Ástralía Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Simon Patterson, fyrrverandi eiginmaður morðingjans Erin Patterson, er sannfærður um að hún hafi að minnsta kosti þrisvar reynt að drepa hann með mat, áður en hún banaði foreldra hans og móðursystur með eitruðum sveppum. Erlent 8.8.2025 10:15 Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Erlent 7.8.2025 09:46 Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt. Erlent 30.7.2025 13:03 Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:20 Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Síðasta atriði áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágrannar hefur verið tekið upp. Þættirnir hafa verið á sjónvarpsskjáum áhorfenda í tugi ára. Lífið 13.7.2025 13:54 Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Kviðdómur í Ástralíu hefur fundið Erin Patterson, 50 ára, seka um að hafa myrt þrjá ættingja og gert tilraun til að myrða þann fjórða, þegar hún gaf þeim beef wellington sem innihélt eitraða sveppi. Erlent 7.7.2025 07:40 Julian McMahon látinn Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri. Lífið 5.7.2025 22:29 Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18 Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Erlent 20.6.2025 10:28 Ákærð fyrir að myrða táning en líkið enn ófundið Lögreglan í Queensland í Ástralíu hefur ákært mann og konu sem bjuggu með sautján ára stúlku sem hvarf sporlaust. Fólkið hefur verið ákært fyrir morð og fyrir að illa meðferð á líki en líkið er þó enn ófundið. Erlent 5.6.2025 12:57 Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus. Erlent 4.6.2025 10:56 Flytur til Sydney Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa hyggst leggja land undir fót og hefja nám við Háskólann í Sydney í Ástralíu í haust. Lífið 26.5.2025 08:38 Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Erlent 13.5.2025 07:38 Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. Lífið 12.5.2025 18:08 Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Erlent 3.5.2025 12:29 Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. Erlent 2.5.2025 23:54 Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. Erlent 30.4.2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. Erlent 29.4.2025 14:36 Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. Erlent 26.4.2025 07:44 Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Áströlsk kona hefur óafvitandi fætt barn ókunnugrar konu eftir að starfsmenn frjósemisstofu komu fyrir mistök fósturvísum annarrar konu fyrir í legi hennar. Erlent 10.4.2025 14:46 Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Erlent 28.3.2025 07:54 Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna. Erlent 18.3.2025 10:09 Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Erlent 13.3.2025 11:07 Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Ástralskur maður með alvarlega hjartabilun var útskrifaður af spítala og lifði í meira en 100 daga með gervihjarta, áður en hann gekkst undir hjartaígræðslu. Erlent 12.3.2025 09:00 „Maðurinn með gullarminn“ látinn James Harrison, þekktur í Ástralíu sem „maðurinn með gullarminn“, er látinn. Á yfir 60 árum gaf Harrison blóðvökva alls 1.173 sinnum og bjargaði lífi 2,4 milljón barna. Erlent 3.3.2025 12:10 Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Kyrie Irving vill skipta um landslið. Hann hefur skipt margoft um félag á NBA ferli sínum en nú vill hann komast í nýtt landslið. Hann segist vera með góðan menn með sér að fá leyfi fyrir því. Körfubolti 19.2.2025 13:01 Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. Erlent 12.2.2025 15:50 Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Sautján ára stúlka lét lífið þegar hún var bitin af hákarli undan ströndum Ástralíu í morgun. Þetta er í annað sinn sem banvæn hákarlaárás á sér stað á svæðinu á þessu ári. Erlent 3.2.2025 13:21 Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir að pynta eins árs gamla dóttur sína í þeim tilgangi að auka við sig fylgjendum á samfélagsmiðlum og falast eftir fjármunum. Erlent 28.1.2025 08:20 Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Dularfullar kúlur sem urðu til þess að nokkrum ströndum í Sydney í Ástralíu var lokað í síðustu viku reyndust innihalda mettaðar fitusýrur, saurgerla og E. coli bakteríur. Erlent 21.1.2025 11:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 22 ›
Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Simon Patterson, fyrrverandi eiginmaður morðingjans Erin Patterson, er sannfærður um að hún hafi að minnsta kosti þrisvar reynt að drepa hann með mat, áður en hún banaði foreldra hans og móðursystur með eitruðum sveppum. Erlent 8.8.2025 10:15
Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Lögmenn Kathleen Folbigg segja miskabætur sem yfirvöld í Ástralíu hafa boðið henni eftir að hún var fangelsuð að ósekju í 20 ár ósanngjarnar og óréttlátar. Erlent 7.8.2025 09:46
Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt. Erlent 30.7.2025 13:03
Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:20
Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Síðasta atriði áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágrannar hefur verið tekið upp. Þættirnir hafa verið á sjónvarpsskjáum áhorfenda í tugi ára. Lífið 13.7.2025 13:54
Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Kviðdómur í Ástralíu hefur fundið Erin Patterson, 50 ára, seka um að hafa myrt þrjá ættingja og gert tilraun til að myrða þann fjórða, þegar hún gaf þeim beef wellington sem innihélt eitraða sveppi. Erlent 7.7.2025 07:40
Julian McMahon látinn Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri. Lífið 5.7.2025 22:29
Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18
Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Erlent 20.6.2025 10:28
Ákærð fyrir að myrða táning en líkið enn ófundið Lögreglan í Queensland í Ástralíu hefur ákært mann og konu sem bjuggu með sautján ára stúlku sem hvarf sporlaust. Fólkið hefur verið ákært fyrir morð og fyrir að illa meðferð á líki en líkið er þó enn ófundið. Erlent 5.6.2025 12:57
Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus. Erlent 4.6.2025 10:56
Flytur til Sydney Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa hyggst leggja land undir fót og hefja nám við Háskólann í Sydney í Ástralíu í haust. Lífið 26.5.2025 08:38
Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Erlent 13.5.2025 07:38
Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. Lífið 12.5.2025 18:08
Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Erlent 3.5.2025 12:29
Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. Erlent 2.5.2025 23:54
Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. Erlent 30.4.2025 11:24
Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. Erlent 29.4.2025 14:36
Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. Erlent 26.4.2025 07:44
Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Áströlsk kona hefur óafvitandi fætt barn ókunnugrar konu eftir að starfsmenn frjósemisstofu komu fyrir mistök fósturvísum annarrar konu fyrir í legi hennar. Erlent 10.4.2025 14:46
Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Erlent 28.3.2025 07:54
Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna. Erlent 18.3.2025 10:09
Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Erlent 13.3.2025 11:07
Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Ástralskur maður með alvarlega hjartabilun var útskrifaður af spítala og lifði í meira en 100 daga með gervihjarta, áður en hann gekkst undir hjartaígræðslu. Erlent 12.3.2025 09:00
„Maðurinn með gullarminn“ látinn James Harrison, þekktur í Ástralíu sem „maðurinn með gullarminn“, er látinn. Á yfir 60 árum gaf Harrison blóðvökva alls 1.173 sinnum og bjargaði lífi 2,4 milljón barna. Erlent 3.3.2025 12:10
Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Kyrie Irving vill skipta um landslið. Hann hefur skipt margoft um félag á NBA ferli sínum en nú vill hann komast í nýtt landslið. Hann segist vera með góðan menn með sér að fá leyfi fyrir því. Körfubolti 19.2.2025 13:01
Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. Erlent 12.2.2025 15:50
Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Sautján ára stúlka lét lífið þegar hún var bitin af hákarli undan ströndum Ástralíu í morgun. Þetta er í annað sinn sem banvæn hákarlaárás á sér stað á svæðinu á þessu ári. Erlent 3.2.2025 13:21
Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir að pynta eins árs gamla dóttur sína í þeim tilgangi að auka við sig fylgjendum á samfélagsmiðlum og falast eftir fjármunum. Erlent 28.1.2025 08:20
Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Dularfullar kúlur sem urðu til þess að nokkrum ströndum í Sydney í Ástralíu var lokað í síðustu viku reyndust innihalda mettaðar fitusýrur, saurgerla og E. coli bakteríur. Erlent 21.1.2025 11:54