Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. september 2025 15:28 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls séð úr austri. Vísir/Sigurjón Ekki hefur orðið eitt einasta slys á gangandi vegfarendum eða hjólandi í beygjuvösum sem hafa verið fjarlægðir við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Vasarnir eru sagðir skapa mikla hættu fyrir gangandi og hjólandi. Árið 2008 varð alvarlegt slys í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu. Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu.
Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira