Erlent

Veikindi geim­fara gætu flýtt heim­för á­hafnar geimstöðvar

Kjartan Kjartansson skrifar
Bandarísku geimfararnir Mike Fincke (t.v.) og Zena Cardman (t.h.) áttu að fara í rúmlega sex tíma geimgöngu í dag en hún var slegin af vegna veikinda geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA hefur hvorki sagt hver geimfaranna er veikur né hvað hrjáir hann.
Bandarísku geimfararnir Mike Fincke (t.v.) og Zena Cardman (t.h.) áttu að fara í rúmlega sex tíma geimgöngu í dag en hún var slegin af vegna veikinda geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA hefur hvorki sagt hver geimfaranna er veikur né hvað hrjáir hann. Vísir/EPA

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skoðar nú möguleikann að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar heim mörgum mánuðum á undan áætlun vegna veikinda eins geimfaranna. Hann er sagður í stöðugu ástandi en ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hann.

Geimgöngu bandarísku geimfaranna Zenu Cardman og Mike Fincke, sem átti að fara fram í dag, var frestað vegna veikinda en NASA hefur ekki sagt hvort þeirra er veikt.

Fjórir erum borð í geimstöðinni eins og stendur. Auk Bandaríkjamannanna eru þar Japaninn Kimiya Yui og Rússinn Oleg Platonov. Þau ferðuðust saman til geimstöðvarinnar í bandarískri geimferju í ágúst og eiga ekki að koma aftur til jarðar fyrr en í maí.

Reuters-fréttastofan segir að til greina komi að flýta heimförinni vegna veikindanna. Hún hefur eftir talsmanni NASA að öryggi geimfaranna sé í hæsta forgangi hjá stofnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×