Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur. Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur.
Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira