Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Agnar Már Másson skrifar 3. janúar 2026 12:01 Oddvitar flokkanna sem mælast stærstir: Hildur Björnsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun. Vísir hefur hluta af niðurstöðum úr þjóðarpúls Gallup undir höndum en þær hafa enn ekki verið gerðar opinberar. Rúmlega tólfhundruð manns svöruðu könnuninni, sem framkvæmd var í desember. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig 2,2 prósentustigum frá því í nóvember og fylgið situr því í 35,5 prósentum. Viðreisn bætir við sig 1,1 prósentustigi og situr í 9,7 prósenta fylgi. Flokkur fólksins bætir við sig prósentustigi og hefur því 5 prósenta fylgi. Sjá einnig: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samanburður milli niðurstaðna í nóvember og desember. Fylgi Samfylkingarinnar fer niður um 3 stig og situr í 23 prósentustigum. Miðflokkurinn fer niður um 0,8 prósentustig og stendur því í 8,8 prósentum og fylgi Vinstri grænna lækkar um 0,9 prósent. Fylgi Pírata helst óbreytt í 4,4 prósentum og fylgi sósíalista breytist heldur ekki og stendur í prósentum. Núverandi meirihluti er því fallinn þar sem hann mælist aðeins með samtals 10 borgarfulltrúa; sex úr Samfylkingu og einn hver úr Sósíalistaflokknum, Flokki fólksins, Vinstri grænum og Pírötum. Úr könnun Gallúp. Aftur á móti kæmust níu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sem gætu þá myndað hægri meirihluta með tveimur Miðflokksmönnum og tveimur Viðreisnarmönnum. Framsókn nær ekki manni í borgarstjórn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis í öllum aldurshópum, en aðeins prósentsmunur er á milli hans og Samfylkingar í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára. Sjálfstæðisflokkurinn heldur leiðtogaprófkjör í borginni 24. janúar og að svo stöddu hefur núverandi oddviti, Hildur Björnsdóttir, ein sagst sækjast eftir oddvitasætinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og ráðherra, hefur aftur á móti verið orðaður við framboð. Uppfært: Í eldri útgáfu fréttar kom fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefði ekki mælst hærra síðan fyrir hrun en það er ekki rétt, hann mældist til dæmis með 43,1 prósenta fylgi í skoðanakönnun Gallup í febrúar árið 2012. Aftur á móti hefur hann ekki fengið eins góða kosningu síðan fyrir hrun, það mesta árið 2010 (33,61 prósent atkvæða). Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira
Vísir hefur hluta af niðurstöðum úr þjóðarpúls Gallup undir höndum en þær hafa enn ekki verið gerðar opinberar. Rúmlega tólfhundruð manns svöruðu könnuninni, sem framkvæmd var í desember. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig 2,2 prósentustigum frá því í nóvember og fylgið situr því í 35,5 prósentum. Viðreisn bætir við sig 1,1 prósentustigi og situr í 9,7 prósenta fylgi. Flokkur fólksins bætir við sig prósentustigi og hefur því 5 prósenta fylgi. Sjá einnig: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samanburður milli niðurstaðna í nóvember og desember. Fylgi Samfylkingarinnar fer niður um 3 stig og situr í 23 prósentustigum. Miðflokkurinn fer niður um 0,8 prósentustig og stendur því í 8,8 prósentum og fylgi Vinstri grænna lækkar um 0,9 prósent. Fylgi Pírata helst óbreytt í 4,4 prósentum og fylgi sósíalista breytist heldur ekki og stendur í prósentum. Núverandi meirihluti er því fallinn þar sem hann mælist aðeins með samtals 10 borgarfulltrúa; sex úr Samfylkingu og einn hver úr Sósíalistaflokknum, Flokki fólksins, Vinstri grænum og Pírötum. Úr könnun Gallúp. Aftur á móti kæmust níu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sem gætu þá myndað hægri meirihluta með tveimur Miðflokksmönnum og tveimur Viðreisnarmönnum. Framsókn nær ekki manni í borgarstjórn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis í öllum aldurshópum, en aðeins prósentsmunur er á milli hans og Samfylkingar í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára. Sjálfstæðisflokkurinn heldur leiðtogaprófkjör í borginni 24. janúar og að svo stöddu hefur núverandi oddviti, Hildur Björnsdóttir, ein sagst sækjast eftir oddvitasætinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og ráðherra, hefur aftur á móti verið orðaður við framboð. Uppfært: Í eldri útgáfu fréttar kom fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefði ekki mælst hærra síðan fyrir hrun en það er ekki rétt, hann mældist til dæmis með 43,1 prósenta fylgi í skoðanakönnun Gallup í febrúar árið 2012. Aftur á móti hefur hann ekki fengið eins góða kosningu síðan fyrir hrun, það mesta árið 2010 (33,61 prósent atkvæða).
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira