Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 15:07 Landsréttur gaf lítið fyrir að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira