Innlent

Breki Atla­son gefur kost á sér á lista Mið­flokksins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Breki Atlason hefur setið í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Breki Atlason hefur setið í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins. Aðsend

Breki Atlason ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu að hann hafi tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram hvaða sæti hann sækist eftir.

Í tilkynningunni segist Breki hafa setið í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins og þannig fengið mikla reynslu af félagsstarfi auk þess að hafa tekið þátt í nokkrum kosningabaráttum. Hann hefur undanfarin misseri sinnt alþjóðamálum fyrir flokkinn.

Breki telur brýnast að taka á húsnæðismálum í Reykjavík. Aðgerðarleysi stjórnvalda í málaflokknum bitni einna helst á ungu fólki.

„Reykjavíkurborg er stöðugt að bregðast við afleiðingum slæmra ákvarðana, í stað þess að byggja upp borg sem virkar fyrir næstu kynslóðir, ungt fólk og ungar fjölskyldur,“ segir Breki í tilkynningu sinni.

Sömuleiðis segist hann vilja létta á regluverki og búa til betra umhverfi fyrir frumkvöðla í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×