Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2025 07:00 Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun