýnnar verkalýðshreyfingar og fákunnandi forystufólks hennar. Ísland er lítið, opið hagkerfi sem er óstöðugt í eðli sínu. Hagkerfið hefur takmarkaða framleiðslugetu og er mjög háð innflutningsverðlagi, gengissveiflum og samspili framboðs og eftirspurnar á heimsvísu. Tíðar og djúpar hagsveiflur ráðast mest af afkomu einhæfra og fárra auðlindadrifinna útflutningsatvinnuvega. Verðstýringar, tollar og önnur ríkisafskipti eru iðulega meiri í litlum hagkerfum en stórum. Þetta magnar alla jafna upp verðsveiflur. Þessu þarf að halda til haga í allri umræðu um stöðugleika og ábyrgð á verðlagi. Tökum vandmeðfarin samtöl á sameiginlegum vettvangi Innan árs munu rúmlega hundrað stéttarfélög innan og utan heildarsamtaka launafólks ganga til samninga. Viðmið samningsaðila um svigrúm verður fyrst og fremst hagvaxtarspáin, verðbólgustig og verðbólguvæntingar. Markmiðið launafólks verður það sama og áður, að fanga réttmætan hlut í hagvextinum og tryggja raunlaunahækkanir. Ekkert viðmið hefur verið sett um 2,5% launahækkanir, hvað sem skoðunum seðlabankastjóra líður. Sameiginleg markmið aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og Seðlabanka verða vonandi kjarasamningsviðræður sem byggja á trausti og málefnalegum skoðanaskiptum. Það er ekki hjálplegt þegar seðlabankastjóri ruglar umræðuna með óvarlegum fullyrðingum eins og hann hefur nú gert. Vandmeðfarin samtöl sem eiga heima á sameiginlegum vettvangi en ekki í fjölmiðlum. Tölum endilega opinskátt um framleiðni, laun, verðbólgu og svigrúm, en hlífum almenningi við hálfkveðnum vísum, neikvæðni og bölsýni. Nóg er um slíkt í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
„Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa undir kjarasamninga og hækka verðið daginn eftir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni. Þessum ummælum fagnaði BHM, enda höfum við lengi kallað eftir því að forystufólk peningastefnunnar tali um ábyrgð fyrirtækjanna á verðlagi. Líkt og Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu hefur gert og Andrew Bailey hjá Seðlabanka Bretlands. „Hrós til Seðlabankans “ hétu enda fyrstu drög þessarar greinar. Titlinum var hins vegar snarlega breytt eftir útspil seðlabankastjóra í viðtali í Morgunblaðinu í vikunni. Þar sneri hann hraustlega við blaðinu og varpaði ábyrgðinni á verðbólgunni nær alfarið á verkalýðshreyfinguna. Hreyfingu sem hann virðist telja óábyrga og vinna gegn hagsmunum almennings. Málflutningur af þessu tagi drepur á dreif allri málefnanlegri umfjöllun um flókið samspil efnahags- og kjaramála, sérstaklega í ljósi þess hver talar. Þar að auki bera ummælin vott um vanvirðingu gagnvart því góða fólki sem starfar hjá verkalýðshreyfingunni. Það er ekki hjálplegt, hvorki fyrir Seðlabankann né hagkerfið í heild sinni. Óbærilegar einfaldanir um verðmyndun og vexti Úr viðtali við Seðlabankastjóra: „Fólk spyr: Af hverju eru stýrivextir á Íslandi hærri en annars staðar? Þá þarf að spyrja á móti: Af hverju eru laun á Íslandi að hækka helmingi meira en annars staðar? Það eru tengsl þarna á milli. Vextir á Íslandi eru helmingi hærri en annars staðar vegna þess að nafnlaunahækkanir eru helmingi meiri en annars staðar. Þetta er ekkert flókið.“… Og þú heldur að þau skilji þetta núna (verkalýðshreyfingin)? „Ég á von á því.“ Þessi einföldun á samhengi verðmyndunar og vaxta vekur furðu og er um margt óbærileg. Launahækkanir eru vissulega líklegar til að rata í verðlag á tímum framleiðsluspennu og hárra verðbólguvæntinga. Um það er engum blöðum að fletta. Seðlabankastjóri skautar hér hins vegar fram hjá þeirri staðreynd að verðbólguþrýstingur undanfarið hefur að miklu leyti verið drifinn áfram af innfluttri verðbólgu, auknu peningamagni í umferð, vaxtalækkunum, sparnaði í kjölfar heimsfaraldurs og ósjálfbærum margföldum hagvexti á við önnur lönd. Verðbólgan hefur einnig verið hagnaðardrifin. Þessi verðbólguþrýstingur hefur myndast nær óháð niðurstöðum kjarasamninga. Launahækkanir þær sem samið var um á liðnum vetri voru að mestu viðbragð við miklum hagvexti. Laun hafa þá almennt hækkað meira hér á landi síðasta áratug vegna þess að hér hefur hagvöxtur verið meiri en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Þetta veit seðlabankastjóri og einnig að launahækkanir leika minna hlutverk í verðlagsþróun og vaxtahækkunum nú um stundir en hann lætur í veðri vaka. Í raun virðist sem launahækkanirnar séu ekki sérlega íþyngjandi fyrir fyrirtækin hvað sem verðákvörðunum líður. Verðmætasköpun á vinnustund jókst um 8% milli fyrsta ársfjórðungs áranna 2022 og 2023, nokkurn veginn í takt við hækkun launavísitölunnar. Stöðugleikinn og verkalýðshreyfingin Verkalýðshreyfingin og metþátttaka launafólks í verkalýðsfélögum varð ekki til í tómarúmi heldur er hún að miklu leyti afleiðing af óstöðugu auðlindadrifnu hagkerfi. Það er ómálefnanlegt af seðlabankastjóra að tala eins og óstöðugleikann megi rekja til skammsýnnar verkalýðshreyfingar og fákunnandi forystufólks hennar. Ísland er lítið, opið hagkerfi sem er óstöðugt í eðli sínu. Hagkerfið hefur takmarkaða framleiðslugetu og er mjög háð innflutningsverðlagi, gengissveiflum og samspili framboðs og eftirspurnar á heimsvísu. Tíðar og djúpar hagsveiflur ráðast mest af afkomu einhæfra og fárra auðlindadrifinna útflutningsatvinnuvega. Verðstýringar, tollar og önnur ríkisafskipti eru iðulega meiri í litlum hagkerfum en stórum. Þetta magnar alla jafna upp verðsveiflur. Þessu þarf að halda til haga í allri umræðu um stöðugleika og ábyrgð á verðlagi. Tökum vandmeðfarin samtöl á sameiginlegum vettvangi Innan árs munu rúmlega hundrað stéttarfélög innan og utan heildarsamtaka launafólks ganga til samninga. Viðmið samningsaðila um svigrúm verður fyrst og fremst hagvaxtarspáin, verðbólgustig og verðbólguvæntingar. Markmiðið launafólks verður það sama og áður, að fanga réttmætan hlut í hagvextinum og tryggja raunlaunahækkanir. Ekkert viðmið hefur verið sett um 2,5% launahækkanir, hvað sem skoðunum seðlabankastjóra líður. Sameiginleg markmið aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og Seðlabanka verða vonandi kjarasamningsviðræður sem byggja á trausti og málefnalegum skoðanaskiptum. Það er ekki hjálplegt þegar seðlabankastjóri ruglar umræðuna með óvarlegum fullyrðingum eins og hann hefur nú gert. Vandmeðfarin samtöl sem eiga heima á sameiginlegum vettvangi en ekki í fjölmiðlum. Tölum endilega opinskátt um framleiðni, laun, verðbólgu og svigrúm, en hlífum almenningi við hálfkveðnum vísum, neikvæðni og bölsýni. Nóg er um slíkt í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar