Noregur Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Íslendingur í Ósló segir íbúum brugðið eftir að handsprengja var sprengd í rólegu hverfi í gær. Tveir þrettán ára eru í haldi lögreglunnar vegna málsins, sem talið er tengjast deilum glæpasamtaka. Innlent 24.9.2025 20:31 Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Erlent 24.9.2025 13:15 Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58 Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31 Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Erlent 23.9.2025 19:23 Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. Innlent 23.9.2025 17:56 Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Innlent 23.9.2025 11:59 Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. Innlent 23.9.2025 10:38 Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Erlent 22.9.2025 23:04 Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Erlent 22.9.2025 19:57 Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37 Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum. Erlent 19.9.2025 13:14 Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. Lífið 16.9.2025 11:44 Erna Solberg hættir Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, hefur tilkynnt að hún muni segja af sér formennsku í flokknum. Tilkynningin kemur ekki á óvart en Hægriflokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum í Noregi á mánudag. Erlent 12.9.2025 14:30 Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Erlent 9.9.2025 13:46 Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. Erlent 9.9.2025 08:21 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Erlent 8.9.2025 19:07 Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Fjórar ungar konur eru látnar eftir að eldur kom upp í húsi í Hamri í Noregi í nótt. Konurnar voru átján og nítján ára gamlar. Erlent 8.9.2025 07:50 Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. Erlent 7.9.2025 21:30 Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7.9.2025 14:28 Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. Skoðun 6.9.2025 14:02 Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum. Erlent 4.9.2025 07:02 Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Erlent 3.9.2025 16:02 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. Erlent 2.9.2025 12:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. Erlent 31.8.2025 07:46 Maður talinn af eftir jarðfall Einn maður er talinn af eftir að jarðfall klippti sundur E6-brautina við Nesvatnið í Lifangri í Noregi. Brautin hrundi um níuleytið í morgun og jarðvegurinn barst ofan í vatnið. Gert er ráð fyrir því að brautin verði lokuð dögum saman. Erlent 30.8.2025 17:12 Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Lögreglumenn báru hóp loftslagsmótmælenda, þar á meðal Gretu Thunberg, út úr norska seðlabankanum í morgun. Hópurinn hefur mótmælt á ýmsum stöðum í vikunni, þar á meðal við stærstu olíuhreinsistöð Noregs. Erlent 22.8.2025 08:44 Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47 Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. Erlent 19.8.2025 09:00 Ákærður fyrir fjórar nauðganir Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Erlent 18.8.2025 12:59 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 54 ›
Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Íslendingur í Ósló segir íbúum brugðið eftir að handsprengja var sprengd í rólegu hverfi í gær. Tveir þrettán ára eru í haldi lögreglunnar vegna málsins, sem talið er tengjast deilum glæpasamtaka. Innlent 24.9.2025 20:31
Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Erlent 24.9.2025 13:15
Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58
Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Erlent 23.9.2025 19:23
Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir grafalvarlegt að drónum hafi verið flogið yfir flugvelli Kaupmannahöfn og Osló í gær. Hún segir það ástæðu til að kalla saman þjóðaröryggisráð og hægt sé að gera það um leið og hún kemur aftur frá Bandaríkjunum. Innlent 23.9.2025 17:56
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Innlent 23.9.2025 11:59
Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. Innlent 23.9.2025 10:38
Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Erlent 22.9.2025 23:04
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Erlent 22.9.2025 19:57
Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37
Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum. Erlent 19.9.2025 13:14
Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. Lífið 16.9.2025 11:44
Erna Solberg hættir Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, hefur tilkynnt að hún muni segja af sér formennsku í flokknum. Tilkynningin kemur ekki á óvart en Hægriflokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum í Noregi á mánudag. Erlent 12.9.2025 14:30
Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Erlent 9.9.2025 13:46
Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. Erlent 9.9.2025 08:21
Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Erlent 8.9.2025 19:07
Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Fjórar ungar konur eru látnar eftir að eldur kom upp í húsi í Hamri í Noregi í nótt. Konurnar voru átján og nítján ára gamlar. Erlent 8.9.2025 07:50
Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. Erlent 7.9.2025 21:30
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7.9.2025 14:28
Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. Skoðun 6.9.2025 14:02
Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum. Erlent 4.9.2025 07:02
Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Erlent 3.9.2025 16:02
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. Erlent 2.9.2025 12:21
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. Erlent 31.8.2025 07:46
Maður talinn af eftir jarðfall Einn maður er talinn af eftir að jarðfall klippti sundur E6-brautina við Nesvatnið í Lifangri í Noregi. Brautin hrundi um níuleytið í morgun og jarðvegurinn barst ofan í vatnið. Gert er ráð fyrir því að brautin verði lokuð dögum saman. Erlent 30.8.2025 17:12
Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Lögreglumenn báru hóp loftslagsmótmælenda, þar á meðal Gretu Thunberg, út úr norska seðlabankanum í morgun. Hópurinn hefur mótmælt á ýmsum stöðum í vikunni, þar á meðal við stærstu olíuhreinsistöð Noregs. Erlent 22.8.2025 08:44
Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47
Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. Erlent 19.8.2025 09:00
Ákærður fyrir fjórar nauðganir Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Erlent 18.8.2025 12:59