Innlent

Skjálfti fannst í Hvera­gerði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skjálftinn reið yfir um níuleytið.
Skjálftinn reið yfir um níuleytið. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti fannst vel í Hveragerði og sveitinni í kring enda varð hann nánast innan bæjarmarkanna.

Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni var skjálftinn á bilinu 1,2 til 1,5 stiga.

Skjálftinn reið yfir um klukkan níu í kvöld en var ekki sérlega stór.

Það sem er þó athyglisvert er að skjálftinn átti upptök sín rétt norðnorðaustur af sundlauginni á Laugarskarði og fannst því vel í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×