Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 08:37 Búist er við því að Starmer tilkynni um viðurkenningu á ríki Palestínu síðar í dag. Vísir/EPA Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Búist er við því að fleiri lönd viðurkenni sjálfstæði Palestínu á morgun í aðdraganda Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni. Þau lönd sem hafa tilkynnt að þau ætli að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, auk Bretlands, eru Portúgal, Frakkland og Ástralía. Kanada, Spánn, Írland og Noregur gerðu það í fyrra. Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu 2011. Allsherjarþing síðar í vikunni Starmer sagði í júlí að hann myndi viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki fyrir fund leiðtoga á þingi Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni ef staðan hefði ekki batnað fyrir þann tíma. Meðal skilyrðanna sem Bretar settu Ísrael var að samþykkja vopnahlé og að hafin yrði vinna sem myndi tryggja frið til langs tíma þannig að Palestína og Ísrael gætu verið í friði hlið við hlið. Fólk tekur það með sér á flótta sem það getur. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að líklegt sé að Starmer tilkynni um þetta síðdegis í dag. Þessi ákvörðun sé að nokkru umdeild og sé mikil breyting frá fyrri utanríkisstefnu landsins. Fyrri ríkisstjórnir hafi alltaf sagt að viðurkenning á Palestínu muni fylgja friðarferli og á tíma sem það geti haft sem mest áhrif. Ekkert hefur gengið að koma á vopnahléi á Gasa síðan vopnahléi var slitið fyrr á árinu. Staðan hefur versnað verulega og nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði í síðustu viku að Ísraelsmenn hefðu framið þjóðarmorð á Gasa. Bandaríkjamenn beittu í vikunni neitunarvaldi gegn kröfu um vopnahlé. Þá hefur landtaka Ísraela á Vesturbakkanum samhliða átökum á Gasa verið harðlega gagnrýnd. 60 látin í árásum í gær Í frétt á vef Reuters í dag segir að Ísraelsher hafi haldið áfram hernaði sínum á Gasa í gær. Í það minnsta 60 Palestínubúar hafi látist í árásunum. Ísraelsher hafi í síðustu viku herjað sérstaklega á háar byggingar í Gasa borg ásamt því að hefja árásir á jörðu. Í frétt Reuters segir að frá því að í síðustu viku hafi hernum tekist að sprengja um tuttugu fjölbýlishús. Þá segir að samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael hafi um hálf milljón yfirgefið borgina síðan í upphafi mánaðar. Hamas segir þetta ekki rétt og að um 300 þúsund hafi farið og að enn séu um 900 þúsund manns í borginni, þar með talið gíslar frá Ísrael. Þúsundir hafa yfirgefið Gasa borg í september í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraelshers í borginni. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Hamas hafi birt myndskeið á samskiptamiðlinum Telegram af gíslunum og varað við því að hernaður Ísraelshers í Gasa-borg gæti skaðað gíslanna ef hann heldur áfram. 65 þúsund látin Á tæpum tveimur árum hafa um 65 þúsund manns, flest almennir borgarar og börn, verið drepin í árásum Ísraelshers. Víðtæk hungursneyð er auk þess á svæðinu og eyðileggingin gríðarleg. Átökin hófust eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 manns og tók 251 gísl. Enn eru 48 þeirra í haldi Hamas, af þeim eru tuttugu taldir enn á lífi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Portúgal Frakkland Ástralía Kanada Spánn Írland Noregur Tengdar fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. 20. september 2025 13:46 Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 18. september 2025 23:45 Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. 17. september 2025 08:39 „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16. september 2025 19:22 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Búist er við því að fleiri lönd viðurkenni sjálfstæði Palestínu á morgun í aðdraganda Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni. Þau lönd sem hafa tilkynnt að þau ætli að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, auk Bretlands, eru Portúgal, Frakkland og Ástralía. Kanada, Spánn, Írland og Noregur gerðu það í fyrra. Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu 2011. Allsherjarþing síðar í vikunni Starmer sagði í júlí að hann myndi viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki fyrir fund leiðtoga á þingi Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni ef staðan hefði ekki batnað fyrir þann tíma. Meðal skilyrðanna sem Bretar settu Ísrael var að samþykkja vopnahlé og að hafin yrði vinna sem myndi tryggja frið til langs tíma þannig að Palestína og Ísrael gætu verið í friði hlið við hlið. Fólk tekur það með sér á flótta sem það getur. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að líklegt sé að Starmer tilkynni um þetta síðdegis í dag. Þessi ákvörðun sé að nokkru umdeild og sé mikil breyting frá fyrri utanríkisstefnu landsins. Fyrri ríkisstjórnir hafi alltaf sagt að viðurkenning á Palestínu muni fylgja friðarferli og á tíma sem það geti haft sem mest áhrif. Ekkert hefur gengið að koma á vopnahléi á Gasa síðan vopnahléi var slitið fyrr á árinu. Staðan hefur versnað verulega og nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði í síðustu viku að Ísraelsmenn hefðu framið þjóðarmorð á Gasa. Bandaríkjamenn beittu í vikunni neitunarvaldi gegn kröfu um vopnahlé. Þá hefur landtaka Ísraela á Vesturbakkanum samhliða átökum á Gasa verið harðlega gagnrýnd. 60 látin í árásum í gær Í frétt á vef Reuters í dag segir að Ísraelsher hafi haldið áfram hernaði sínum á Gasa í gær. Í það minnsta 60 Palestínubúar hafi látist í árásunum. Ísraelsher hafi í síðustu viku herjað sérstaklega á háar byggingar í Gasa borg ásamt því að hefja árásir á jörðu. Í frétt Reuters segir að frá því að í síðustu viku hafi hernum tekist að sprengja um tuttugu fjölbýlishús. Þá segir að samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael hafi um hálf milljón yfirgefið borgina síðan í upphafi mánaðar. Hamas segir þetta ekki rétt og að um 300 þúsund hafi farið og að enn séu um 900 þúsund manns í borginni, þar með talið gíslar frá Ísrael. Þúsundir hafa yfirgefið Gasa borg í september í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraelshers í borginni. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Hamas hafi birt myndskeið á samskiptamiðlinum Telegram af gíslunum og varað við því að hernaður Ísraelshers í Gasa-borg gæti skaðað gíslanna ef hann heldur áfram. 65 þúsund látin Á tæpum tveimur árum hafa um 65 þúsund manns, flest almennir borgarar og börn, verið drepin í árásum Ísraelshers. Víðtæk hungursneyð er auk þess á svæðinu og eyðileggingin gríðarleg. Átökin hófust eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 manns og tók 251 gísl. Enn eru 48 þeirra í haldi Hamas, af þeim eru tuttugu taldir enn á lífi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Portúgal Frakkland Ástralía Kanada Spánn Írland Noregur Tengdar fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. 20. september 2025 13:46 Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 18. september 2025 23:45 Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. 17. september 2025 08:39 „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16. september 2025 19:22 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. 20. september 2025 13:46
Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 18. september 2025 23:45
Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. 17. september 2025 08:39
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16. september 2025 19:22