Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. október 2025 08:35 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksin, telur þörf á fleiri aðgerðum svo fólkið í landinu finni raunverulega fyrir því. Vísir/Lýður Valberg Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47