Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. janúar 2026 07:02 Gunnar Leó Pálsson segir viðhorf fólks annað í dag en áður. Fólki finnist minna mál í dag að deila vörum, leigja vörur í stað þess að kaupa og skila því sem ekki er verið að nota. Vísir/Vilhelm „Tja, ég get alla vega stoltur sagt að hjá okkur er ekkert kílómetragjald,“ segir Gunnar Leó Pálsson um hlaupabrettin og þrekhjólin sem renna víst út eins og heitar lummur þessa dagana frá Heimform. Enda allir í janúarátaki! Heimform leigir fólki líkamsræktartæki í áskrift en það er rekið af sömu aðilum og þeim sem reka Rent a Tent, Rent a Party, Mini Rent og ferdataska.is. Allt útleigueiningar þar sem hugsunin er: Að leigja frekar en að kaupa. Að deila frekar en að vannýta. Ég held að leigumarkaðurinn muni vaxa mikið í framtíðinni vegna þess að þótt fólk vilji eignast fasteignirnar sínar eða bíla, þá er almennt viðhorf í dag orðið ríkjandi: Ég þarf ekki að eiga allt.“ Gunnar og Matthías Mar Birkisson á þrekhjólum frá Heimaformi en útleigan á líkamsræktartækjum fór af stað fyrir rúmu ári. Gunnar segir fyrirtækið ekkert hafa auglýst það sérstaklega, samt hafi á annað hundrað manns skráð sig í áskrift að tækjum.Vísir/Vilhelm Ferðatöskur eru loft Eins og flestir fyrirtækjaeigendur þekkja er EHF oft sagt standa fyrir skammstöfuninni „ekkert helvítis frí.“ Enda kann Gunnar alveg að tala um rekstur á mannamáli. Sem flestir sem í rekstri eru vita að er oft mikið hark. Þar sem útsjónarsemi skiptir miklu máli. En líka hugrekkið til að prófa sig áfram. Þegar Atvinnulífið heyrði í Gunnari síðast, byrjaði viðtalið á þessum orðum: Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Rent a Party lifði þó af sem betur fer. Og hefur meira að segja bætt við sig síðan því þegar mest er, starfa þar 12-14 manns. Frá árinu 2021 hafa útleigueiningar bæst við: Mini Rent varð til fyrir ýmsar barnavörur, útleigan ferdataska.is sem skýrir sig svo sem sjálf og síðast Heimaform þar sem fólk leigir líkamsræktartæki heim til sín í áskrift. Allt leigueiningar sem Gunnar segir í raun mega rekja til Rent a Tent. „Sá sem er meirihlutaeigandinn okkar í dag stofnaði Rent a Tent árið 2012 en í dag erum við fimm sem eigum þetta,“ útskýrir Gunnar; hópur sem fæddur er tímabilið 1989-1998 og telst því til kynslóðarinnar sem kynnti deilihagkerfið til sögunnar. „Flestar hugmyndirnar okkar hafa líka orðið til vegna þess að við höfum verið að upplifa þörf á þjónustunni sjálf,“ segir Gunnar. „Við erum til dæmis öll að eignast börn og höfum öll verið í ræktinni í gegnum árin eða í íþróttum. Það hvernig maður getur ráðstafað tímanum sínum breytist hins vegar þegar maður eignast barn,“ segir Gunnar og bætir við: „Þegar ég er búin að svæfa er ekkert endilega jafn sjálfsagt og áður að ég taki mér tíma í að keyra á líkamsræktarstöð, finni þar stæði, fari í ræktina og komi síðan heim. Allt tekur þetta tíma sem er mun lengri en tíminn sem fer í það að ég hoppi á brettið heima í stofu á kvöldin og horfi á sjónvarpið á meðan.“ Gunnar segir tíðarandann þó ekki aðeins þann að fólk vilji í meira mæli borga fyrir vörur á meðan þær eru í notkun, heldur teljist fleira til. „Ferðatöskur eru gott dæmi. Því þetta eru vörur sem við notum sjaldan en taka mikið pláss í geymslunni, eru þó meira og minna bara loft,“ segir Gunnar og hlær. En bætir síðan við: Fermetraverð á húsnæði er dýrt og í dag eru ekki allir tilbúnir til að greiða fyrir dýra fermetra á geymslu fyrir dót sem fólk er ekki að nota.“ Gunnar og Matthías bregða á leik en Gunnar segir að þótt útleigueiningarnar séu ólíkar, sé konseptið alltaf það sama; að fólk leigi vörur frekar en að kaupa þær. Elsta einingin Rent a Tent sem margir tengja við tjaldleigu og búnað fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Vilhelm Minna stress Gunnar segir alls kyns skýringar vera á því hvers vegna oft henti betur að leigja en að kaupa. „Það er til dæmis mikið um að fólk leigi sér líkamsræktartæki heim á meðan það er í fæðingarorlofi eða amma og afi leigi barnakerrur því barnabörnin eru að koma í heimsókn frá útlöndum.“ Stundum þjóni leigan líka öðrum og stærri markmiðum. „Líkamsræktartækin heima henta til dæmis oft fólki sem er nýbúið í liðaskiptaaðgerð eða mjaðmaaðgerðum þar sem læknir er síðan að mæla með ákveðnum æfingum í kjölfar aðgerða. Sem sumum finnst þá auðveldara að reyna að stunda heima hjá sér þegar því hentar frekar en að fara á líkamsræktarstöð.“ Hlauparar séu að leigja bretti til að geta hlaupið oftar og meira. „Ég til dæmis ætlaði að fara út að hlaupa um daginn, en það var glerhált og þótt maður sé á broddum leist mér ekkert á blikuna. Bretti inni í stofu leysir úr þessu.“ Enn eitt atriðið er líka vert að nefna. Við vitum síðan að það er ákveðinn hópur sem einfaldlega veigrar sér við því að fara í líkamsrækt því fólki finnst stressandi að mæta á staði þar sem allir virðast klæddir nýjustu íþróttafötunum, merkjaflíkum og tísku sem fólki líður misjafnlega með.“ Gunnar segir flest fyrirtæki fyrst og fremst ánægð með þau störf sem fyrirtæki skapa og geta greitt laun fyrir. Allt umfram það fari í að efla reksturinn og stækka og það svigrúm hafi til dæmis myndast hjá þeim fyrir rúmu ári þegar félagið fjárfesti í líkamsræktartækjum.Vísir/Vilhelm Samnýtingin segir Gunnar líka góða. „Við erum komin með fína reynslu af þessu konsepti sem útleiga byggir á. Með því að fjárfesta í fleiri útleigueiningum, eins og líkamsræktartækjunum, erum við samt enn að byggja á því sem við kunnum að gera og samnýtum um leið verkferla, tölvukerfi, vöruhús og fleira,“ segir Gunnar og bætir við: „Ég held nefnilega að hjá flestum fyrirtækjum gangi hlutirnir svona fyrir sig; menn eru ánægðir með þau störf sem fyrirtækin eru að skapa og að reksturinn geti greitt sínu fólki laun. Allt umfram það fer síðan í að fjárfesta í einhverju til að bæta við eða efla reksturinn sjálfan.“ Svigrúm til fjárfestinga skapaðist hjá þeim fyrir rúmu ári síðan. Þegar ráðist var í að kaupa líkamsræktartæki en heimasíða Heimaform fór í loftið á gamlársdag 2024. „Allan janúar í fyrra vann hópurinn dag og nótt við að setja tæki saman og keyra heim til fólks og auðvitað er sagan að endurtaka sig núna í janúar. Enda keyrðum við um þrjátíu líkamsræktartæki út fyrsta sólahring þessa árs!“ segir Gunnar og skellihlær. Gunnar segir Heimaform þó líka hluta af heildarsamnýtingunni. „Því það er gott að bæta við einingum á konsepti sem við þekkjum nú þegar vel til en vinnur vel með öðru. Til dæmis er rólegt hjá Rent a Party núna fram að þorrablótum og Rent a Tent törnin er í sumar,“ segir Gunnar en bætir við: Viðhorfið fyrir allar útleigurnar okkar er samt í raun það sama, því annaðhvort ertu að nota dótið þitt eða ekki og ef ekki er gott að geta skilað þeim. Það vill enginn lengur eiga þrekhjól sem í raun endar bara sem fataslá inni í herbergi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Það verða eflaust margir ánægðir að heyra af appi og vefsíðu sem styttist í að opni og mun bjóða upp á deiliþjónustu bílferða; HuddleHop. 29. maí 2025 07:01 Þriðja barnið er æðislegur íshellir „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! 20. október 2025 07:03 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Enda allir í janúarátaki! Heimform leigir fólki líkamsræktartæki í áskrift en það er rekið af sömu aðilum og þeim sem reka Rent a Tent, Rent a Party, Mini Rent og ferdataska.is. Allt útleigueiningar þar sem hugsunin er: Að leigja frekar en að kaupa. Að deila frekar en að vannýta. Ég held að leigumarkaðurinn muni vaxa mikið í framtíðinni vegna þess að þótt fólk vilji eignast fasteignirnar sínar eða bíla, þá er almennt viðhorf í dag orðið ríkjandi: Ég þarf ekki að eiga allt.“ Gunnar og Matthías Mar Birkisson á þrekhjólum frá Heimaformi en útleigan á líkamsræktartækjum fór af stað fyrir rúmu ári. Gunnar segir fyrirtækið ekkert hafa auglýst það sérstaklega, samt hafi á annað hundrað manns skráð sig í áskrift að tækjum.Vísir/Vilhelm Ferðatöskur eru loft Eins og flestir fyrirtækjaeigendur þekkja er EHF oft sagt standa fyrir skammstöfuninni „ekkert helvítis frí.“ Enda kann Gunnar alveg að tala um rekstur á mannamáli. Sem flestir sem í rekstri eru vita að er oft mikið hark. Þar sem útsjónarsemi skiptir miklu máli. En líka hugrekkið til að prófa sig áfram. Þegar Atvinnulífið heyrði í Gunnari síðast, byrjaði viðtalið á þessum orðum: Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Rent a Party lifði þó af sem betur fer. Og hefur meira að segja bætt við sig síðan því þegar mest er, starfa þar 12-14 manns. Frá árinu 2021 hafa útleigueiningar bæst við: Mini Rent varð til fyrir ýmsar barnavörur, útleigan ferdataska.is sem skýrir sig svo sem sjálf og síðast Heimaform þar sem fólk leigir líkamsræktartæki heim til sín í áskrift. Allt leigueiningar sem Gunnar segir í raun mega rekja til Rent a Tent. „Sá sem er meirihlutaeigandinn okkar í dag stofnaði Rent a Tent árið 2012 en í dag erum við fimm sem eigum þetta,“ útskýrir Gunnar; hópur sem fæddur er tímabilið 1989-1998 og telst því til kynslóðarinnar sem kynnti deilihagkerfið til sögunnar. „Flestar hugmyndirnar okkar hafa líka orðið til vegna þess að við höfum verið að upplifa þörf á þjónustunni sjálf,“ segir Gunnar. „Við erum til dæmis öll að eignast börn og höfum öll verið í ræktinni í gegnum árin eða í íþróttum. Það hvernig maður getur ráðstafað tímanum sínum breytist hins vegar þegar maður eignast barn,“ segir Gunnar og bætir við: „Þegar ég er búin að svæfa er ekkert endilega jafn sjálfsagt og áður að ég taki mér tíma í að keyra á líkamsræktarstöð, finni þar stæði, fari í ræktina og komi síðan heim. Allt tekur þetta tíma sem er mun lengri en tíminn sem fer í það að ég hoppi á brettið heima í stofu á kvöldin og horfi á sjónvarpið á meðan.“ Gunnar segir tíðarandann þó ekki aðeins þann að fólk vilji í meira mæli borga fyrir vörur á meðan þær eru í notkun, heldur teljist fleira til. „Ferðatöskur eru gott dæmi. Því þetta eru vörur sem við notum sjaldan en taka mikið pláss í geymslunni, eru þó meira og minna bara loft,“ segir Gunnar og hlær. En bætir síðan við: Fermetraverð á húsnæði er dýrt og í dag eru ekki allir tilbúnir til að greiða fyrir dýra fermetra á geymslu fyrir dót sem fólk er ekki að nota.“ Gunnar og Matthías bregða á leik en Gunnar segir að þótt útleigueiningarnar séu ólíkar, sé konseptið alltaf það sama; að fólk leigi vörur frekar en að kaupa þær. Elsta einingin Rent a Tent sem margir tengja við tjaldleigu og búnað fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Vilhelm Minna stress Gunnar segir alls kyns skýringar vera á því hvers vegna oft henti betur að leigja en að kaupa. „Það er til dæmis mikið um að fólk leigi sér líkamsræktartæki heim á meðan það er í fæðingarorlofi eða amma og afi leigi barnakerrur því barnabörnin eru að koma í heimsókn frá útlöndum.“ Stundum þjóni leigan líka öðrum og stærri markmiðum. „Líkamsræktartækin heima henta til dæmis oft fólki sem er nýbúið í liðaskiptaaðgerð eða mjaðmaaðgerðum þar sem læknir er síðan að mæla með ákveðnum æfingum í kjölfar aðgerða. Sem sumum finnst þá auðveldara að reyna að stunda heima hjá sér þegar því hentar frekar en að fara á líkamsræktarstöð.“ Hlauparar séu að leigja bretti til að geta hlaupið oftar og meira. „Ég til dæmis ætlaði að fara út að hlaupa um daginn, en það var glerhált og þótt maður sé á broddum leist mér ekkert á blikuna. Bretti inni í stofu leysir úr þessu.“ Enn eitt atriðið er líka vert að nefna. Við vitum síðan að það er ákveðinn hópur sem einfaldlega veigrar sér við því að fara í líkamsrækt því fólki finnst stressandi að mæta á staði þar sem allir virðast klæddir nýjustu íþróttafötunum, merkjaflíkum og tísku sem fólki líður misjafnlega með.“ Gunnar segir flest fyrirtæki fyrst og fremst ánægð með þau störf sem fyrirtæki skapa og geta greitt laun fyrir. Allt umfram það fari í að efla reksturinn og stækka og það svigrúm hafi til dæmis myndast hjá þeim fyrir rúmu ári þegar félagið fjárfesti í líkamsræktartækjum.Vísir/Vilhelm Samnýtingin segir Gunnar líka góða. „Við erum komin með fína reynslu af þessu konsepti sem útleiga byggir á. Með því að fjárfesta í fleiri útleigueiningum, eins og líkamsræktartækjunum, erum við samt enn að byggja á því sem við kunnum að gera og samnýtum um leið verkferla, tölvukerfi, vöruhús og fleira,“ segir Gunnar og bætir við: „Ég held nefnilega að hjá flestum fyrirtækjum gangi hlutirnir svona fyrir sig; menn eru ánægðir með þau störf sem fyrirtækin eru að skapa og að reksturinn geti greitt sínu fólki laun. Allt umfram það fer síðan í að fjárfesta í einhverju til að bæta við eða efla reksturinn sjálfan.“ Svigrúm til fjárfestinga skapaðist hjá þeim fyrir rúmu ári síðan. Þegar ráðist var í að kaupa líkamsræktartæki en heimasíða Heimaform fór í loftið á gamlársdag 2024. „Allan janúar í fyrra vann hópurinn dag og nótt við að setja tæki saman og keyra heim til fólks og auðvitað er sagan að endurtaka sig núna í janúar. Enda keyrðum við um þrjátíu líkamsræktartæki út fyrsta sólahring þessa árs!“ segir Gunnar og skellihlær. Gunnar segir Heimaform þó líka hluta af heildarsamnýtingunni. „Því það er gott að bæta við einingum á konsepti sem við þekkjum nú þegar vel til en vinnur vel með öðru. Til dæmis er rólegt hjá Rent a Party núna fram að þorrablótum og Rent a Tent törnin er í sumar,“ segir Gunnar en bætir við: Viðhorfið fyrir allar útleigurnar okkar er samt í raun það sama, því annaðhvort ertu að nota dótið þitt eða ekki og ef ekki er gott að geta skilað þeim. Það vill enginn lengur eiga þrekhjól sem í raun endar bara sem fataslá inni í herbergi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Það verða eflaust margir ánægðir að heyra af appi og vefsíðu sem styttist í að opni og mun bjóða upp á deiliþjónustu bílferða; HuddleHop. 29. maí 2025 07:01 Þriðja barnið er æðislegur íshellir „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! 20. október 2025 07:03 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01
Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Það verða eflaust margir ánægðir að heyra af appi og vefsíðu sem styttist í að opni og mun bjóða upp á deiliþjónustu bílferða; HuddleHop. 29. maí 2025 07:01
Þriðja barnið er æðislegur íshellir „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! 20. október 2025 07:03
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00