Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2026 09:12 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland í mars í fyrra. AP/Jim Watson Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Í viðtalinu við Fox ræðir Vance vendingar undanfarinna daga og reynir að rökstyðja aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þá var einnig vikið að Grænlandi í viðtalinu og Vance var spurður um áform Bandaríkjanna þar. „Forsetinn mun taka endanlega ákvörðun um það,“ svaraði Vance, spurður hversu langt bandarísk stjórnvöld væru tilbúin að ganga í þeim efnum. Hann endurtók sömu tugguna um að Grænland væri nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna, og raunar alls heimsins. Rökstyður öryggishlutverkið en ekki nauðsyn yfirráða á Grænlandi Fólk þurfi að mati Vance að átta sig á því að til að tryggja varnarinnviði gegn skotflaugaárásum þurfi að reiða sig á Grænland. „Guð forði okkur frá því, en ef Rússar, Kínverjar eða einhverjir myndu senda kjarnorkusprengju í átt að okkar heimsálfu eða Evrópu, þá gegnir Grænland lykilhlutverki í vörnum gegn því. Svo maður spyr sig, hefur Evrópa og hafa Danir staðið sig almennilega í því að tryggja öryggi Grænlands og sjá til þess að það geti haldið áfram að gegna þessu öryggishlutverki fyrir heiminn og gegn loftárásum, þá er svarið nei. Þau hafa ekki gert það,“ sagði Vance. Þótt það sé ekkert nýtt að Bandaríkin ásælist Grænland, þá hafa aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina sett ítrekuð ummæli Bandaríkjastjórnar þar um í nokkuð annað og samhengi, sem vakið hefur nokkurn ugg bæði Dana og Grænlendinga líkt og rakið var í kvöldfréttum Sýnar í gær. Vance fullyrðir um leið í viðtalinu við Fox að Danir hafi vanfjármagnað varnir Grænlands og hafi ekki staðið sig vel í að verja landið sjálft. Hann rökstyður þó ekki í viðtalinu hvers vegna það skipti máli að Bandaríkin fari sjálf með yfirráð á Grænlandi til að tryggja varnir þess. Dönsk stjórnvöld hafa verið bæði viljug og opin fyrir því að Bandaríkin auki umsvif sín á Grænlandi, í samstarfi við yfirvöld ríkjanna væri þess óskað, en innan varnarsamnings ríkjanna rúmast nokkuð víðtækar heimildir Bandaríkjamanna til hernaðaruppbyggingar á Grænlandi, líkt og New York Times fjallar til að mynda um í dag. „Gáfuleg hegðun“ fyrir 25 árum komi ekki í veg fyrir „eitthvað heimskulegt“ nú Vance aftur á móti segir Dani vera fasta í fortíðinni. Þeir segist hafa verið góðir bandamenn Bandaríkjanna í gegnum tíðina og hafi stutt þá meðal annars í síðari heimsstyrjöldinni og í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Og við erum þakklát fyrir það, við elskum að eiga þessa bandamenn að. En þótt þú hafir gert eitthvað gáfulegt fyrir 25 árum þá er ekki þar með sagt að þú gerir ekki eitthvað heimskulegt núna. Og forseti Bandaríkjanna er að segja mjög skýrt: „Þið eruð ekki að standa ykkur vel hvað varðar Grænland. Við ætlum að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.“ Og ég held að forsetinn sé tilbúinn að ganga eins langt og nauðsynlegt er til að tryggja að svo verði,“ sagði Vance. Bandaríkin Grænland Danmörk Öryggis- og varnarmál Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Í viðtalinu við Fox ræðir Vance vendingar undanfarinna daga og reynir að rökstyðja aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þá var einnig vikið að Grænlandi í viðtalinu og Vance var spurður um áform Bandaríkjanna þar. „Forsetinn mun taka endanlega ákvörðun um það,“ svaraði Vance, spurður hversu langt bandarísk stjórnvöld væru tilbúin að ganga í þeim efnum. Hann endurtók sömu tugguna um að Grænland væri nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna, og raunar alls heimsins. Rökstyður öryggishlutverkið en ekki nauðsyn yfirráða á Grænlandi Fólk þurfi að mati Vance að átta sig á því að til að tryggja varnarinnviði gegn skotflaugaárásum þurfi að reiða sig á Grænland. „Guð forði okkur frá því, en ef Rússar, Kínverjar eða einhverjir myndu senda kjarnorkusprengju í átt að okkar heimsálfu eða Evrópu, þá gegnir Grænland lykilhlutverki í vörnum gegn því. Svo maður spyr sig, hefur Evrópa og hafa Danir staðið sig almennilega í því að tryggja öryggi Grænlands og sjá til þess að það geti haldið áfram að gegna þessu öryggishlutverki fyrir heiminn og gegn loftárásum, þá er svarið nei. Þau hafa ekki gert það,“ sagði Vance. Þótt það sé ekkert nýtt að Bandaríkin ásælist Grænland, þá hafa aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina sett ítrekuð ummæli Bandaríkjastjórnar þar um í nokkuð annað og samhengi, sem vakið hefur nokkurn ugg bæði Dana og Grænlendinga líkt og rakið var í kvöldfréttum Sýnar í gær. Vance fullyrðir um leið í viðtalinu við Fox að Danir hafi vanfjármagnað varnir Grænlands og hafi ekki staðið sig vel í að verja landið sjálft. Hann rökstyður þó ekki í viðtalinu hvers vegna það skipti máli að Bandaríkin fari sjálf með yfirráð á Grænlandi til að tryggja varnir þess. Dönsk stjórnvöld hafa verið bæði viljug og opin fyrir því að Bandaríkin auki umsvif sín á Grænlandi, í samstarfi við yfirvöld ríkjanna væri þess óskað, en innan varnarsamnings ríkjanna rúmast nokkuð víðtækar heimildir Bandaríkjamanna til hernaðaruppbyggingar á Grænlandi, líkt og New York Times fjallar til að mynda um í dag. „Gáfuleg hegðun“ fyrir 25 árum komi ekki í veg fyrir „eitthvað heimskulegt“ nú Vance aftur á móti segir Dani vera fasta í fortíðinni. Þeir segist hafa verið góðir bandamenn Bandaríkjanna í gegnum tíðina og hafi stutt þá meðal annars í síðari heimsstyrjöldinni og í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Og við erum þakklát fyrir það, við elskum að eiga þessa bandamenn að. En þótt þú hafir gert eitthvað gáfulegt fyrir 25 árum þá er ekki þar með sagt að þú gerir ekki eitthvað heimskulegt núna. Og forseti Bandaríkjanna er að segja mjög skýrt: „Þið eruð ekki að standa ykkur vel hvað varðar Grænland. Við ætlum að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.“ Og ég held að forsetinn sé tilbúinn að ganga eins langt og nauðsynlegt er til að tryggja að svo verði,“ sagði Vance.
Bandaríkin Grænland Danmörk Öryggis- og varnarmál Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira