Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. janúar 2026 20:59 Það er símabann í Álftamýrarskóla. vísir/bjarni Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira