Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar 8. desember 2025 08:15 Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Hvað þýða fyrirliggjandi áætlanadrög fyrir Austfirðinga? Slagorðið var „Ræsum vélarnar“ en eins og staðan er núna lítur út fyrir að á Austurlandi verði mjög hljólátt þar sem nánast öllum framkvæmdum er slegið á frest, hvort sem um er að ræða göng, þjóðveg 1 eða Öxi. Og talandi um Öxi, þá hefjast framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi ekki að neinu marki fyrr en á tímabilinu 2031-2035 samkvæmt áætluninni. Eins og margir vita er umferð yfir Öxi oft á tíðum meiri en um þjóðveg 1 og er umferðarþunginn yfir þennan 18 kílómetra malarveg slíkur að ekki hefst undan að sinna viðhaldi á honum. Þá er ótalin slysahætta og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stytta leiðina milli Suðurlands og miðausturlands um 67 kílómetra. Vegurinn er langt kominn í hönnun og sveitarfélög á Austurlandi hafa verið einhuga um að framkvæmdin ætti að vera í forgangi. Ítrekar hefur framkvæmdums samt verið frestað þar en það sem þarf að gera er að færa til fjármuni og ræsa vélarnar. Samkvæmt nýlegri greiningu Analytica skapar Austurland gríðarleg verðmæti, þar búa 2,9% landsmanna en þessi prósenta skilar 23% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem er tæplega 10x hærra en annars staðar. Tekjurnar koma meðal annars frá sjávarútvegi, fiskeldi, álframleiðslu og ferðaþjónustu. Þar að auki er tæplega þriðjungur alls rafmagns íslendingar nota framleitt á Austurlandi. Þegar einn landsfjórðungur skilar jafn miklu inn í samneyslu þjóðarinnar ætti það ekki að leiða til þess að fjórðungurinn sitji eftir í innviðauppbyggingu en engar stórar framkvæmdir hafa verið í vegamálum á Austurlandi í áraraðir. Það næsta sem kemst því er brú yfir Hornafjarðarfljót, sem er í Suðurkjördæmi. Austfirðingar lifa í þeirri von að hlutur fjórðungsins verði réttur í meðhöndlun samgönguáætlunar á Alþingi. Þegar samgönguáætlun verður tekin til umræðu á Alþingi vil ég hvetja alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að leiðrétta áætlunina og fylla upp í það holrúm sem hefur myndast í framkvæmdum á samgönguinnviðum á Austurlandi. Til dæmis með því að færa fjármuni sem ætlaðir eru í famkvæmdir við veginn yfir Öxi framar þannig að heilsársvegur verði kominn í gagnið á næstu fimm árum. Þó að mistök hafi átt sér stað við gerð í þessum drögum að samgönguáætlun, þá er enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Höfundur er Austfirðingur, búsettur á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Hvað þýða fyrirliggjandi áætlanadrög fyrir Austfirðinga? Slagorðið var „Ræsum vélarnar“ en eins og staðan er núna lítur út fyrir að á Austurlandi verði mjög hljólátt þar sem nánast öllum framkvæmdum er slegið á frest, hvort sem um er að ræða göng, þjóðveg 1 eða Öxi. Og talandi um Öxi, þá hefjast framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi ekki að neinu marki fyrr en á tímabilinu 2031-2035 samkvæmt áætluninni. Eins og margir vita er umferð yfir Öxi oft á tíðum meiri en um þjóðveg 1 og er umferðarþunginn yfir þennan 18 kílómetra malarveg slíkur að ekki hefst undan að sinna viðhaldi á honum. Þá er ótalin slysahætta og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stytta leiðina milli Suðurlands og miðausturlands um 67 kílómetra. Vegurinn er langt kominn í hönnun og sveitarfélög á Austurlandi hafa verið einhuga um að framkvæmdin ætti að vera í forgangi. Ítrekar hefur framkvæmdums samt verið frestað þar en það sem þarf að gera er að færa til fjármuni og ræsa vélarnar. Samkvæmt nýlegri greiningu Analytica skapar Austurland gríðarleg verðmæti, þar búa 2,9% landsmanna en þessi prósenta skilar 23% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem er tæplega 10x hærra en annars staðar. Tekjurnar koma meðal annars frá sjávarútvegi, fiskeldi, álframleiðslu og ferðaþjónustu. Þar að auki er tæplega þriðjungur alls rafmagns íslendingar nota framleitt á Austurlandi. Þegar einn landsfjórðungur skilar jafn miklu inn í samneyslu þjóðarinnar ætti það ekki að leiða til þess að fjórðungurinn sitji eftir í innviðauppbyggingu en engar stórar framkvæmdir hafa verið í vegamálum á Austurlandi í áraraðir. Það næsta sem kemst því er brú yfir Hornafjarðarfljót, sem er í Suðurkjördæmi. Austfirðingar lifa í þeirri von að hlutur fjórðungsins verði réttur í meðhöndlun samgönguáætlunar á Alþingi. Þegar samgönguáætlun verður tekin til umræðu á Alþingi vil ég hvetja alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að leiðrétta áætlunina og fylla upp í það holrúm sem hefur myndast í framkvæmdum á samgönguinnviðum á Austurlandi. Til dæmis með því að færa fjármuni sem ætlaðir eru í famkvæmdir við veginn yfir Öxi framar þannig að heilsársvegur verði kominn í gagnið á næstu fimm árum. Þó að mistök hafi átt sér stað við gerð í þessum drögum að samgönguáætlun, þá er enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Höfundur er Austfirðingur, búsettur á Djúpavogi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun