Erlent

Baulað á Albanese á minningar­at­höfn á Bondi-strönd

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Forsætisráðherra Ástralíu Anthony Albanese fékk vægast sagt dræm viðbrögð þegar hann mætti á Bondi-strönd í morgun.
Forsætisráðherra Ástralíu Anthony Albanese fékk vægast sagt dræm viðbrögð þegar hann mætti á Bondi-strönd í morgun. vísir/AP

Fjölmenni kom saman á Bondi-strönd í Ástralíu í morgun til að minnast fórnarlamba skotárásar á gyðingahátíð fyrir um viku síðan þar sem fimmtán létu lífið og tugir voru særðir. Mínútu þögn fór fram snemma í morgun.

Rabbíni frá Bondi-strönd var kynntur á svið til að tendra friðarkerti rétt áður en mínútuþögn hófst. Eftir það komu fjölmargir aðilar upp á svið og héldu erindi.

Fjöldi viðstaddra bauluðu og létu í sér heyra þegar að Anthony Albansese, forsætisráðherra Ástralíu, mætti á viðburðinn samkvæmt því sem fram kemur í frétt BBC um málið.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sakaði áströlsk stjórnvöld um að hafa ýtt undir gyðingahatur í kjölfar árásarinnar. Fleiri hafa gagnrýnt Albanese á síðastliðinni viku. Forsætisráðherrann hefur vísað gagnrýninni alfarið á bug.

Albanese hefur tilkynnt að störf lögreglunnar og leyniþjónustunar verði tekin til skoðunar í kjölfar árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×