Erlent

Davos-vaktin: Trump bakkar

Samúel Karl Ólason, Rafn Ágúst Ragnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa
Trump fer yfir málin í ræðu sinni í Davos.
Trump fer yfir málin í ræðu sinni í Davos. AP/Evan Vucci

Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fal­lega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 

Fjölmargir þjóðarleiðtogar eru staddir á árlegu ráðstefnunni sem fram fer í Davos í Sviss. Ræða Trumps var flutt í skugga tollahótana hans gegn Evrópuríkjum sem hafa sýnt samstöðu með Grænlandi og Danmörku í deilunni við Bandaríkin. 

Í kvöld tilkynnti Trump svo að fallið yrði frá því að leggja á refsitollana í kjölfar góðs fundar hans með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá boðaði hann að sátt væri í sjónmáli og að frekari fregnir væru væntanlegar eftir því sem viðræðum vindur fram.  

Vísir hefur fylgst með nýjustu vendingum í Davos í dag og má sjá allt það helsta í vaktinni hér fyrir neðan. 

Ræðu Trumps í Davos má sjá í spilaranum og birtist vaktin þar fyrir neðan.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×