Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar 23. september 2025 09:01 Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Frístund barna Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar