Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 07:30 Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samgönguáætlun Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun