Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. desember 2025 10:01 Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyf og heilsu, segir hárblástur og smink á undanhaldi á morgnana. Enda byrji dagurinn helst á ofurhetju-spurningaleik heima fyrir með einum fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyf og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Í mörg ár vaknaði ég fyrir klukkan sex á morgnana til að kenna leikfimi og er í dag með mótþróaröskun við að stilla klukkuna svo snemma. Ég reyni að hámarka nýtingu á öllum tíma og þar með talið svefntíma og fer helst ekki á fætur fyrr en upp úr hálfátta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég á lítinn fjögurra ára strák sem sér til þess að fjörið byrjar strax og við vöknum, helst með ofurhetju spurningaleik. Í ljósi þess hversu lengi við erum að koma okkur á fætur þá förum við frekar rösklega út í daginn og unglingarnir mjög sjálfbjarga. Helst vil ég ná að kveikja á kerti á morgnana áður en ég opna augun og næ stundum kaffibolla áður en við höldum á leikskólann. Það verður að viðurkennast að góður hárblástur og sómasamlegt smink á morgnana er á miklu undanhaldi.“ Hvaða jólasvein samsvarar þú þig best við? „Ætli það sé ekki kertasníkir í ljósi þess að ég vil hafa kertaljós við öll tilefni og skil þann jólasvein því best. Veit ekki hvort hann sé sammála mér að kerti séu líka mikilvæg yfir sumartímann.“ Edda segir dagbókina þétt setna en hún passi þó alltaf upp á að það sé tími fyrir hreyfingu og hittinga með góðum vinum. Eddu finnst gott að haka við kláruð verkefni á To do lista en líka að nýta ró og næði heima á kvöldin í hugmyndavinnu.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrir rúmum tveimur mánuðum tók ég við nýju starfi hjá Lyf og heilsu og er í miðri stefnumótun með teyminu. Það er gaman að móta framtíðina í rótgrónu fyrirtæki og fá að vinna að nýjum hugmyndum. Ég er ennþá að meta hvort hugmyndirnar sem koma um miðja nótt sé góðar eða slæmar, ætli það verði ekki að koma í ljós. Síðan er ég búin að heimsækja nær allar starfsstöðvarnar okkar sem eru 30 talsins og stundum fær sonur minn að fljóta með sem heldur að starfstitill minn sé plástrastjóri, sem er svosem nærri lagi. Mér finnst skemmtilegast við starfið að kynnast fólkinu sem keyrir áfram starfsemina í apótekunum og þekkir viðskiptavinina best. Þau hafa mjög miklu að miðla og ég er að læra hratt af þeim. Þessu er ágætlega lýst eins og að drekka vatn úr brunahana fyrstu vikurnar í starfi. Önnur stórverkefni þessi misserin snúa að smákökubakstri á aðventunni sem eru sérstakar gæðastundir á heimilinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég legg mikið upp úr skilvirkni og vil nýta tímann mjög vel. Dagbókin er því vel þétt og ég byrja vikuna alltaf á því að skoða hvernig vikan og verkefnin líta út. Reyni þá líka að passa að það sé tími fyrir hreyfingu og hittinga með góðum vinum. Mér finnst fylgja því mjög góð tilfinning að haka við lista af hlutum sem þarf að klára í vinnu og er því nær alltaf með „to do“ listann uppi við. Seinnipartarnir eru oftast nær fjölskyldutími en ég nýti kvöldin oft í sófanum með tölvuna að sópa upp tölvupóstum og grúska í excel skjölum. Þá er líka gott að nýta kyrrðina í hugmyndavinnu. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ég er oftast ekki farin að sofa fyrr en upp úr miðnætti og myndi óska mér að kvöldin væru lengri því þau eru svo skemmtileg. Þá gefst tími í samveru með stóru börnunum, misgott sjónvarpsefni eða spila Catan við fjölskyldumeðlimi. Virku kvöldin eru líka oft notuð í vinnu eða útihlaup en mér finnst einstaklega gott að hlaupa í myrkrinu með góða tónlist í lok dags. Á sumrin er hlaupunum skipt út fyrir golf og þá seinkar svefntímanum enn frekar. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01 „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. 22. nóvember 2025 10:02 Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. 15. nóvember 2025 10:01 „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Í mörg ár vaknaði ég fyrir klukkan sex á morgnana til að kenna leikfimi og er í dag með mótþróaröskun við að stilla klukkuna svo snemma. Ég reyni að hámarka nýtingu á öllum tíma og þar með talið svefntíma og fer helst ekki á fætur fyrr en upp úr hálfátta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég á lítinn fjögurra ára strák sem sér til þess að fjörið byrjar strax og við vöknum, helst með ofurhetju spurningaleik. Í ljósi þess hversu lengi við erum að koma okkur á fætur þá förum við frekar rösklega út í daginn og unglingarnir mjög sjálfbjarga. Helst vil ég ná að kveikja á kerti á morgnana áður en ég opna augun og næ stundum kaffibolla áður en við höldum á leikskólann. Það verður að viðurkennast að góður hárblástur og sómasamlegt smink á morgnana er á miklu undanhaldi.“ Hvaða jólasvein samsvarar þú þig best við? „Ætli það sé ekki kertasníkir í ljósi þess að ég vil hafa kertaljós við öll tilefni og skil þann jólasvein því best. Veit ekki hvort hann sé sammála mér að kerti séu líka mikilvæg yfir sumartímann.“ Edda segir dagbókina þétt setna en hún passi þó alltaf upp á að það sé tími fyrir hreyfingu og hittinga með góðum vinum. Eddu finnst gott að haka við kláruð verkefni á To do lista en líka að nýta ró og næði heima á kvöldin í hugmyndavinnu.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrir rúmum tveimur mánuðum tók ég við nýju starfi hjá Lyf og heilsu og er í miðri stefnumótun með teyminu. Það er gaman að móta framtíðina í rótgrónu fyrirtæki og fá að vinna að nýjum hugmyndum. Ég er ennþá að meta hvort hugmyndirnar sem koma um miðja nótt sé góðar eða slæmar, ætli það verði ekki að koma í ljós. Síðan er ég búin að heimsækja nær allar starfsstöðvarnar okkar sem eru 30 talsins og stundum fær sonur minn að fljóta með sem heldur að starfstitill minn sé plástrastjóri, sem er svosem nærri lagi. Mér finnst skemmtilegast við starfið að kynnast fólkinu sem keyrir áfram starfsemina í apótekunum og þekkir viðskiptavinina best. Þau hafa mjög miklu að miðla og ég er að læra hratt af þeim. Þessu er ágætlega lýst eins og að drekka vatn úr brunahana fyrstu vikurnar í starfi. Önnur stórverkefni þessi misserin snúa að smákökubakstri á aðventunni sem eru sérstakar gæðastundir á heimilinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég legg mikið upp úr skilvirkni og vil nýta tímann mjög vel. Dagbókin er því vel þétt og ég byrja vikuna alltaf á því að skoða hvernig vikan og verkefnin líta út. Reyni þá líka að passa að það sé tími fyrir hreyfingu og hittinga með góðum vinum. Mér finnst fylgja því mjög góð tilfinning að haka við lista af hlutum sem þarf að klára í vinnu og er því nær alltaf með „to do“ listann uppi við. Seinnipartarnir eru oftast nær fjölskyldutími en ég nýti kvöldin oft í sófanum með tölvuna að sópa upp tölvupóstum og grúska í excel skjölum. Þá er líka gott að nýta kyrrðina í hugmyndavinnu. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ég er oftast ekki farin að sofa fyrr en upp úr miðnætti og myndi óska mér að kvöldin væru lengri því þau eru svo skemmtileg. Þá gefst tími í samveru með stóru börnunum, misgott sjónvarpsefni eða spila Catan við fjölskyldumeðlimi. Virku kvöldin eru líka oft notuð í vinnu eða útihlaup en mér finnst einstaklega gott að hlaupa í myrkrinu með góða tónlist í lok dags. Á sumrin er hlaupunum skipt út fyrir golf og þá seinkar svefntímanum enn frekar.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01 „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. 22. nóvember 2025 10:02 Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. 15. nóvember 2025 10:01 „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01
„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01
„Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. 22. nóvember 2025 10:02
Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg. 15. nóvember 2025 10:01
„Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. 8. nóvember 2025 10:02