Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton West Ham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Burnley 3-2. Þá vann Everton þægilegan 2-0 heimasigur á Fulham. Fótbolti 8.11.2025 17:08
Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Hér fer fram bein textalýsing frá leik Sunderland og Arsenal í elleftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Flautað verður til leiks á Leikvangi ljóssins klukkan hálf sex og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn 8.11.2025 17:02
Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bayern München náði ekki að vinna sinn 17 leik í röð í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Union Berlin. Fótbolti 8.11.2025 16:33
Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Rob Edwards mun ekki stýra Middlesbrough í leiknum gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í dag. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, vill fá Edwards til starfa. Enski boltinn 8.11.2025 11:29
Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Enski boltinn 8.11.2025 11:00
„Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að gagnrýni Garys Neville, fyrrverandi fyrirliða liðsins, hafi haft áhrif á slóvenska framherjann Benjamin Sesko. Enski boltinn 8.11.2025 10:32
Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari FH, segir lágpunktinn á sínum ferli hafa verið þegar hann var rekinn frá FH og situr það í honum hvernig staðið var að uppsögninni. Stjórnendur FH hafi sýnt honum vanvirðingu og komið illa fram við hann. Íslenski boltinn 8.11.2025 10:02
Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Spænska stórveldið Barcelona hefur ekki getað spilað á heimavelli sínum Camp Nou síðan 2023 en nú styttist í að liðið spili þar aftur. Forsmekkur fékkst á fjölsóttri æfingu í gær. Fótbolti 8.11.2025 07:00
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. Enski boltinn 7.11.2025 23:03
Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fótboltamaðurinn fyrrverandi Joey Barton hefur verið dæmdur sekur fyrir „gróflega móðgandi“ skrif á samfélagsmiðlum. Skrifin beindust að fjölmiðlafólki. Enski boltinn 7.11.2025 22:16
Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Kristian Hlynsson var svo sannarlega í sviðsljósinu í uppbótartíma leiks Twente og Telstar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 7.11.2025 21:21
Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Glódís Perla Viggósdóttir spilaði annan leikinn í röð allar 90 mínúturnar í vörn Bayern München, þegar liðið hélt hreinu í öruggum 4-0 sigri á Union Berlín, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 7.11.2025 19:24
Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Diljá Ýr Zomers, nýkrýndur Noregsmeistari í fótbolta með Brann, fór meidd af velli í leik í kvöld, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Fótbolti 7.11.2025 19:08
Brynjar Björn í Breiðholtið Brynjar Björn Gunnarsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leiknis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem hætti að loknu síðasta tímabili. Íslenski boltinn 7.11.2025 17:52
„Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Mér líður mjög vel með þetta. Ég er virkilega spenntur og klár í þetta,“ segir Ian Jeffs, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Íslenski boltinn 7.11.2025 15:00
Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay er að lifa ljúfa lífinu í Brasilíu þar sem hann fékk samning hjá Corinthians. Corinthians er nú að reyna að fá kappann til að slaka aðeins á kröfunum sínum þegar kemur að búsetu. Fótbolti 7.11.2025 14:03
Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Fótbolti 7.11.2025 13:32
Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Fótbolti 7.11.2025 13:02
Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Emelía Óskarsdóttir er komin aftur af stað eftir erfið hnémeiðsli sem héldu henni frá keppni í þrettán mánuði. Hún hefur heldur betur minnt á sig í síðustu tveimur leikjum toppliðsins í Danmörku. Fótbolti 7.11.2025 12:30
Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Það er stór ákvörðun að taka fyrirliðabandið af norska framherjanum Erling Braut Haaland í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar enda hefur hann verið að raða inn mörkum á þessu tímabili. Mótherji helgarinnar fær þó Albert Þór Guðmundsson í Fantasýn-hlaðvarpinu til að íhuga það. Enski boltinn 7.11.2025 12:02
Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Íslenski boltinn 7.11.2025 11:00
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. Íslenski boltinn 7.11.2025 10:43
Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Liverpool-stuðningsmenn fengu góðar fréttir í aðdraganda stórleiksins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 7.11.2025 10:26
„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. Íslenski boltinn 7.11.2025 09:32