„Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. desember 2025 08:02 Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari hefur heldur betur upplifað ævintýrin. Sum gegguð skemmtileg eins og hann segir sjálfur. En önnur svo skelfileg að hrollurinn hríslast niður bakið. Vísir/Vilhelm „Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina ein og sér. Enda hryllilegt að sjá þetta fyrir sér: Smiðurinn sem var að vinna fyrir Ístak í útlöndum, giftur og fjögurra barna faðir, vaknar til að fara á klósettið en er nokkrum mínútum síðar liggjandi á gólfinu; bundinn höndum og fótum og með handklæði yfir hausinn. Atvik sem helst líkist atriði eins og við sjáum í bíómyndum. „Ég hélt þeir myndu drepa mig,“ segir Björn. En bætir litlu síðar við: „Þetta hefur samt aldrei plagað mig neitt þannig.“ Svona eins og kallar á hans aldri segja. Sem aldrei hafa fengið eitt eða neitt sem líkist áfallahjálp. Fæddur árið 1948 og einfaldlega vanur að bera harm sinn í hljóði, að dugnaður sé dyggð og ekkert annað en að gera að harka hlutina af sér ef eitthvað er. Björn er af kynslóðinni sem byrjaði ungur að vinna og koma upp heimili og börnum. Ætlaði að verða sjómaður en endaði sem smiður. Stundar golfið af kappi og hefur spilað bridge síðan hann var 16 ára. Dýrkar og dáir eiginkonu og börn og einfaldlega ljómar í framan þegar hann ræðir hæfileikabúntin og ríkidæmið sem hann á; dæturnar fjórar, ellefu barnabörn og eitt langaafabarn. Í dag kynnumst við Bjössa. Björn hefur starfað víðs vegar um heiminn og var á Jamaíka þegar innbrotsþjófar hótuðu að drepa hann. Stundum var Björn frá fjölskyldunni í sex mánuði í senn og þetta var á þeim tíma þegar símtölin á milli landa voru fá: Þau voru svo dýr! Ástin fannst í Glaumbæ Ástæðan fyrir því að Björn ætlaði að verða sjómaður var vegna þess að móðurbróðir hans var það. „Og mig langaði að vera eins og hann.“ Björn er næst yngstur fimm systkina. Sonur hjónanna Friðþjófs Björnssonar og Ingibjargar Marelsdóttur. Björn ólst upp í smáíbúðahverfinu; á góðu heimili í Heiðargerði. „Þarna var gífurlega mikið af börnum og allir fluttu inn í hálfkláruð hús,“ segir Björn þegar hann lýsir hverfinu og tíðarandanum sem ríkti. „Þetta var skemmtileg tilvera, maður hafði engar áhyggjur af neinu,“ segir Björn. Og það er auðheyrt að æskan var honum góð. Útileikirnir hjá krökkunum í hverfinu voru vinsælir. „Við fórum í Fallin spýta, Yfir og alla þessa leiki, bara nefndu það.“ Er þá ótalinn fótboltinn. „Ég var auðvitað í Víking.“ Bítlarnir og Rolling Stones voru átrúnaðargoðin um og eftir fermingu. „Þegar allir voru í háhæluðum skóm og með sítt hár, það var voða töff,“ segir Bjössi og hlær. Böllin fyrir ungmenni voru haldin í Lídó í Skaftahlíð. Sem síðar varð Tónabær. „Þar voru alvöru hljómsveitir að spila um helgar og við unglingarnir fórum þangað á böll. Sem síðar þróaðist í að fara á böllin í Breiðfirðingabúð,“ segir Björn og skýrir þannig út hver vegferðin var hjá flestu ungu fólki í Reykjavík á þessum tíma. „Síðan endaði maður í Glaumbæ.“ Sem svo sannarlega er ástæða til að nefna sérstaklega. Því það var einmitt í Glaumbæ sem Björn hitti sína heittelskuðu: eiginkonuna Aldísi Elíasdóttur. Glaumbær sá um hittinginn segir Björn um það þegar hann hitti sína heittelskuðu; eiginkonuna Aldísi Elíasdóttur. Fyrir 25 ára voru þau búin að kaupa íbúð og dæturnar orðnar tvær. Fyrir þrítugt voru dæturnar orðnar fjórar og í dag eru barnabörnin ellefu plús eitt langafa- og langömmubarn.Vísir/Vilhelm Beta eða VHS? Björn kláraði fjórða bekk í gagnfræðaskóla og fór á námskeið á skólaskipinu Sæbjörg sem þá var fyrir unga menn sem vildu læra að verða sjómenn. „Sæbjörg sigldi í kringum landið og kenndi okkur allar tegundir veiða,“ útskýrir hann. Þegar Björn fór að vinna í landi, æxlaðist það svo til að hann fór að vinna fyrir trésmíðameistara. Sem hann síðar fór á samning hjá og varð því trésmiður sjálfur; kláraði Iðnskólann og síðan Meistaraskólann. Björn fór að vinna hjá Ístak sem ungur maður. En hætti um tíma og fór að reka vídeóleigur. Í félaga við annan mann. Rekstur sem hófst þegar enn var deilt um það hvort yrði ofan á: VHS eða Beta spólurnar. „Ja það var reyndar ekki alveg útséð um það enn þá þegar við byrjuðum,“ segir Björn um þau mál. Þetta var árið 1985 og árin á eftir má segja að á Íslandi hafi sprottið vídeóleigur á nánast hverju götuhorni. Leigurnar sem Björn og félagi var með voru í Mosfellsbæ, Reykjavík, Garðabæ og Keflavík. Björn fór í rekstur á videóleigum 1985 þegar enn var ekki útséð hvort yrði ofan á: VHS eða Betuspólurnar. Félagarnir fóru síðan í rekstur á LA kaffi stuttu eftir að bjórinn var leyfður en Björn segir nú lítið hafa verið upp úr þessum rekstri að hafa. Félagarnir voru reyndar að gera meira en að leigja spólur og reka vídeóleigur. Því þeir sáu líka um að fjölfalda og dreifa fyrir aðra: „Við sáum til dæmis um alla dreifingu fyrir Árna Sam.“ Þá voru þeir líka aðeins að kaupa og selja sjálfstætt framleiddar myndir (e. independence) og að minnsta kosti tvisvar fór Björn erlendis á kvikmyndahátíðir vegna þessa. Við lýsinguna er ekki annað að heyra en að reksturinn hafi verið keimlíkur því konsepti sem við nú þekkjum hjá Myndform í Hafnarfirði, líka eigendur Laugarásbíó. Sem er nokkuð sniðugt því af tilviljun kemur í ljós í spjallinu, að bestu vinir Björns eru einmitt tvíburabræðurnir og Myndformsbræður: Magnús og Gunnar Gunnarssynir: „Ég segi oft í gríni að það eina sem ég hafi fengið út úr þessu brölti var að kynnast Magga og Gunna,“ segir Björn og hlær. Þær eru ófáar golf-myndirnar í einkasafni Björns, þar sem meðal annars má sjá glitta í bestu vinina Myndformsbræður. Á neðri mynd til hægri er Björn að spila golf á Grænlandi en til hægri á Madeira svo eitthvað sé nefnt. Félagarnir hættu síðan í þessum rekstri og keyptu LA kaffi. Skemmtistað sem um árabil var staðsettur á horni Laugavegs og Frakkastígs. Skemmtistaðurinn Tveir vinir voru þar á neðri hæðinni og ekki laust við að báðir staðirnir næðu nokkrum vinsældum um hríð. Þetta var árið 1990 og svo sem ekki að undra að margir nýir skemmtistaðir væru að reyna að hasla sér völl í Reykjavík. „Því bjórinn var nýkominn,“ segir Björn og vísar þar í lagabreytinguna árið 1989 þegar bjór var loks leyfður á Íslandi, eftir margra áratuga bann. LA kaffi var opið öll kvöld vikunnar. Þótt það hafi nú einkum bara verið á föstudags- og laugardagskvöldum sem eitthvað var að gera. „Ekki að það hafi nokkuð verið upp úr þessu að hafa,“ segir Björn svo og hlær. Á vegum Ístaks starfaði Björn víðs vegar um heiminn um árabil. Allt frá köldustu stöðunum yfir í að svamla með Moggann í heitum sjó eða við sögulegustu minjar heims. Björn vann í Ísrael, Noregi, Grænlandi og Jamaíka. Ríkidæmið heima fyrir Eins og önnur ung hjón á þessum tíma, fóru Björn og Aldís snemma í barneignir og íbúðarkaup. Fyrsta íbúðin sem þau keyptu var í Hafnarfirði. Þá voru dæturnar orðnar tvær. Aðrar tvær bættust í hópinn fljótlega en dætur Björns og Aldísar eru: Birna Gyða, fædd 1970. Hrafnhildur, fædd 1972. Selma, fædd 1974. Guðfinna Björg, fædd 1978. Eruð þið að kveikja? Já, Björninn sem við erum sumsé að ræða við er enginn annar en pabbi Selmu Björns söngkonu með meiru. Og Hrafnhildar Björns óperusöngkonu. Og afi Anítu Rós Þorsteinsdóttur, sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2024. Og uppljóstraði stuttu síðar að hún gengi með barn. Sem er þá tilvísun í fyrsta langafa- og ömmubarns Björns og Aldísar. Björn segir dæturnar hafa erft sönghæfileikana frá móður sinni. Enda hefði Aldís getað orðið flott söngkona sjálf segir hann, með glampa í augum. Meira að segja barnabarnið Aníta hefur keppt í Söngvakeppni sjónvarpsins þannig að hæfileikarnir ganga kynslóðirnar á milli. Björn segir þó sönghæfileikana ekki koma frá sínum legg. Þó hafi verið sungið í hans fjölskyldu. Aldís sé sú sem syngi mjög vel. Hreinlega stórkostlega að manni heyrist. „Já hún hefði alveg getað orðið mjög flott söngkona sjálf,“ segir Björn íbyggin. En hvernig ætli það sé að vera foreldri frægra? Dívu eins og Selmu Björns? Er það ekki stundum erfitt; allir þekkja hana, samfélagsmiðlar og svo framvegis? „Nei,“ svarar Björn að bragði. Ég er fyrst og fremst bara rígmontinn. Stoltur af henni og þeim öllum, enda eldklárar, ekki aðeins í því að syngja og koma fram heldur svo mörgu öðru líka.“ Svo skemmtilega vill til að þegar Selma nánast sigraði fyrir okkur Eurovision, fór Björn með í ferðina sem leiðsögumaður. Því framlagið All out of luck var í Ísrael, þar sem Björn var öllum hnútum kunnugur þá þegar. Við skulum byrja á að heyra hvers vegna… Hvar er ég nú? Eftir reksturinn á LA kaffi, fór Björn að vinna aftur hjá Ístak. Sem kom að mörgum virkjanaframkvæmdum á Íslandi en hefur líka alltaf verið umsvifamikið í verkefnum erlendis. Meðal annars vegna þess að það er stofnað sem dótturfélag danska fyrirtækisins E. Pihl & Søn. Sem í áratugi hefur verið með verkefni víðs vegar um heiminn. Sem á endanum var sú vegferð sem varð hjá Birni. Og því ekki nema von að ein myndin hans í einkaalbúminu sé með spurningunni: Hvar er ég nú? Því árin 1994 til 1996 vann Björn á vegum Ístak í Ísrael. „Ég var úti í sex mánuði í senn.“ Sem svo sannarlega verður að teljast langur tími. Ekki síst fyrir þær sakir að ekki voru það samfélagsmiðlarnir eða myndsímtölin sem voru í boði þá. Meira að segja rándýrt að hringja á milli landa. Eitthvað sem fólk almennt gerði ekki nema örsjaldan. „Sem betur fer kom konan þó í heimsókn tvisvar og meira að segja kom sú yngsta með henni í seinna skiptið,“ segir Björn. Talið berst að Ísrael þá og nú. Því þegar Björn er að vinna þar, var staðan ekki heldur góð. „Það voru tíðar sjálfsvígsárásir á þá. Þar sem fólk var sprengt upp í strætisvögnum eða kaffihúsum. Þetta var því alveg staður sem maður hugsaði sig tvisvar um að fara á,“ segir Björn. Sem betur fer var þó ágætlega friðsælt í landinu þessi tvö ár sem Björn var þar. Sem er æðislegt því það var líka svo margt frábært þar að upplifa. Smábátahöfnina sem þeir voru að byggja, Tel Avív, Dauða hafið og allt þetta umhverfi í kringum þennan sögufræga stað sem Jerúsalem er. En maður fann alltaf hvað hatrið var ofboðslega mikið í fólki. Sem nú virðist hafa snúist upp í andhverfu sína því að manni sýnist hafa þeir kallað stöðuna í dag svolítið sjálfir yfir sig; reyndust ekki skömminni skárri sjálfir en þeir aðilar sem þeir hötuðu mest.“ Í fjögur ár vann Björn á Grænlandi, frá 2012 til 2020 en ekki í samfellu og því var úthaldið þaðan ekki eins mikið frá fjölskyldunni og þegar hann var lengra í burtu. Björn vann líka í Noregi um tíma. „Nyrst í Noregi. Það var hræðilega kalt þar á veturna. Yfir 20 stiga frost.“ Og notabene; Þeir að vinna úti en ekki inni! Mynd sem yljar. Enda ólíkt því umhverfi þegar Björn var að vinna í yfir 20 stiga frosti í Norður Noregi. Úti! Atvikið sem við heyrðum um í byrjun, gerðist um nótt þegar Björn var að vinna á Jamaíka. Það var árið 2009. Fátækin á Jamaíka var mjög mikil. Ég og annar verkstjóri bjuggum samt í mjög fínu einbýlishúsi í fínu hverfi. Glæpir voru mjög tíðir og alvarlegir, það sá maður í fréttum alla daga.“ En líka í nærumhverfinu. Því einn daginn þegar Björn og félagi hans mættu til vinnu, mættu þeir vinnumanni sem kom út úr vinnuskúrnum. Þegar þeir fóru inn í skúrinn, sáu þeir þar annan mann liggjandi í blóði sínu. „Þeir fóru að rífast um málmband. Með þeim afleiðingum að annar þeirra – sá sem við mættum fyrir utan – dró upp hníf og stakk hinn til bana.“ Út af málbandi! Björn segir þetta atvik lýsa því vel, hversu lítt lífið var metið í samfélaginu. „Almennt var það þó þannig að við hvíta fólkið frá útlöndum vorum látin vera. Átök og glæpir voru meiri innbyrðis hjá frumbyggjunum sjálfum,“ segir Björn. Björn fékk ekki áfallahjálp eftir atvikið hræðilega á Jamaíka en viðurkennir að hafa æ síðan passað vel upp á að allir gluggar og hurðar séu læst fyrir nóttina. Er var um sig. Enda var Björn sannfærður um að þessa nótt yrði hann drepinn.Vísir/Vilhelm Þessa nótt sem Björn var næstum því drepinn, vaknaði hann upp til að fara á salernið. En þegar hann var kominn inn á klósett, sér hann að glugginn þar er opinn og áttar sig á því að frammi í stofu eru innbrotsþjófar á ferð. „Ég kallaði fram: Hver andskotinn gengur á hérna?“ segir Björn. „Sagði þeim að koma sér út, ég væri búinn að hringja í lögregluna.“ Veit Björn ekki fyrr en hurðinni að klósettinu er sparkað upp og tveir heimamenn stökkva á hann með hníf og skammbyssu og henda honum í gólfið. Lýsingin er martraðarkennd og ekki laust við að virka frekar sturluð: Voru þetta kannski uppdópaðir fíklar? „Nei, þeir voru ekki uppdópaðir,“ segir Björn. Og skýrir út, að svona hafi samfélagið einfaldlega verið á þessum tíma á Jamaíka. Þessu samfélagi sem okkur hinum langar svo að hugsa til sem einhvers konar paradís. Því miður fór sagan svo að umræddir innbrotsþjófar áttuðu sig fljótlega á því að annar verkstjóri var í húsinu líka. Sem þeir lömdu og rændu. „Það kom aðeins til átaka á milli þeirra en sem betur fer, hurfu þeir síðan á brott. Við komum okkur út úr húsinu og harðneituðum að gista þar aftur. Fórum á hótel.“ Þremur dögum síðar, fór hinn verkstjórinn frá Ístak heim. Sem var þegar plönuð heimferð. „Þar fékk hann einhverja áfallahjálp. Sem er mjög gott því mér lærðist það síðar að þegar fólk lendir í áföllum, skiptir sköpum að fólk fái áfallahjálpina helst ekki síðar en þremur dögum eftir að áfallið á sér stað.“ Nokkrum vikum síðar fór Björn sjálfur heim. Fékkstu áfallahjálp þá? „Nei reyndar ekki.“ Allt til ársins 2020 var Björn að vinna fyrir Ístak hér og þar og alls staðar og horfandi til baka á starfsferilinn segir hann starfið og reynsluna hafa verið forréttindi að upplifa. Enda hefur hann frá fyrsta degi fundið sig vel í smíðinni. Hættur að vinna (eða þannig!) Það er svo gaman að spjalla við kynslóðirnar sem muna tímana tvenna. Fólkið sem hefur þroska til að vera rólegt yfir nánast hverju sem er. Því lífið hefur kennt þeim svo margt. Þótt Björn segi eftir köstin af atvikinu hræðilega á Jamaíka ekki hafa verið nein, viðurkennir hann að hafa æ síðan alltaf passað upp á að læsa vel öllum gluggum og hurðum áður en hann fer að sofa. „Maður er alltaf var um sig einhvern veginn.“ En hugsandi til baka, upplifir hann ævina og starfsferilinn fyrst og fremst sem forréttindi. AÐ hafa rambað inn á þá réttu hillu að vera smiður. Og hafa fengið að upplifa svona margt. Ekki síst að fylgja dótturinni sem leiðsögumaður til Ísrael þegar sú ferð var farin árið 1999. „Þetta var geggjuð ferð,“ segir Björn. „Það var svo gaman að vera með hópnum og sýna þeim Jerúsalem og Dauða hafið og alla þessa staði sem maður hafði sjálfur séð svo oft. Þetta var einfaldlega geggjuð ferð.“ Pabbastoltið leynir sér ekki. „Í höllinni voru stór spjöld þar sem mátti sjá hverjum var spáð sigrinum og þar var nafnið hennar alltaf efst því hún þótti svo sigurstrangleg. Allir blaðamennirnir vildu mest tala við hana og þótt ég hefði aldrei heyrt hana tala ensku, var ég allt í einu að fylgjast með henni tala við alla þessa fjölmiðla í beinni útsendingu, á ensku og eins og ekkert væri sjálfsagðara,“ segir Björn og kann varla að lýsa því með orðum, hversu dugleg dóttirin var. „Fyrir utan það hvað hún stóð sig vel á sviðinu sjálfu.“ Stefni á að halda okkur í keppninni hefur Morgunblaðið eftir Selmu Björnsdóttur rétt fyrir stóra kvöldið á sviðinu í Jerúsalem 1999 þegar Selma að okkur fannst í raun sigraði Eurovision, í 2.sæti með lagið All Out of Luck. Pabbi Selmu var leiðsögumaður ferðarinnar, enda öllum hnútum kunnugur í Ísrael. Fyrir utan smíðar í dag, elskar Björn bæði golfið og bridge. „Ég var nýverið á alþjóðlegu bridge móti í Madeira. Þar sem maður spilaði golf á daginn og síðan bridge frá klukkan 16-21.“ Og það er auðheyrt á lýsingunni að fullkomnari geta dagarnir varla orðið. Tvisvar á ári sækir hann síðan Flórída heim. Þar sem fyrrnefndir vinir og Myndformsbræður halda til haga hluta úr ári. „Það er helst að maður finni mun á verðlaginu,“ svarar hann aðspurður um hvort fólk upplifi einhverja breytingu á Bandaríkjunum, svona í kjölfar þess að Trump tók við. „Allt annað í daglegu lífi þar er þó svipað eða eins og áður.“ Það er gaman að taka spjallið um lífið og tilveruna við kall eins og Bjössa. Fæddur 1949, búinn að lifa tímanna tvenna og er ekkert að harma eitt eða neitt í lífinu. Björn er einn þeirra sem þykist vera hættur að vinna. Eða þannig. Því það er brjálað að gera...Vísir/Vilhelm En hvað varstu að tala um að hafa verið að koma heim frá smíðum áðan. Ertu ekki hættur að vinna? „Jú, jú. Ég hætti að vinna hjá Ístak 2020 og hafði svo sem ekki smíðað þá í mörg ár, aðeins verið í stjórnendahlutverki. En síðustu árin höfum við verið þó nokkuð tveir saman félagar að smíða og það er mjög gaman og gefandi,“ segir Björn og bætir síðan við: Þannig að það má í raun segja að frá því að ég hætti að vinna, hefur verið brjálað að gera.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Enda hryllilegt að sjá þetta fyrir sér: Smiðurinn sem var að vinna fyrir Ístak í útlöndum, giftur og fjögurra barna faðir, vaknar til að fara á klósettið en er nokkrum mínútum síðar liggjandi á gólfinu; bundinn höndum og fótum og með handklæði yfir hausinn. Atvik sem helst líkist atriði eins og við sjáum í bíómyndum. „Ég hélt þeir myndu drepa mig,“ segir Björn. En bætir litlu síðar við: „Þetta hefur samt aldrei plagað mig neitt þannig.“ Svona eins og kallar á hans aldri segja. Sem aldrei hafa fengið eitt eða neitt sem líkist áfallahjálp. Fæddur árið 1948 og einfaldlega vanur að bera harm sinn í hljóði, að dugnaður sé dyggð og ekkert annað en að gera að harka hlutina af sér ef eitthvað er. Björn er af kynslóðinni sem byrjaði ungur að vinna og koma upp heimili og börnum. Ætlaði að verða sjómaður en endaði sem smiður. Stundar golfið af kappi og hefur spilað bridge síðan hann var 16 ára. Dýrkar og dáir eiginkonu og börn og einfaldlega ljómar í framan þegar hann ræðir hæfileikabúntin og ríkidæmið sem hann á; dæturnar fjórar, ellefu barnabörn og eitt langaafabarn. Í dag kynnumst við Bjössa. Björn hefur starfað víðs vegar um heiminn og var á Jamaíka þegar innbrotsþjófar hótuðu að drepa hann. Stundum var Björn frá fjölskyldunni í sex mánuði í senn og þetta var á þeim tíma þegar símtölin á milli landa voru fá: Þau voru svo dýr! Ástin fannst í Glaumbæ Ástæðan fyrir því að Björn ætlaði að verða sjómaður var vegna þess að móðurbróðir hans var það. „Og mig langaði að vera eins og hann.“ Björn er næst yngstur fimm systkina. Sonur hjónanna Friðþjófs Björnssonar og Ingibjargar Marelsdóttur. Björn ólst upp í smáíbúðahverfinu; á góðu heimili í Heiðargerði. „Þarna var gífurlega mikið af börnum og allir fluttu inn í hálfkláruð hús,“ segir Björn þegar hann lýsir hverfinu og tíðarandanum sem ríkti. „Þetta var skemmtileg tilvera, maður hafði engar áhyggjur af neinu,“ segir Björn. Og það er auðheyrt að æskan var honum góð. Útileikirnir hjá krökkunum í hverfinu voru vinsælir. „Við fórum í Fallin spýta, Yfir og alla þessa leiki, bara nefndu það.“ Er þá ótalinn fótboltinn. „Ég var auðvitað í Víking.“ Bítlarnir og Rolling Stones voru átrúnaðargoðin um og eftir fermingu. „Þegar allir voru í háhæluðum skóm og með sítt hár, það var voða töff,“ segir Bjössi og hlær. Böllin fyrir ungmenni voru haldin í Lídó í Skaftahlíð. Sem síðar varð Tónabær. „Þar voru alvöru hljómsveitir að spila um helgar og við unglingarnir fórum þangað á böll. Sem síðar þróaðist í að fara á böllin í Breiðfirðingabúð,“ segir Björn og skýrir þannig út hver vegferðin var hjá flestu ungu fólki í Reykjavík á þessum tíma. „Síðan endaði maður í Glaumbæ.“ Sem svo sannarlega er ástæða til að nefna sérstaklega. Því það var einmitt í Glaumbæ sem Björn hitti sína heittelskuðu: eiginkonuna Aldísi Elíasdóttur. Glaumbær sá um hittinginn segir Björn um það þegar hann hitti sína heittelskuðu; eiginkonuna Aldísi Elíasdóttur. Fyrir 25 ára voru þau búin að kaupa íbúð og dæturnar orðnar tvær. Fyrir þrítugt voru dæturnar orðnar fjórar og í dag eru barnabörnin ellefu plús eitt langafa- og langömmubarn.Vísir/Vilhelm Beta eða VHS? Björn kláraði fjórða bekk í gagnfræðaskóla og fór á námskeið á skólaskipinu Sæbjörg sem þá var fyrir unga menn sem vildu læra að verða sjómenn. „Sæbjörg sigldi í kringum landið og kenndi okkur allar tegundir veiða,“ útskýrir hann. Þegar Björn fór að vinna í landi, æxlaðist það svo til að hann fór að vinna fyrir trésmíðameistara. Sem hann síðar fór á samning hjá og varð því trésmiður sjálfur; kláraði Iðnskólann og síðan Meistaraskólann. Björn fór að vinna hjá Ístak sem ungur maður. En hætti um tíma og fór að reka vídeóleigur. Í félaga við annan mann. Rekstur sem hófst þegar enn var deilt um það hvort yrði ofan á: VHS eða Beta spólurnar. „Ja það var reyndar ekki alveg útséð um það enn þá þegar við byrjuðum,“ segir Björn um þau mál. Þetta var árið 1985 og árin á eftir má segja að á Íslandi hafi sprottið vídeóleigur á nánast hverju götuhorni. Leigurnar sem Björn og félagi var með voru í Mosfellsbæ, Reykjavík, Garðabæ og Keflavík. Björn fór í rekstur á videóleigum 1985 þegar enn var ekki útséð hvort yrði ofan á: VHS eða Betuspólurnar. Félagarnir fóru síðan í rekstur á LA kaffi stuttu eftir að bjórinn var leyfður en Björn segir nú lítið hafa verið upp úr þessum rekstri að hafa. Félagarnir voru reyndar að gera meira en að leigja spólur og reka vídeóleigur. Því þeir sáu líka um að fjölfalda og dreifa fyrir aðra: „Við sáum til dæmis um alla dreifingu fyrir Árna Sam.“ Þá voru þeir líka aðeins að kaupa og selja sjálfstætt framleiddar myndir (e. independence) og að minnsta kosti tvisvar fór Björn erlendis á kvikmyndahátíðir vegna þessa. Við lýsinguna er ekki annað að heyra en að reksturinn hafi verið keimlíkur því konsepti sem við nú þekkjum hjá Myndform í Hafnarfirði, líka eigendur Laugarásbíó. Sem er nokkuð sniðugt því af tilviljun kemur í ljós í spjallinu, að bestu vinir Björns eru einmitt tvíburabræðurnir og Myndformsbræður: Magnús og Gunnar Gunnarssynir: „Ég segi oft í gríni að það eina sem ég hafi fengið út úr þessu brölti var að kynnast Magga og Gunna,“ segir Björn og hlær. Þær eru ófáar golf-myndirnar í einkasafni Björns, þar sem meðal annars má sjá glitta í bestu vinina Myndformsbræður. Á neðri mynd til hægri er Björn að spila golf á Grænlandi en til hægri á Madeira svo eitthvað sé nefnt. Félagarnir hættu síðan í þessum rekstri og keyptu LA kaffi. Skemmtistað sem um árabil var staðsettur á horni Laugavegs og Frakkastígs. Skemmtistaðurinn Tveir vinir voru þar á neðri hæðinni og ekki laust við að báðir staðirnir næðu nokkrum vinsældum um hríð. Þetta var árið 1990 og svo sem ekki að undra að margir nýir skemmtistaðir væru að reyna að hasla sér völl í Reykjavík. „Því bjórinn var nýkominn,“ segir Björn og vísar þar í lagabreytinguna árið 1989 þegar bjór var loks leyfður á Íslandi, eftir margra áratuga bann. LA kaffi var opið öll kvöld vikunnar. Þótt það hafi nú einkum bara verið á föstudags- og laugardagskvöldum sem eitthvað var að gera. „Ekki að það hafi nokkuð verið upp úr þessu að hafa,“ segir Björn svo og hlær. Á vegum Ístaks starfaði Björn víðs vegar um heiminn um árabil. Allt frá köldustu stöðunum yfir í að svamla með Moggann í heitum sjó eða við sögulegustu minjar heims. Björn vann í Ísrael, Noregi, Grænlandi og Jamaíka. Ríkidæmið heima fyrir Eins og önnur ung hjón á þessum tíma, fóru Björn og Aldís snemma í barneignir og íbúðarkaup. Fyrsta íbúðin sem þau keyptu var í Hafnarfirði. Þá voru dæturnar orðnar tvær. Aðrar tvær bættust í hópinn fljótlega en dætur Björns og Aldísar eru: Birna Gyða, fædd 1970. Hrafnhildur, fædd 1972. Selma, fædd 1974. Guðfinna Björg, fædd 1978. Eruð þið að kveikja? Já, Björninn sem við erum sumsé að ræða við er enginn annar en pabbi Selmu Björns söngkonu með meiru. Og Hrafnhildar Björns óperusöngkonu. Og afi Anítu Rós Þorsteinsdóttur, sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2024. Og uppljóstraði stuttu síðar að hún gengi með barn. Sem er þá tilvísun í fyrsta langafa- og ömmubarns Björns og Aldísar. Björn segir dæturnar hafa erft sönghæfileikana frá móður sinni. Enda hefði Aldís getað orðið flott söngkona sjálf segir hann, með glampa í augum. Meira að segja barnabarnið Aníta hefur keppt í Söngvakeppni sjónvarpsins þannig að hæfileikarnir ganga kynslóðirnar á milli. Björn segir þó sönghæfileikana ekki koma frá sínum legg. Þó hafi verið sungið í hans fjölskyldu. Aldís sé sú sem syngi mjög vel. Hreinlega stórkostlega að manni heyrist. „Já hún hefði alveg getað orðið mjög flott söngkona sjálf,“ segir Björn íbyggin. En hvernig ætli það sé að vera foreldri frægra? Dívu eins og Selmu Björns? Er það ekki stundum erfitt; allir þekkja hana, samfélagsmiðlar og svo framvegis? „Nei,“ svarar Björn að bragði. Ég er fyrst og fremst bara rígmontinn. Stoltur af henni og þeim öllum, enda eldklárar, ekki aðeins í því að syngja og koma fram heldur svo mörgu öðru líka.“ Svo skemmtilega vill til að þegar Selma nánast sigraði fyrir okkur Eurovision, fór Björn með í ferðina sem leiðsögumaður. Því framlagið All out of luck var í Ísrael, þar sem Björn var öllum hnútum kunnugur þá þegar. Við skulum byrja á að heyra hvers vegna… Hvar er ég nú? Eftir reksturinn á LA kaffi, fór Björn að vinna aftur hjá Ístak. Sem kom að mörgum virkjanaframkvæmdum á Íslandi en hefur líka alltaf verið umsvifamikið í verkefnum erlendis. Meðal annars vegna þess að það er stofnað sem dótturfélag danska fyrirtækisins E. Pihl & Søn. Sem í áratugi hefur verið með verkefni víðs vegar um heiminn. Sem á endanum var sú vegferð sem varð hjá Birni. Og því ekki nema von að ein myndin hans í einkaalbúminu sé með spurningunni: Hvar er ég nú? Því árin 1994 til 1996 vann Björn á vegum Ístak í Ísrael. „Ég var úti í sex mánuði í senn.“ Sem svo sannarlega verður að teljast langur tími. Ekki síst fyrir þær sakir að ekki voru það samfélagsmiðlarnir eða myndsímtölin sem voru í boði þá. Meira að segja rándýrt að hringja á milli landa. Eitthvað sem fólk almennt gerði ekki nema örsjaldan. „Sem betur fer kom konan þó í heimsókn tvisvar og meira að segja kom sú yngsta með henni í seinna skiptið,“ segir Björn. Talið berst að Ísrael þá og nú. Því þegar Björn er að vinna þar, var staðan ekki heldur góð. „Það voru tíðar sjálfsvígsárásir á þá. Þar sem fólk var sprengt upp í strætisvögnum eða kaffihúsum. Þetta var því alveg staður sem maður hugsaði sig tvisvar um að fara á,“ segir Björn. Sem betur fer var þó ágætlega friðsælt í landinu þessi tvö ár sem Björn var þar. Sem er æðislegt því það var líka svo margt frábært þar að upplifa. Smábátahöfnina sem þeir voru að byggja, Tel Avív, Dauða hafið og allt þetta umhverfi í kringum þennan sögufræga stað sem Jerúsalem er. En maður fann alltaf hvað hatrið var ofboðslega mikið í fólki. Sem nú virðist hafa snúist upp í andhverfu sína því að manni sýnist hafa þeir kallað stöðuna í dag svolítið sjálfir yfir sig; reyndust ekki skömminni skárri sjálfir en þeir aðilar sem þeir hötuðu mest.“ Í fjögur ár vann Björn á Grænlandi, frá 2012 til 2020 en ekki í samfellu og því var úthaldið þaðan ekki eins mikið frá fjölskyldunni og þegar hann var lengra í burtu. Björn vann líka í Noregi um tíma. „Nyrst í Noregi. Það var hræðilega kalt þar á veturna. Yfir 20 stiga frost.“ Og notabene; Þeir að vinna úti en ekki inni! Mynd sem yljar. Enda ólíkt því umhverfi þegar Björn var að vinna í yfir 20 stiga frosti í Norður Noregi. Úti! Atvikið sem við heyrðum um í byrjun, gerðist um nótt þegar Björn var að vinna á Jamaíka. Það var árið 2009. Fátækin á Jamaíka var mjög mikil. Ég og annar verkstjóri bjuggum samt í mjög fínu einbýlishúsi í fínu hverfi. Glæpir voru mjög tíðir og alvarlegir, það sá maður í fréttum alla daga.“ En líka í nærumhverfinu. Því einn daginn þegar Björn og félagi hans mættu til vinnu, mættu þeir vinnumanni sem kom út úr vinnuskúrnum. Þegar þeir fóru inn í skúrinn, sáu þeir þar annan mann liggjandi í blóði sínu. „Þeir fóru að rífast um málmband. Með þeim afleiðingum að annar þeirra – sá sem við mættum fyrir utan – dró upp hníf og stakk hinn til bana.“ Út af málbandi! Björn segir þetta atvik lýsa því vel, hversu lítt lífið var metið í samfélaginu. „Almennt var það þó þannig að við hvíta fólkið frá útlöndum vorum látin vera. Átök og glæpir voru meiri innbyrðis hjá frumbyggjunum sjálfum,“ segir Björn. Björn fékk ekki áfallahjálp eftir atvikið hræðilega á Jamaíka en viðurkennir að hafa æ síðan passað vel upp á að allir gluggar og hurðar séu læst fyrir nóttina. Er var um sig. Enda var Björn sannfærður um að þessa nótt yrði hann drepinn.Vísir/Vilhelm Þessa nótt sem Björn var næstum því drepinn, vaknaði hann upp til að fara á salernið. En þegar hann var kominn inn á klósett, sér hann að glugginn þar er opinn og áttar sig á því að frammi í stofu eru innbrotsþjófar á ferð. „Ég kallaði fram: Hver andskotinn gengur á hérna?“ segir Björn. „Sagði þeim að koma sér út, ég væri búinn að hringja í lögregluna.“ Veit Björn ekki fyrr en hurðinni að klósettinu er sparkað upp og tveir heimamenn stökkva á hann með hníf og skammbyssu og henda honum í gólfið. Lýsingin er martraðarkennd og ekki laust við að virka frekar sturluð: Voru þetta kannski uppdópaðir fíklar? „Nei, þeir voru ekki uppdópaðir,“ segir Björn. Og skýrir út, að svona hafi samfélagið einfaldlega verið á þessum tíma á Jamaíka. Þessu samfélagi sem okkur hinum langar svo að hugsa til sem einhvers konar paradís. Því miður fór sagan svo að umræddir innbrotsþjófar áttuðu sig fljótlega á því að annar verkstjóri var í húsinu líka. Sem þeir lömdu og rændu. „Það kom aðeins til átaka á milli þeirra en sem betur fer, hurfu þeir síðan á brott. Við komum okkur út úr húsinu og harðneituðum að gista þar aftur. Fórum á hótel.“ Þremur dögum síðar, fór hinn verkstjórinn frá Ístak heim. Sem var þegar plönuð heimferð. „Þar fékk hann einhverja áfallahjálp. Sem er mjög gott því mér lærðist það síðar að þegar fólk lendir í áföllum, skiptir sköpum að fólk fái áfallahjálpina helst ekki síðar en þremur dögum eftir að áfallið á sér stað.“ Nokkrum vikum síðar fór Björn sjálfur heim. Fékkstu áfallahjálp þá? „Nei reyndar ekki.“ Allt til ársins 2020 var Björn að vinna fyrir Ístak hér og þar og alls staðar og horfandi til baka á starfsferilinn segir hann starfið og reynsluna hafa verið forréttindi að upplifa. Enda hefur hann frá fyrsta degi fundið sig vel í smíðinni. Hættur að vinna (eða þannig!) Það er svo gaman að spjalla við kynslóðirnar sem muna tímana tvenna. Fólkið sem hefur þroska til að vera rólegt yfir nánast hverju sem er. Því lífið hefur kennt þeim svo margt. Þótt Björn segi eftir köstin af atvikinu hræðilega á Jamaíka ekki hafa verið nein, viðurkennir hann að hafa æ síðan alltaf passað upp á að læsa vel öllum gluggum og hurðum áður en hann fer að sofa. „Maður er alltaf var um sig einhvern veginn.“ En hugsandi til baka, upplifir hann ævina og starfsferilinn fyrst og fremst sem forréttindi. AÐ hafa rambað inn á þá réttu hillu að vera smiður. Og hafa fengið að upplifa svona margt. Ekki síst að fylgja dótturinni sem leiðsögumaður til Ísrael þegar sú ferð var farin árið 1999. „Þetta var geggjuð ferð,“ segir Björn. „Það var svo gaman að vera með hópnum og sýna þeim Jerúsalem og Dauða hafið og alla þessa staði sem maður hafði sjálfur séð svo oft. Þetta var einfaldlega geggjuð ferð.“ Pabbastoltið leynir sér ekki. „Í höllinni voru stór spjöld þar sem mátti sjá hverjum var spáð sigrinum og þar var nafnið hennar alltaf efst því hún þótti svo sigurstrangleg. Allir blaðamennirnir vildu mest tala við hana og þótt ég hefði aldrei heyrt hana tala ensku, var ég allt í einu að fylgjast með henni tala við alla þessa fjölmiðla í beinni útsendingu, á ensku og eins og ekkert væri sjálfsagðara,“ segir Björn og kann varla að lýsa því með orðum, hversu dugleg dóttirin var. „Fyrir utan það hvað hún stóð sig vel á sviðinu sjálfu.“ Stefni á að halda okkur í keppninni hefur Morgunblaðið eftir Selmu Björnsdóttur rétt fyrir stóra kvöldið á sviðinu í Jerúsalem 1999 þegar Selma að okkur fannst í raun sigraði Eurovision, í 2.sæti með lagið All Out of Luck. Pabbi Selmu var leiðsögumaður ferðarinnar, enda öllum hnútum kunnugur í Ísrael. Fyrir utan smíðar í dag, elskar Björn bæði golfið og bridge. „Ég var nýverið á alþjóðlegu bridge móti í Madeira. Þar sem maður spilaði golf á daginn og síðan bridge frá klukkan 16-21.“ Og það er auðheyrt á lýsingunni að fullkomnari geta dagarnir varla orðið. Tvisvar á ári sækir hann síðan Flórída heim. Þar sem fyrrnefndir vinir og Myndformsbræður halda til haga hluta úr ári. „Það er helst að maður finni mun á verðlaginu,“ svarar hann aðspurður um hvort fólk upplifi einhverja breytingu á Bandaríkjunum, svona í kjölfar þess að Trump tók við. „Allt annað í daglegu lífi þar er þó svipað eða eins og áður.“ Það er gaman að taka spjallið um lífið og tilveruna við kall eins og Bjössa. Fæddur 1949, búinn að lifa tímanna tvenna og er ekkert að harma eitt eða neitt í lífinu. Björn er einn þeirra sem þykist vera hættur að vinna. Eða þannig. Því það er brjálað að gera...Vísir/Vilhelm En hvað varstu að tala um að hafa verið að koma heim frá smíðum áðan. Ertu ekki hættur að vinna? „Jú, jú. Ég hætti að vinna hjá Ístak 2020 og hafði svo sem ekki smíðað þá í mörg ár, aðeins verið í stjórnendahlutverki. En síðustu árin höfum við verið þó nokkuð tveir saman félagar að smíða og það er mjög gaman og gefandi,“ segir Björn og bætir síðan við: Þannig að það má í raun segja að frá því að ég hætti að vinna, hefur verið brjálað að gera.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00
Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00