Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Siggeir Ævarsson skrifar 20. september 2025 13:30 Jan Paul van Hecke stýrir fyrirgjöf í eigið mark Vísir/Getty Tottenham Hotspur sótti Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrir leikinn hafði Tottenham aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni. Það var þó fljótt að breytast í dag en Yankuba Minteh kom Brighton í 0-1 á 8. mínutu, nokkuð gegn gangi leiksins. Brighton komst þá í skyndisókn og Minteh fékk stungusendingu rétt við miðjuna. Hann tók á sprett upp allan völlinn og endaði á að fífla Vicario í markinu og lagði boltann yfirvegað í autt markið. Yasin Ayari tvöfaldaði svo forskotið með góðu skoti fyrir utan teig sem sveif framhjá Vicario sem hefði mögulega átt að gera betur. Tottenham náði þó að minnka muninn fyrir hálfleik þegar Richarlison fékk boltann beint í fæturna illa dekkaður í teignum og kláraði færið vel. Brighton menn lögðu mikið í varnarleikinn í seinni hálfleik og freistuðu þess að halda fengnum hlut en Jan Paul van Hecke varð fyrir því óláni að stýra fyrirgjöf í eigið mark á 82. mínútu. Staðan 2-2 og fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan jafntefli í fjörugum leik. Enski boltinn
Tottenham Hotspur sótti Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrir leikinn hafði Tottenham aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni. Það var þó fljótt að breytast í dag en Yankuba Minteh kom Brighton í 0-1 á 8. mínutu, nokkuð gegn gangi leiksins. Brighton komst þá í skyndisókn og Minteh fékk stungusendingu rétt við miðjuna. Hann tók á sprett upp allan völlinn og endaði á að fífla Vicario í markinu og lagði boltann yfirvegað í autt markið. Yasin Ayari tvöfaldaði svo forskotið með góðu skoti fyrir utan teig sem sveif framhjá Vicario sem hefði mögulega átt að gera betur. Tottenham náði þó að minnka muninn fyrir hálfleik þegar Richarlison fékk boltann beint í fæturna illa dekkaður í teignum og kláraði færið vel. Brighton menn lögðu mikið í varnarleikinn í seinni hálfleik og freistuðu þess að halda fengnum hlut en Jan Paul van Hecke varð fyrir því óláni að stýra fyrirgjöf í eigið mark á 82. mínútu. Staðan 2-2 og fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan jafntefli í fjörugum leik.
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn