Kaffispjallið

Fréttamynd

Há­mark tvær vikur í heilsutengd ára­móta­heit með eigin­konunni

Jón Ingi Ingibergsson, verðandi forstjóri PwC á Íslandi, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Öll heimilis­verk skemmti­leg nema eitt

Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Fer út í daginn upp­full af hundaknúsi“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sann­færð um að hún var Skoti í fyrra lífi

Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar.  

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“

Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á erfitt með að tapa fyrir eigin­manninum í skrafli

Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það fyrsta sem ég segi er „Góða morgun““

Það er engin lognmolla á morgnana heima hjá Elísu Dögg Moraitis Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Enda mikið um að vera að koma öllum í skóla og leikskóla. Elísa gerir þó oft grín að sjálfri sér því hún er svo skipulögð að nánast allt fer í excel.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa

Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að sofna yfir sjón­varpinu á kvöldin telst ekki með

Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Elskar kaffi að ítölskum sið og línu­lega dag­skrá

Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind

Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

Atvinnulíf