Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2025 22:30 Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum þann 13. nóvember síðastliðinn. Bjarni Einarsson „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. „Tvær til þrjár fjölskyldur hafa hug á að flytja í Mjóafjörð um leið og Fjarðagöng verða tilbúin. Þannig að þetta verður án efa gríðarleg lyftistöng fyrir hann,“ segir Erlendur og segir heilsársbúsetu í Mjóafirði undir. Tafir megi ekki verða á Fjarðagöngum. Tvö ár eru frá því Erlendur hratt af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Í síðasta mánuði gekk hann á fund Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra og afhenti honum undirskriftirnar, sem sjá má í þessari frétt: Áskorun Erlends og félaga um Fjarðagöng í forgang þýddi að þau yrðu sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem undanfarin fimm ár hafa verið efst á forgangslistanum. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar var sú að setja Fljótagöng á Norðurlandi í fyrsta sæti. Fjarðagöngin fóru í annað til þriðja sæti ásamt Súðavíkurgöngum en Fjarðarheiðargöng voru söltuð. Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri segir að vegurinn um Mjóafjarðarheiði sé almennt lokaður frá því að vetur leggst að og fram á vormánuði. Á tímabilinu 2010 til 2024 hafi vegurinn verið lokaður að jafnaði í 161 sólarhring eða 44 prósent hluta ársins. Erlendur segir að ekkert þýði að eiga minni bíl til að komast í sem lengstan tíma yfir veturinn til Mjóafjarðar. Hér hefur snjóþekjan brostið undan jeppanum.Úr einkasafni „Við fögnum nýrri samgönguáætlun. Loksins er hoggið á þann hnút sem verið hefur í jarðgangamálum frá því Fjarðarheiðargöng voru sett í fyrsta sætið,“ segir Erlendur og telur það hafa legið fyrir lengi að Fjarðarheiðargöng yrðu færð aftar. Gömul mynd af Erlendi með eldri dóttur sinni í bátsferð á Mjóafirði.Úr einkasafni „Og eiginlega óskiljanlegt að þessi framkvæmd hafi yfir höfuð farið svona langt, miðað við hversu óhagstæð Fjarðarheiðargöng eru, þjóna fáum og hversu jarðfræðilegar rannsóknir komu illa út. Skýrsla Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri endurspeglar og staðfestir það sem við höfum bent á í að verða þrjú ár. Fjarðagöng eru hagkvæmari kostur sem þjónar mun fleirum.“ Erlendur segir að meirihluti íbúa Fjarðabyggðar sé á undirskriftalistanum um Fjarðagöng í forgang. „Þannig að það segir sig sjálft að þeir fagna. Við höfum fengið hundruð skilaboða, tölvupósta og hringinga með þökkum fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins.” Erlendur starfaði á sínum tíma við fiskeldi í Mjóafirði en þegar það lagðist af flutti hann til Norðfjarðar vegna atvinnu. Erlendur og kona hans stefndu á að flytja aftur til Mjóafjarðar en þar búa núna ellefu manns í vetur. Síldarsöltun á Mjóafirði árið 1965.Aðsend Tölurnar sýna hrun byggðarinnar. Árið 1901 bjuggu 398 manns í Mjóafjarðarhreppi, árið 1940 voru íbúarnir 189 talsins og árið 1970 var íbúafjöldi Mjóafjarðar kominn niður í 49 manns, samkvæmt gögnum Hagstofu. Flutningaskip sækir afurðir Mjófirðinga fyrir sextíu árum.aðsend „Við myndum búa þar ef ekki væri nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tengingu við Fjórðungssjúkrahúsið vegna þess að yngri dóttir okkar er langveik,“ segir Erlendur en segist þó ætíð reyna að halda jól og páska á æskuslóðunum í Mjóafirði. Húsið Kastali í Mjóafirði sem Erlendur ólst upp í.Úr einkasafni -Hefur þú fundið fyrir reiði á Austurlandi í þinn garð vegna þessarar niðurstöðu um breytta forgangsröðun jarðganga? „Já, við höfum heldur betur fengið að kynnast því. Öflugur hópur, hálfgerður öfgahópur innan Múlaþings, heldur öllu í gíslingu. Það eru það sterk ítök sem þessi hópur hefur að margt sveitarstjórnarfólk liggur hreinlega á sínum skoðunum til að verða ekki tekið fyrir. Núna þurfa kjörnir fulltrúar Fjarðabyggðar að fara að styðja þessa ákvörðun ef þeir ætla sér að sitja lengur en þetta kjörtímabil,“ segir Erlendur. Erlendur Magnús Jóhannsson fór fyrir söfnun undirskriftanna til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson -En ertu sáttur við þá niðurstöðu að göng á Austurlandi hafi verið sett aftur fyrir Fljótagöng? „Við hefðum auðvitað viljað sjá Fjarðagöng í fyrsta sæti. En það er búið að eyrnamerkja Fjarðagöngum 70 milljónir króna strax á næsta ári og svo 200 milljónir til ársins 2028. Þannig að þetta er í nálægri framtíð og ekki svo langt í að byrjað verði á rannsóknum.“ Snjóbíll frá Reyðarfirði hefur stundum verið fenginn til að gera slóða fyrir jeppa á leið yfir Mjóafjarðarheiði að vetrarlagi.Úr einkasafni -Fjarðagöng eru sett saman með Súðavíkurgöngum í annað til þriðja sæti. Óttastu að Súðavíkurgöng verði tekin á undan Fjarðagöngum? „Nei, við erum full bjartsýni að þau haldi sæti númer tvö.“ Þetta kort er aðalmyndin á facebook-síðu hópsins Fjarðagöng í forgang. Það sýnir hringleiðina sem skapast á Mið-Austurlandi með jarðgöngum um Mjóafjörð. -Gæti ósamstaða Austfirðinga tafið enn frekar jarðgöng á Austfjörðum og sett þau aftur fyrir göng á Vestfjörðum? „Já. Ef Múlaþing ætlast til að Fjarðarheiðargöng verði tekin inn aftur þá gæti það eðlilega tafið framkvæmd Fjarðaganga. Núna þurfa þeir bara að sætta sig við að rannsóknir, skýrslur og fleira eru ekki Fjarðarheiðargöngum í hag. Nær væri fyrir Múlaþing að sameinast um þá ákvörðun að koma Fjarðagöngum í fyrsta sætið, klára þau á fimm árum og samhliða byrja rannsóknir og undirbúning á þriðju göngum úr Mjóafirði til Héraðsins. Koma þannig hinum eiginlegu Samgöngum aftur til framkvæmda, eins og var samstaða um þar til Fjarðarheiðargöng voru dregin inn í myndina.“ Horft niður í Mjóafjörð.Úr einkasafni -Hvenær gerir þú þér vonir um að byrjað verði að bora hjá ykkur? „Haustið 2029. Fjarðagöng verða tilbúin 2033,“ svarar hann ákveðinn. „Við viljum gera Mið-Austurland strax að einu atvinnu- og byggðarsvæði sem myndi nýtast öllum íbúum Mið-Austurlands. Það verður einungis gert með því að byrja á Fjarðagöngum,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús. Hér má heyra rökstuðning ráðherra fyrir valinu: Jarðgöng á Íslandi Fjarðabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Byggðamál Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. 26. nóvember 2025 20:20 Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands. 12. apríl 2023 21:51 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Tvær til þrjár fjölskyldur hafa hug á að flytja í Mjóafjörð um leið og Fjarðagöng verða tilbúin. Þannig að þetta verður án efa gríðarleg lyftistöng fyrir hann,“ segir Erlendur og segir heilsársbúsetu í Mjóafirði undir. Tafir megi ekki verða á Fjarðagöngum. Tvö ár eru frá því Erlendur hratt af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Í síðasta mánuði gekk hann á fund Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra og afhenti honum undirskriftirnar, sem sjá má í þessari frétt: Áskorun Erlends og félaga um Fjarðagöng í forgang þýddi að þau yrðu sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem undanfarin fimm ár hafa verið efst á forgangslistanum. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar var sú að setja Fljótagöng á Norðurlandi í fyrsta sæti. Fjarðagöngin fóru í annað til þriðja sæti ásamt Súðavíkurgöngum en Fjarðarheiðargöng voru söltuð. Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri segir að vegurinn um Mjóafjarðarheiði sé almennt lokaður frá því að vetur leggst að og fram á vormánuði. Á tímabilinu 2010 til 2024 hafi vegurinn verið lokaður að jafnaði í 161 sólarhring eða 44 prósent hluta ársins. Erlendur segir að ekkert þýði að eiga minni bíl til að komast í sem lengstan tíma yfir veturinn til Mjóafjarðar. Hér hefur snjóþekjan brostið undan jeppanum.Úr einkasafni „Við fögnum nýrri samgönguáætlun. Loksins er hoggið á þann hnút sem verið hefur í jarðgangamálum frá því Fjarðarheiðargöng voru sett í fyrsta sætið,“ segir Erlendur og telur það hafa legið fyrir lengi að Fjarðarheiðargöng yrðu færð aftar. Gömul mynd af Erlendi með eldri dóttur sinni í bátsferð á Mjóafirði.Úr einkasafni „Og eiginlega óskiljanlegt að þessi framkvæmd hafi yfir höfuð farið svona langt, miðað við hversu óhagstæð Fjarðarheiðargöng eru, þjóna fáum og hversu jarðfræðilegar rannsóknir komu illa út. Skýrsla Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri endurspeglar og staðfestir það sem við höfum bent á í að verða þrjú ár. Fjarðagöng eru hagkvæmari kostur sem þjónar mun fleirum.“ Erlendur segir að meirihluti íbúa Fjarðabyggðar sé á undirskriftalistanum um Fjarðagöng í forgang. „Þannig að það segir sig sjálft að þeir fagna. Við höfum fengið hundruð skilaboða, tölvupósta og hringinga með þökkum fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins.” Erlendur starfaði á sínum tíma við fiskeldi í Mjóafirði en þegar það lagðist af flutti hann til Norðfjarðar vegna atvinnu. Erlendur og kona hans stefndu á að flytja aftur til Mjóafjarðar en þar búa núna ellefu manns í vetur. Síldarsöltun á Mjóafirði árið 1965.Aðsend Tölurnar sýna hrun byggðarinnar. Árið 1901 bjuggu 398 manns í Mjóafjarðarhreppi, árið 1940 voru íbúarnir 189 talsins og árið 1970 var íbúafjöldi Mjóafjarðar kominn niður í 49 manns, samkvæmt gögnum Hagstofu. Flutningaskip sækir afurðir Mjófirðinga fyrir sextíu árum.aðsend „Við myndum búa þar ef ekki væri nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tengingu við Fjórðungssjúkrahúsið vegna þess að yngri dóttir okkar er langveik,“ segir Erlendur en segist þó ætíð reyna að halda jól og páska á æskuslóðunum í Mjóafirði. Húsið Kastali í Mjóafirði sem Erlendur ólst upp í.Úr einkasafni -Hefur þú fundið fyrir reiði á Austurlandi í þinn garð vegna þessarar niðurstöðu um breytta forgangsröðun jarðganga? „Já, við höfum heldur betur fengið að kynnast því. Öflugur hópur, hálfgerður öfgahópur innan Múlaþings, heldur öllu í gíslingu. Það eru það sterk ítök sem þessi hópur hefur að margt sveitarstjórnarfólk liggur hreinlega á sínum skoðunum til að verða ekki tekið fyrir. Núna þurfa kjörnir fulltrúar Fjarðabyggðar að fara að styðja þessa ákvörðun ef þeir ætla sér að sitja lengur en þetta kjörtímabil,“ segir Erlendur. Erlendur Magnús Jóhannsson fór fyrir söfnun undirskriftanna til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson -En ertu sáttur við þá niðurstöðu að göng á Austurlandi hafi verið sett aftur fyrir Fljótagöng? „Við hefðum auðvitað viljað sjá Fjarðagöng í fyrsta sæti. En það er búið að eyrnamerkja Fjarðagöngum 70 milljónir króna strax á næsta ári og svo 200 milljónir til ársins 2028. Þannig að þetta er í nálægri framtíð og ekki svo langt í að byrjað verði á rannsóknum.“ Snjóbíll frá Reyðarfirði hefur stundum verið fenginn til að gera slóða fyrir jeppa á leið yfir Mjóafjarðarheiði að vetrarlagi.Úr einkasafni -Fjarðagöng eru sett saman með Súðavíkurgöngum í annað til þriðja sæti. Óttastu að Súðavíkurgöng verði tekin á undan Fjarðagöngum? „Nei, við erum full bjartsýni að þau haldi sæti númer tvö.“ Þetta kort er aðalmyndin á facebook-síðu hópsins Fjarðagöng í forgang. Það sýnir hringleiðina sem skapast á Mið-Austurlandi með jarðgöngum um Mjóafjörð. -Gæti ósamstaða Austfirðinga tafið enn frekar jarðgöng á Austfjörðum og sett þau aftur fyrir göng á Vestfjörðum? „Já. Ef Múlaþing ætlast til að Fjarðarheiðargöng verði tekin inn aftur þá gæti það eðlilega tafið framkvæmd Fjarðaganga. Núna þurfa þeir bara að sætta sig við að rannsóknir, skýrslur og fleira eru ekki Fjarðarheiðargöngum í hag. Nær væri fyrir Múlaþing að sameinast um þá ákvörðun að koma Fjarðagöngum í fyrsta sætið, klára þau á fimm árum og samhliða byrja rannsóknir og undirbúning á þriðju göngum úr Mjóafirði til Héraðsins. Koma þannig hinum eiginlegu Samgöngum aftur til framkvæmda, eins og var samstaða um þar til Fjarðarheiðargöng voru dregin inn í myndina.“ Horft niður í Mjóafjörð.Úr einkasafni -Hvenær gerir þú þér vonir um að byrjað verði að bora hjá ykkur? „Haustið 2029. Fjarðagöng verða tilbúin 2033,“ svarar hann ákveðinn. „Við viljum gera Mið-Austurland strax að einu atvinnu- og byggðarsvæði sem myndi nýtast öllum íbúum Mið-Austurlands. Það verður einungis gert með því að byrja á Fjarðagöngum,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús. Hér má heyra rökstuðning ráðherra fyrir valinu:
Jarðgöng á Íslandi Fjarðabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Byggðamál Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. 26. nóvember 2025 20:20 Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands. 12. apríl 2023 21:51 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. 26. nóvember 2025 20:20
Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands. 12. apríl 2023 21:51
Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14