Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2025 07:46 Logi Geirsson ætlar að verða jafn frægur og Logi Geirsson. @logigeirsson/vísir Hann ákvað að fresta námi í læknisfræði til að einbeita sér að MMA hjá Mjölni. Nafn hans vekur oft athygli en Logi Geirsson stefnir alla leið í sportinu. Logi er tvítugur bardagamaður sem ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í MMA. Hann byrjaði að æfa íþróttina tólf ára og varð Norðurlandameistari sínum flokki í blönduðum bardagalistum á síðasta ári. „Ég byrjaði ungur að aldri í taekwondo og fann að ég vildi virkilega prófa þetta lengra. Þá fór ég í MMA, prófaði námskeið hér í Mjölni og síðan þá hef ég verið heltekinn“ segir Logi en hvað er svona skemmtilegt við MMA? „Bliss-ið [alsælan] sem maður fær eftir á, það er bara ólýsanlegt að mínu mati“ segir Logi og stefnir á að ná jafnt langt og Gunnar Nelson, ef ekki lengra. Logi Geirsson getur slegist standandi en kýs frekar að fara með menn í gólfið. vísir / ívar Logi frestaði læknisfræðinámi til að einbeita sér að MMA en vonast til að geta gengið í skóla að ferlinum loknum, ef hann verður ekki orðinn heiladauður af höfuðhöggum. „Vonandi verð ég ekki laminn eins og margir aðrir í þessu sporti. Ég reyni að fókusa á það, taka þá bara niður og ekki vera kýldur eins mikið.“ Eins og margir vita þá var nafni hans Logi Geirsson einn besti handboltamaður landsins í mörg ár og sló reglulega í gegn sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Logi ætlar sér að verða jafn stórt nafn og sjálfur Logi Geirsson. „Það er ekki mjög gaman að lifa í skugganum á svona stórum manni. Mig langar að lifa við hliðina á honum, verða eins stór og hann. Ég hef talað við hann áður og hann peppar mig áfram. Ég fæ stundum skilaboð á Instagram frá honum og mér finnst það mjög gaman.“ MMA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Logi er tvítugur bardagamaður sem ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í MMA. Hann byrjaði að æfa íþróttina tólf ára og varð Norðurlandameistari sínum flokki í blönduðum bardagalistum á síðasta ári. „Ég byrjaði ungur að aldri í taekwondo og fann að ég vildi virkilega prófa þetta lengra. Þá fór ég í MMA, prófaði námskeið hér í Mjölni og síðan þá hef ég verið heltekinn“ segir Logi en hvað er svona skemmtilegt við MMA? „Bliss-ið [alsælan] sem maður fær eftir á, það er bara ólýsanlegt að mínu mati“ segir Logi og stefnir á að ná jafnt langt og Gunnar Nelson, ef ekki lengra. Logi Geirsson getur slegist standandi en kýs frekar að fara með menn í gólfið. vísir / ívar Logi frestaði læknisfræðinámi til að einbeita sér að MMA en vonast til að geta gengið í skóla að ferlinum loknum, ef hann verður ekki orðinn heiladauður af höfuðhöggum. „Vonandi verð ég ekki laminn eins og margir aðrir í þessu sporti. Ég reyni að fókusa á það, taka þá bara niður og ekki vera kýldur eins mikið.“ Eins og margir vita þá var nafni hans Logi Geirsson einn besti handboltamaður landsins í mörg ár og sló reglulega í gegn sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Logi ætlar sér að verða jafn stórt nafn og sjálfur Logi Geirsson. „Það er ekki mjög gaman að lifa í skugganum á svona stórum manni. Mig langar að lifa við hliðina á honum, verða eins stór og hann. Ég hef talað við hann áður og hann peppar mig áfram. Ég fæ stundum skilaboð á Instagram frá honum og mér finnst það mjög gaman.“
MMA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira