Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. október 2025 14:31 Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Húsnæðismál Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar