„Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2026 12:13 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og allt lítur út fyrir að hún verði það áfram. Vísir/Ívar Fannar Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. Framboðsfrestur til leiðtogaprófkjörs Sjálfstæðisflokks í borginni rennur út á hádegi og í morgun tilkynnti Guðlaugur Þór að hann færi ekki fram, en orðrómur þess efnis hefur gengið fjöllum hærra undanfarnar vikur og mánuði. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég mun styðja oddvita Sjálfstæðisflokksins einarðlega og styðja listann í komandi kosningum. Hildur er sú eina sem hefur boðið sig fram, ef hún verður kosin sem eru allar líkur á, þá mun ég að sjálfsögðu styðja hana,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í morgun. Áttu í samtali en ákvörðunin hans Hildur segir í samtali við Vísi að þau Guðlaugur Þór hafi átt í góðu samtali undanfarið, líkt og mörg ár á undan, en ákvörðun um að gefa ekki kost á sér hafi alfarið verið hans. Hún kveðst ekki munu sakna þess að fara í hressandi oddvitaslag við Guðlaug Þór og segist full tilhlökkunar til að taka þátt í kosningunum í vor. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað langstærsti flokkur landsins, við höfum gríðarlegan styrk á sveitarstjórnarstiginu og erum full tilhlökkunar til að eiga samtal við íbúa um land allt fyrir komandi kosningar. Við erum auðvitað í dauðafæri í borginni. Ítrekaðar mælingar benda til þess að það sé skýrt ákall eftir breytingum í borginni og vilji til þess að Sjálfstæðisflokkurinn leiði þær breytingar. Við finnum til ábyrgðar og erum reiðubúin að vinna fyrir fólkið í borginni.“ Stilla upp öflugum lista Framboðsfrestur fyrir fyrirhugað leiðtogaprófkjör rann út á hádegi og að sögn Alberts Guðmundssonar, formanns Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lítur allt út fyrir að Hildur hafi verið sú eina sem skilaði framboði. Yfirkjörstjórn eigi þó eftir að fara yfir málið, kíkja í öll pósthólf og þess háttar. Reynist framboð Hildar það eina verður eðli málsins samkvæmt ekkert af leiðtogaprófkjöri og farið verður beint í uppstillingu listans. „Það er stórt og spennandi verkefni. Við ætlum að stilla upp sigurstranglegum lista í vor, raða upp öflugum hópi fólks sem hefur breiða skýrskotun til fólksins í borginni. Það er verkefnið fram undan,“ segir Hildur. Munt þú taka þátt í því verkefni? „Það verður kjörnefnd sem stýrir þeirri vinnu og hún verður að einhverju leyti skipuð og kjörin á næstu dögum. Hún mun halda utan um þessa vinnu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Framboðsfrestur til leiðtogaprófkjörs Sjálfstæðisflokks í borginni rennur út á hádegi og í morgun tilkynnti Guðlaugur Þór að hann færi ekki fram, en orðrómur þess efnis hefur gengið fjöllum hærra undanfarnar vikur og mánuði. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég mun styðja oddvita Sjálfstæðisflokksins einarðlega og styðja listann í komandi kosningum. Hildur er sú eina sem hefur boðið sig fram, ef hún verður kosin sem eru allar líkur á, þá mun ég að sjálfsögðu styðja hana,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í morgun. Áttu í samtali en ákvörðunin hans Hildur segir í samtali við Vísi að þau Guðlaugur Þór hafi átt í góðu samtali undanfarið, líkt og mörg ár á undan, en ákvörðun um að gefa ekki kost á sér hafi alfarið verið hans. Hún kveðst ekki munu sakna þess að fara í hressandi oddvitaslag við Guðlaug Þór og segist full tilhlökkunar til að taka þátt í kosningunum í vor. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað langstærsti flokkur landsins, við höfum gríðarlegan styrk á sveitarstjórnarstiginu og erum full tilhlökkunar til að eiga samtal við íbúa um land allt fyrir komandi kosningar. Við erum auðvitað í dauðafæri í borginni. Ítrekaðar mælingar benda til þess að það sé skýrt ákall eftir breytingum í borginni og vilji til þess að Sjálfstæðisflokkurinn leiði þær breytingar. Við finnum til ábyrgðar og erum reiðubúin að vinna fyrir fólkið í borginni.“ Stilla upp öflugum lista Framboðsfrestur fyrir fyrirhugað leiðtogaprófkjör rann út á hádegi og að sögn Alberts Guðmundssonar, formanns Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lítur allt út fyrir að Hildur hafi verið sú eina sem skilaði framboði. Yfirkjörstjórn eigi þó eftir að fara yfir málið, kíkja í öll pósthólf og þess háttar. Reynist framboð Hildar það eina verður eðli málsins samkvæmt ekkert af leiðtogaprófkjöri og farið verður beint í uppstillingu listans. „Það er stórt og spennandi verkefni. Við ætlum að stilla upp sigurstranglegum lista í vor, raða upp öflugum hópi fólks sem hefur breiða skýrskotun til fólksins í borginni. Það er verkefnið fram undan,“ segir Hildur. Munt þú taka þátt í því verkefni? „Það verður kjörnefnd sem stýrir þeirri vinnu og hún verður að einhverju leyti skipuð og kjörin á næstu dögum. Hún mun halda utan um þessa vinnu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira