„Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2025 09:30 Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er undir mikilli pressu. epa/ADAM VAUGHAN Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að halda áfram að spila 3-4-3 leikkerfið sitt þrátt fyrir að Rauðu djöflarnir hafi einungis unnið átta af 31 deildarleik undir hans stjórn. United tapaði fyrir City í Manchester-slagnum í gær, 3-0, og er bara með fjögur stig í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Amorim er meðvitaður um slæma stöðu United og óánægju stuðningsmanna liðsins en hann hyggst ekki breyta um leikkerfi. „Ég breyti ekki leikstílnum mínum. Ef þeir vilja breyta um leikstíl verða þeir að breyta um mann,“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leikinn á Etihad í gær. „Ég ætla ekki að breyta og spila minn leikstíl þar til ég vil breyta. Ég skil spurningarnar og þetta er ekki árangur sem þú átt að vera með hjá Manchester United. En margt hefur gerst síðustu mánuði sem þið hafið ekki hugmynd um.“ Amorim segir að spilamennska United sé betri en stigataflan gefur til kynna. Hann muni þó una ákvörðun stjórnarmanna United ef þeir ákveða að skipta um mann í brúnni. „Ég skil allt en ég er ekki tilbúinn að kvitta upp á það að við séum ekki að gera betur. Við erum að gera betur en úrslitin sýna það ekki og úrslitin segja allt. Ég skil það. Mín skilaboð eru þessi: Ég geri allt sem í mínu valdi stendur. Restin er ekki mín ákvörðun. Ég geri mitt besta. Ég þjáist meira en stuðningsmennirnir,“ sagði Amorim sem tók við United af Erik ten Hag í nóvember í fyrra. Í 31 deildarleik undir stjórn Amorims hefur United aðeins náð í 31 stig, eða eitt stig að meðaltali í leik. Liðinu hefur mistekist að skora í þrettán af þessum 31 deildarleik. Næsti leikur United er gegn Chelsea á Old Trafford á laugardaginn kemur. Enski boltinn Tengdar fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. 15. september 2025 08:03 Tvö frá Haaland og Manchester er blá Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag. 14. september 2025 14:40 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
United tapaði fyrir City í Manchester-slagnum í gær, 3-0, og er bara með fjögur stig í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Amorim er meðvitaður um slæma stöðu United og óánægju stuðningsmanna liðsins en hann hyggst ekki breyta um leikkerfi. „Ég breyti ekki leikstílnum mínum. Ef þeir vilja breyta um leikstíl verða þeir að breyta um mann,“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leikinn á Etihad í gær. „Ég ætla ekki að breyta og spila minn leikstíl þar til ég vil breyta. Ég skil spurningarnar og þetta er ekki árangur sem þú átt að vera með hjá Manchester United. En margt hefur gerst síðustu mánuði sem þið hafið ekki hugmynd um.“ Amorim segir að spilamennska United sé betri en stigataflan gefur til kynna. Hann muni þó una ákvörðun stjórnarmanna United ef þeir ákveða að skipta um mann í brúnni. „Ég skil allt en ég er ekki tilbúinn að kvitta upp á það að við séum ekki að gera betur. Við erum að gera betur en úrslitin sýna það ekki og úrslitin segja allt. Ég skil það. Mín skilaboð eru þessi: Ég geri allt sem í mínu valdi stendur. Restin er ekki mín ákvörðun. Ég geri mitt besta. Ég þjáist meira en stuðningsmennirnir,“ sagði Amorim sem tók við United af Erik ten Hag í nóvember í fyrra. Í 31 deildarleik undir stjórn Amorims hefur United aðeins náð í 31 stig, eða eitt stig að meðaltali í leik. Liðinu hefur mistekist að skora í þrettán af þessum 31 deildarleik. Næsti leikur United er gegn Chelsea á Old Trafford á laugardaginn kemur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. 15. september 2025 08:03 Tvö frá Haaland og Manchester er blá Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag. 14. september 2025 14:40 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. 15. september 2025 08:03
Tvö frá Haaland og Manchester er blá Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag. 14. september 2025 14:40